Auglýst eftir framboðum í stöðu varaforseta LÍS

Ert þú nýr forseti lís_ (1).png

LÍS auglýsa í stöðu varaforseta fyrir starfsárið 2019-2020. Framboð skulu berast á kjorstjorn@studentar.is fyrir kl 23:59 þann 6. nóvember og skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Kostur er að frambjóðandi hafi reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta, félagsstarfi í háskóla eða sambærilegu starfi. Kjörgengi til varaforseta hafa stúdentar sem eru, eða hafa verið síðustu tvö árin, meðlimir í aðildarfélögum LÍS, fulltrúaráði, framkvæmdastjórn eða nefndum LÍS.

Yfirlit yfir helstu hlutverk varaforseta úr verklagi LÍS:

  • Sinnir forsæti í fjarveru forseta og þarf að vera meðvitaður um allt það sem er í gangi innan samtakanna.

  • Aðstoðar forseta við gerð fundardagskrár og önnur tilfallandi verkefni.

  • Ber ábyrgð á samskiptum LÍS við aðildarfélög og skal vera aðildarfélögum innan handar óski þau eftir aðstoð við hvers konar verkefni sem koma að uppbyggingu eða betrun þeirra.

  • Ber ábyrgð á samstarfi aðildarfélaga og LÍS þegar kemur að innra starfi samtakanna. Skal varaforseti miðla upplýsingum og sækja uppástungur til aðildarfélaga þegar kemur að breytingum á innra starfi samtakanna.

  • Við upphaf hvers starfsárs skal varaforseti kynna sig fyrir forsvarsmönnum hvers aðildarfélags og eiga samtal um samstarf og hvernig sé best að eiga í samskiptum við viðkomandi um málefni aðildarfélaga og LÍS.

  • Sér um lagabreytingar en ganga þarf úr skugga um það á hverju ári að lögin séu í samræmi við starf samtakanna. Varaforseti er forseti lagabreytingarnefndar.

Varaforseti verður að geta hafið störf sem fyrst. Fulltrúaráð LÍS ákvarðar starfs- og launakjör varaforseta en sóst er eftir einstaklingi sem getur sinnt 40-90% starfshlutfalli. Fyrirspurnir má senda á lis@studentar.is.

Previous
Previous

Opið fyrir umsóknir í markaðsnefnd LÍS 2019-2020 // Open for applications to LÍS's marketing committee 2019-2020

Next
Next

Sigrún Jónsdóttir kjörin nýr forseti LÍS