LÍS biðla til háskólanna að skylda stúdenta ekki til að mæta í próf á prófstað / LÍS appeal to universities to not require students to show up to exams in person

—ENGLISH BELOW—

Undanfarna daga og vikur, samhliða fjölgun smita, hafa stúdentar í mörgum háskólum landsins þurft að þreyta miðannar próf og lokapróf áfanga sem skiptast í lotur. Borið hefur á því að stúdentum sé skylt að mæta á prófstað, sem þeim þykir eðlilega óþægilegt í ljósi þess að yfirvöld hafa biðlað til fólks að halda sig heima. Eini möguleikinn fyrir þá sem geta ekki eða treysta sér ekki til þess að mæta er að sækja um að taka sjúkrapróf seinna í haust. Háskóli íslands hefur fellt niður kröfu um læknisvottorð til þess að fá að taka sjúkrapróf, nóg er að láta vita í pósti ef einstaklingur kemst ekki í próf vegna einangrunar eða sóttkví. En að mati LÍS er hér aðeins verið að velta vandamálinu á undan okkur. 

Það hefur verið krafa LÍS frá byrjun faraldursins að fjarnám verði í boði fyrir öll sem kjósa, en að reyna skuli að halda staðnám á þeim námsleiðum sem erfitt er að aðlaga að fjarnámi. Krafan um að boðið sé upp á staðnám er auðvitað háð því að gætt sé að sóttvörnum eftir tilmælum sóttvarnarlæknis.

Háskólar hafa aðlagað sig að aðstæðum og breytt mörgum námsleiðum í fjarnám, og gert sóttvarnarráðstafanir til þess geta haldið staðnámi gangandi að einhverju leiti, með því að minnka hópa, gæta að fjarlægð, skylda þá sem mæta til að vera með grímur og með reglulegum þrifum. 

Það er eðlilegt að stúdentar meti hverju sinni eftir þeim tilmælum og upplýsingum sem berast frá yfirvöldum hvort þau treysti sér til þess að mæta í staðnám enda kunna nemendur sjálfir eða aðstandendur þeirra að vera í áhættuhóp. Þar sem að smitum fer ört vaxandi í samfélaginu undanfarna daga virðast æ fleiri kjósa að stunda nám sitt heiman frá. 

Krafa LÍS um aðgengi um fjarnám felur í sér að hægt sé að stunda námið alfarið að heiman frá. Það er óásættanlegt að gerð sé ófrávíkjanleg krafa um að stúdentar mæti á prófstað til að taka próf. Til er fjölmargar lausnir til þess að meta námsárangur í fjarnámi. LÍS biðlar til fagsfólks háskólanna að leita annara leiða til námsmats en próf á prófsað, þannig að fjarnám verði raunverulegur kostur fyrir þá sem þess þurfa. 

Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér:

LÍS appeal to universities to not require students to show up to exams in person

In recent days and weeks, alongside an increase in COVID-19 infections, students in many universities in the country have had to take midterm and final exams. It had come to our attention that many students have been required to show up in person, which many understandably find uncomfortable in light of the fact that the authorities have asked people to stay at home. The only option for those who cannot or do not feel safe enough to attend is to apply for makeup exams later this autumn. The University of Iceland has dropped the requirement for a medical certificate in order to take a makeup exam, it is enough to notify by email if an individual cannot make it due to isolation or quarantine. It is LÍS’s stance that this solution only pushes the problem ahead.

It has been LÍS's demand since the beginning of the pandemic that distance learning should be made available to all who choose, but that an attempt be made to maintain on-site learning in those study programs that are difficult to adapt to distance learning. The requirement to offer on-site training is, of course, subject to care being taken to prevent infection according to the recommendations of epidemiologists.

Universities have adapted to the situation and changed many study paths to distance learning, and have taken measures to keep on-site study going to some extent, by having groups smaller, keeping distance and obliging those who attend to wear masks. It is natural for students to assess at any given time according to the recommendations and information received from the authorities whether they trust themselves to attend on-site studies, as students themselves or their relatives may be at risk. As infection has been growing rapidly in the community in recent days, more and more people seem to choose to study from home.

LÍS’s requirement for access to distance learning means that it should be possible to continue studying entirely from home. A mandatory requirement for students to show up at exam locations to take exams is unacceptable. There are numerous solutions for evaluating academic achievement through distance learning. LÍS urges university professionals to look for other ways of assessment than exams in person, so that distance learning becomes a real option for those who need it. 

The full statement can be seen here:

Previous
Previous

ESC40 og NOM78 - Alþjóðlegar ráðstefnur á tímum COVID

Next
Next

Stuðningsyfirlýsing við umsögn Rauða Krossins um breytingar á lögum um útlendinga