LÍS hljóta viðurkenningu frá Íslandsdeild Amnesty International
Greta Thunberg hlaut á dögunum titlilinn ,,samviskusendiherra”, heiðursverðlaun Amnesty International. Titlinum deilir hún með alþjóðlegu loftslagsverkfallshreyfingu ungmenna, Fridays For Future. Í kjölfarið veitti Íslandsdeild Amnesty International skipuleggjendum loftslagsverkfallanna hérlendis viðurkenningu fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni. Fjögur samtök hlutu viðurkenninguna að þessu sinni og voru LÍS þar á meðal, ásamt Stúdentaráði Háskóla Íslands, Ungum Umhverfissinnum og Sambandi Íslenskra Framhaldsskólanema. Nelson Mandela, Malala Yousafzai og Colin Kaepernick eru meðal þeirra sem áður hafa hlotið heiðursverðlaun Amnesty og það er LÍS verulegur heiður að fá að deila þessum titli með þeim og Gretu Thunberg.
Samtökunum er sannur heiður að hljóta viðurkenningu af þessu tagi. Viðurkenningin á þó best heima hjá börnunum sem hafa mætt alla föstudaga á verkföllin og krafist aðgerða. Þau eru uppsprettan og drifkrafturinn að verkföllunum í þágu umhverfisins.