Samningur við mennta- og menningarmálaráðuneytið

LÍS skrifuðu nýlega undir samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggir fjármögnun samtakanna til næstu fimm ára. Eins og kemur fram á heimasíðu þess vill mennta- og menningarmálaráðuneytið með samningnum stuðla að öflugum samstarfsvettvangi háskólastúdenta og að LÍS sé öflugur tengiliður stjórnvalda við íslenska háskólastúdenta í umræðu um skipulag og stefnumótun háskólastigsins.

Samningur til fimm ára tryggir samtökunum aukinn stöðugleika sem er einstaklega dýrmætt fyrir samtök í örri þróun. Fjármagnið gerir samtökunum kleift að fjölga stöðugildum á skrifstofu LÍS sem er mikið fagnaðarefni.

Previous
Previous

LÍS hljóta viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International

Next
Next

Higher Education: Its Relevance to Students and Society