Sigrún Jónsdóttir kjörin nýr forseti LÍS
Sigrún Jónsdóttir var kjörin forseti LÍS fyrir starfsárið 2019 - 2020 á fulltrúaráðsfundi samtakanna þann 29. október. Sigrún hefur gegnt hlutverki varaforseta LÍS frá því í lok maí og á síðasta starfsári var hún ritari samtakanna.
Sigrún er nemi í læknisfræði við Háskóla Íslands og hefur síðastliðin ár tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu stúdenta samhliða náminu.
Við óskum Sigrúnu til hamingju með kjörið og þökkum henni um leið fyrir vel unnin störf sem varaforseti.