LÍS kallar eftir frekari umbótum fyrir nemendur með sérþarfir á háskólastigi // LÍS calls for further reforms for students with special needs at the university level
—ENGLISH BELOW—
Þann 11. nóvember 2020 var haldin kynningarfundur og vígsla vefsíðu Rettinda-Ronju, sem er verkefni á vegum LÍS og Öryrkjabandalagi Íslands (ÖBÍ). Tilgangur vefsíðunnar er að auka aðgengi nemenda með sérþarfir að upplýsingum um réttindi sín í háskólum á Íslandi.
Í beinni útsendingu á facebook kynntu upphafs- og umsjónarmenn verkefnisins sögu, tilgang, virkni og mikilvægi Réttinda-Ronju, en kynningin er enn aðgengileg fyrir áhugasama.
LÍS eru ótrúlega stolt af framlagi þeirra einstaklinga sem standa að verkefninu og óskum þeim innilega til hamingju með árangur margra ára vinnu. Tilkoma vefsíðunnar er stórt skref í átt að því að auka tækifæri fólks með fötlun til þess að stunda það nám sem þau kjósa.
Niðurstöður könnunar sem gerð var í upphafi verkefnisins sýna að einhver úrræði til stuðnings við þennan nemendahóp eru til staðar, en skortur er á upplýsingum um þau úrræði. Í þeirri vinnu sem nú hefur átt sér stað í þróun vefsins hefur komið í ljós að víða er hægt að gera betur í þjónustu við fólk með fötlun í háskólum landsins. Það er von okkar að vefsíðan muni nýtast sem þrýstiafl í að auka þjónustuna við þessa nemendur.
Í ljósi þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur verið fullgildur hér á landi er hér um framfaraskref að ræða. Í 24. grein samningsins er fjallað um menntun. Þar er meðal annars kveðið á um að fólk með fötlun eigi jafnan rétt til náms og ófatlaðir einstaklingar.
Til þess að fylgja samningum eftir á borði en ekki aðeins í orði þá kalla LÍS eftir eftirfarandi aðgerðum:
Að þeir aðilar sem koma að því að þjónusta nemendur með fatlanir eða námsörðuleika stuðli að samvinnu fagaðila til að auðvelda nemandanum að fá þann stuðning sem hann þarfnast. Það gæti falist í að fagmenn hittist reglulega saman með nemandanum og skapaður þannig sameiginlegan vettvang til samráðs.
Að þau úrræði sem standa þessum nemendum til boða séu sýnileg öðrum fagstéttum eins og náms- og starfsráðgjöfum og félagsráðgjöfum.
Að háskólar taki til athugunar þau atriði sem fá rauðan þumal á vefsíðunni, þ.e. bæti við þjónustu sem ætti að vera til staðar en er það ekki. (Svo má endilega láta Réttinda-Ronju vita um framfarir svo hægt sé að uppfæra vefsíðuna!)
Að háskólar tryggi að um raunverulegt aðgengi sé að ræða, ekki aðeins fyrir fólk sem notar hjólastól, sem á að sjálfsögðu alltaf að tryggja, en að sé hugað að þörfum enn fjölbreyttari hóps stúdenta, eins og blindra og sjónskertra, heyrnalausra og heyrnaskertra, fólks á einhverfurófinu og með þroskaskerðingar auk nemenda með námserfiðleika að öðru tagi.
Að stjórnvöld tryggi nægilegt fjármagn og skapi hvata til þess að háskólar veiti nemendum með fötlun þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta stundað nám sitt óháð staðsetningu skóla eða tegund náms
LÍS calls for further reforms for students with special needs at the university level
On 11 November 2020, an introductory meeting and inauguration was held for the new Rettinda-Ronja website, a project run jointly by LÍS and ÖBÍ - The Icelandic Disability Alliance. The purpose of the website is to provide information for students with special needs about their rights in universities in Iceland. The website is currently only in Icelandic but will soon be available in other languages as well.
Broadcasted live on Facebook, the founders and supervisors of the project presented the history, purpose, function and importance of Réttindi-Ronja, and the presentation is still accessible for anyone interested.
LÍS is incredibly proud of the contribution of the individuals involved in the project and we sincerely congratulate them on this success of many years’ of work. The advent of the website is a major step towards increasing opportunities for people with disabilities to pursue the education they choose.
The results of a survey conducted at the beginning of the project show that there are some resources to support this group of students available, but there is a lack of information about those resources. In the work that has now taken place in the development of the website, it has become clear that in many ways Iceland’s universities can do better in services for people with disabilities. It is our hope that the website will be used as a driving force in increasing the services for these students.
In light of the fact that the United Nations Convention on the Rights of Persons with Disabilities has been ratified in Iceland, some progress is being made. Article 24 of the Convention deals with education. Among other things, it stipulates that people with disabilities have the same right to education as non-disabled individuals.
In order to fully comply with the convention, LÍS calls for the following actions to increase support for students with disabilities:
Increase cooperation between the various experts responsible for supporting students with disabilities. This could involve professionals meeting regularly with the student, thus creating a common forum for consultation.
That the resources available to these students are visible to other professions such as study and career counselors and social workers.
That universities take into account the issues that get a red thumbs-down on the website, ie. add services that should be available but are not. (Then please let Réttinda-Ronja know about the progress so we can update the website!)
That universities ensure that there is real access, not only for people who use wheelchairs, which of course should always be ensured, but that the needs of an even more diverse group of students be taken into account, such as the blind and visually impaired, the deaf and hard of hearing, people on autism spectrum and with developmental disabilities as well as students with other learning difficulties.
The government must ensure sufficient funding and create incentives for universities to provide students with disabilities with the services they need to be able to pursue their studies, regardless of the location of the school or type of study.