Fjárhagsleg staða stúdenta fyrir COVID mjög slæm skv. niðurstöðum EUROSTUDENT VII // Students' financial situation very difficult before COVID according to EUROSTUDENT VII

—ENGLISH BELOW—

Fyrstu niðurstöður sjöundu umferð EUROSTUDENT, alþjóðlegrar könnunar sem skoðar stöðu stúdenta í 26 evrópulöndum, birtust í skýrslu á vef Eurostudent 5. Nóv 2020. Ísland tók þátt í þessari umferð sem lögð var fyrir vorið 2019, en tók einnig þátt í sjöttu umferð árið 2016

Skýrslan ber heitið Félagsleg vídd í lífi stúdenta á Evrópska háskólasvæðinu 2019: Valdir mælikvarðar úr EUROSTUDENT VII (e. The social dimension of student life in the European Higher Education Area in 2019: Selected indicators from EUROSTUDENT VII). Þessar niðurstöður eru ekki tæmandi, heldur munu fleiri skýrslur birtast sem sýna aðra mælikvarða í vetur, en heildarniðurstöður könnunarinnar verða birtar í gagnagrunni vorið 2021. Þessi gögn eru ómetanlega verðmæt fyrir íslenska háskóla, stúdenta og stjórnvöld að fá, þar sem hægt er að nýta þau til þess að bæta kjör þeirra sem þegar eru í námi en einnig til að auka aðgengi að háskólanámi fyrir fjölbreyttari hóp fólks.

Áhersla þessarar skýrslu er félagsleg vídd, eða Social Dimension, sem er mælikvarði á gæði menntunar sem byggir á því að skoða samsetningu stúdentahópsins og þær aðstæður sem stúdentar búa við. Fyrirmyndar háskóli er aðgengilegur fjölbreyttum hópi fólks, þar sem samsetning stúdentahópsins er sambærileg þjóðfélaginu í heild hvað varðar félagslegan og efnahagslegan bakgrunn. Þannig skiptir máli að skoða hverjir það eru sem búa á Íslandi en eru ekki í háskólanámi, og hvers vegna það er, hvort um sé að ræða einhverjar hindranir að námi. En kannanir um félagslega vídd leiða einnig í ljós aðstæður einstaklinga sem eru í námi, hvar og hvernig þau búa, á hvaða aldri þau eru, hvort og hvernig heilsufarsvandamál þau búa við og hvernig þau eru stödd fjárhagslega. 

Niðurstöður þessarar fyrstu skýrslu úr könnun Eurostudent er sláandi og sýna að fjárhagsleg staða íslenskra stúdenta er mjög slæm. 

Fram kemur að:

  • 72% íslenskra svarenda telja sig ekki geta stundað nám án þess að vinna fyrir sér

  • 30% glíma við fjárhagslega erfiðleika

  • 25% telja vinnuna hafa áhrif á námsframvindu

  • 43% eyða meira en 40% af sínum tekjum í húsnæði (sem bendir til þess að ráðstöfunartekjur umfram húsnæðiskostnað séu lágar)

Þar sem þessar tölur eru frá 2019 er ljóst að staðan getur ekki hafa batnað síðan þá, í því efnahagsástandi sem ríkir.  Af þessum niðurstöðum einum, en enn fremur vegna áhrifa heimsfaraldursins, er ljóst að auka þarf við fjárhagslegan stuðning við stúdenta til þess að háskólafólk eigi möguleika á því að sinna náminu sínu.

Í ljósi þessarra niðurstaðna bendum við á fyrri yfirlýsingar samtakanna um nauðsynlegar breytingar á úthlutunarreglum Menntasjóðs námsmanna, til þess að stúdentar eigi raunverulegan kost á því að halda áfram í námi, hvað þá í heimsfaraldri.

//

The first results of the seventh round of EUROSTUDENT, an international survey examining the status of students in 26 European countries, were published in a report on the Eurostudent website on November 5th 2020. Iceland participated in this round, which was conducted in the spring of 2019, but also participated in the sixth round in 2016.


The report is entitled The social dimension of student life in the European Higher Education Area in 2019: Selected indicators from EUROSTUDENT VII. These results are not exhaustive, as more reports will be published that show other indicators this winter, and the overall results of the survey will be published in a database in the spring of 2021. This data is invaluable for Icelandic universities, students and the government, whereas they can be used to improve conditions for those who are already studying but also to increase access to higher education for a more diverse group of people.

The focus of this report is Social Dimension, which is a measure of the quality of education based on examining the composition of the student body and the circumstances in which students live. An exemplary university is accessible to a diverse group of people, as the composition of the student body is comparable to society as a whole in terms of social and economic background. Thus, it is important to look at who lives in Iceland but is not in higher education, and why it is, whether there are any barriers to receiving an education. But surveys of social dimension also reveal the situation of individuals currently studying, where and how they live, at what age they are, whether and how they have health problems and how they are financially.

The results of this first report from the Eurostudent survey are striking, they show that students in Iceland are struggling financially.


The survey shows that:

  • 72% of Icelandic respondents agree or strongly agree with the statement “Without my paid job, I could not afford to be a student”

  • 30% are struggling financially

  • 25% believe that work affects their academic progress

  • 43% spend more than 40% of their income on housing (indicating that disposable income in excess of housing costs is low)

As these figures are from 2019, it is clear that the situation cannot have improved since then, in the current economic situation. From these findings alone, but also due to the effects of the pandemic, it is clear that financial support for students needs to be increased in order for university students to have the opportunity to pursue their degrees. 

In this regard we underline our previous statements on necessary changes to the Icelandic Student Loan Fund in order for it to be feasible for students to continue studying, particularly during COVID times. 

Previous
Previous

LÍS kallar eftir frekari umbótum fyrir nemendur með sérþarfir á háskólastigi // LÍS calls for further reforms for students with special needs at the university level

Next
Next

Umsögn LÍS um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna // LÍS's statement on the new bill on equal status and gender rights