ESC40 og NOM78 - Alþjóðlegar ráðstefnur á tímum COVID

Þrátt fyrir aðstæður vegna COVID-19 hefur þátttaka LÍS í alþjóðastarfi farið hratt af stað þessa önnina, þó vissulega með öðru sniði en vanalega. Um miðjan september, þann 17. til 19., sótti alþjóðafulltrúi ráðstefnu ESU, European Student Convension en ráðstefnan, sem er haldin tvisvar á ári, var nú haldin í fertugasta sinn. Undir venjulegum kringumstæðum hefði dagskráin farið fram í Króatíu á vegum the Croatian Student Council (CSC) en vegna aðstæða var ráðstefnan haldin rafrænt í samstarfi við framkvæmdarstjórn ESU.

Ráðstefnan tókst að mati alþjóðafulltrúa vel til en yfirskriftin í þetta skipti var „Students organizing in times of Disruption – Stocktaking, impact assessment and drawn lessons from a semester under lockdown.“ Líkt og titillinn gefur til kynna þá voru umfjöllunarefni almennt lituð af heimsfaraldinrum sem geysað hefur síðastliðna mánuði og áhrifin hann hefur haft, ekki síst á stúdenta.

Alþjóðafulltrúi LÍS nýtti sér tóman fundarsal í húsakynnum samtakanna til þess að sitja ESC en á meðal umræðuefna voru gæði stafrænna kennsluaðferða

Alþjóðafulltrúi LÍS nýtti sér tóman fundarsal í húsakynnum samtakanna til þess að sitja ESC en á meðal umræðuefna voru gæði stafrænna kennsluaðferða

Rætt var um Evrópska háskólasvæðið, fjallað var um framtíð menntunar innan Evrópu ásamt almennum hindrunum er kemur að menntun og lýðræði á alþjóðavísu þar sem áheyrendur fengu að hlýða á fulltrúa stúdenta frá öðrum heimshornum lýsa aðstæðum í sínu heimalandi. Þá var farið yfir ýmsar stefnur samtakanna, þar á meðal Mental Health Charter - nýtt skjal sem ESU mun bera fyrir næsta þing samtakanna um stefnu þeirra í geðheilbrigðismálum stúdenta.

Síðastliðna helgi eða þann 18. október síðastliðinn var svo haldinn hálfsárslegur fundur NOM eða Nordisk Ordförande Möte. Þar koma saman fulltrúar stúdenta frá Norðurlöndum og Eystasaltsskaga til þess að ræða sérstaklega aðstæður stúdenta í Norður Evrópu. Skipulagning fundarins féll í hlut landssamtaka eisteskra stúdenta (EÜL) en fór fram rafrænt líkt og fyrrnefnd ráðstefna. Fundinn sóttu alþjóðafulltrúi LÍS, Sylvía Lind Birkiland og tveir meðlimir alþjóðanefndar, Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir og Judit Rodríguez.

LÍS báru upp erindi á fundinum um fjármál stúdenta á vegum COVID með það markmið að bera saman stöðuna á Íslandi og í nágrannalöndunum. Staðan reyndist svipuð hjá flestum en amennt hefur atvinnuleysi á meðal stúdenta aukist þó nokkuð. Misjafnt var hvernig löndin hafa tekið á málunum en flest hafa þau boðið einhverja björgunarpakka ætlaða stúdentum, ýmist í formi lána eða beinna styrkja. LÍS stefnir á að nýta sér niðurstöðurnar til áframhaldandi vinnu við þrýsting á stjórnvöld en á meðal þess sem alþjóðanefnd vinnur að á árinu er heildar samanburður Norður Evrópulanda er kemur að fjármálum stúdenta almennt.

Á fundinum var auk þess farið yfir málin fyrir næsta Evrópuþing stúdenta sem fer fram nú í komandi viku. Að lokum var samþykkt að EÜL muni endurtaka hlutverk sitt sem fundarhaldarar og bjóða heim að hálfu ári liðnu á næsta NOM fund, fari svo að aðstæður leyfi.

Brugðið á leik á NOM78 - að sjálfsögðu voru svörin lituð af stúdentapólitík!

Brugðið á leik á NOM78 - að sjálfsögðu voru svörin lituð af stúdentapólitík!

Það hefur vissulega verið óvenjulegt að sækja ráðstefnur með þessu móti en almennt er stór partur af þeim í formi samkoma sem þátttakendur nýta til byggja upp tengslanet. Fundahaldarar hafa þó ekki dáið ráðalausir heldur nýtt sér tæknina til þess að hrista upp í mannskapnum í gegnum netið og þóttu þær tilraunir alveg ágætlega heppnaðar. Fulltrúar LÍS vonast þó til að hægt verði að halda ráðstefnur með hefðbundu móti sem fyrst en þangað til þá getum við verið fullviss um að baráttan fyrir réttindum stúdenta í Evrópu er tryggilega fylgt eftir!

Previous
Previous

LÍS taka undir yfirlýsingu SHÍ vegna úthlutunarreglna Menntasjóðs námsmanna // LÍS supports SHÍ’s statement on the allocation rules of Menntasjóðu

Next
Next

LÍS biðla til háskólanna að skylda stúdenta ekki til að mæta í próf á prófstað / LÍS appeal to universities to not require students to show up to exams in person