Frambjóðendur til framkvæmdastjórnar LÍS

Frambjóðandi til forseta

Jóhanna Ásgeirsdóttir

Jóhanna Ásgeirsdóttir

Jóhanna Ásgeirsdóttir er núverandi alþjóðafulltrúi LÍS, en sinnti þar áður hlutverki fulltrúa Listaháskóla Íslands í fulltrúaráði. Hún sat einnig í Nemendaráði LHÍ og í stjórn Meistarafélagsins Jakobs, félag meistaranema við LHÍ. Hún lauk MA í listkennslu frá LHÍ hautið 2019, og þar áður BFA gráðu í myndlist frá New York University. Í starfi sínu sem alþjóðafulltrúi hefur hún séð um samskipti LÍS við stúdentafélög erlendis, kynnt alþjóðastefnu samtakanna innanlands og stýrt verkefninu Student Refugees ásamt jafningjafulltrúa. Fyrir utan félagsstörf vinnur Jóhanna sem myndlistamaður og kennari í ýmsum verkefnum sem tengja umhverfismál og vísindi saman við list.

Frambjóðendur til alþjóðafulltrúa

Derek T. Allen

Derek T. Allen

Derek T. Allen er meistaranemi við Háskóla Íslands. Undanfarin tvö ár hefur hann barið fyrir jafnt aðgengi erlendra nema að námi á ýmsum hætti. Innan HÍ hefur hann verið virkur baráttumaður í því að tryggja réttindi erlendra nema að fjárhagslegri aðstoð og einnig að gögnum í ensku. Sem erlendur nemi hér á landi hefur hann mjög sérstakt sjónarhorn sem innblásir starfseminni hans í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann langar gjarnan að erlendir nemar, hvar sem þeir eru í heimi, þurfi ekki að verða fyrir þær sömu hindranir sem hann og aðrir nemar hafa orðið fyrir. 

Sylvía Lind J. Birkiland

Sylvía Lind Jóhannesdóttir

Sylvía Lind heiti ég og býð mig fram sem alþjóðafulltrúa LÍS fyrir starfsárið 2020-2021.

Undanfarið starfsár hef ég setið í fulltrúaráði LÍS fyrir hönd NLHÍ og hef þannig orðið þess aðnjótandi að fá að kynnast of taka þátt í þeirri mögnuðu starfsemi sem samtökin standa að. Mín persónulega reynsla af réttindabaráttu stúdenta hafði þar til verið heldur sérstök og einkennst mikið af uppbyggingu starfsins innan Listaháskólans. Annað sem kenndi mér eitt mest á mínum námsferli var að stunda skiptinám þar sem ég kynntist nemendum víða úr Evrópu og fékk innsýn inn í persónulega reynslu annarra af námi. Síðastliðinn desember fékk ég svo tækifæri til þess að fylgja núverandi alþjóðafulltrúa á Evrópuþing stúdenta en síðan þá ekki getað tekið hug minn af því spennandi og ótrúlega mikilvæga starfi sem alþjóðafulltrúa sinnir í samvinnu við aðra fulltrúa LÍS og vonast ég til þess að fá tækifæri til að halda því flotta starfi áfram!

Frambjóðandi til markaðsstjóra

Guðbjartur Karl Reynisson

Guðbjartur Karl Reynisson

Guðbjartur heiti ég og býð mig fram í embætti markaðsstjóra. Ég hef verið sitjandi markaðsstjóri LÍS síðan í byrjun október síðastliðinn og langar gjarnan að halda því starfi áfram. Með því myndi ég fá tækifæri til að fylgja eftir þeim verkefnum sem í gangi eru ásamt því að nýta reynsluna við að leysa úr nýjum.

    Ég er:

  • með meistaragráðu í markaðsfræðum frá Háskólanum í Reykjavík og var í starfsnámi hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA. Í mínu námi fékk ég þekkingu og verkfæri sem nýtast vel í starfi markaðsstjóra LÍS.

  • stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Sú menntun hefur nýst mér vel í félagastarfinu.

  • tónlistar- og kvikmyndaspekúlant og hef almennt mikinn áhuga á öllu sem tengist skapandi hugsun.

Frambjóðendur til ritara

Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Ég heiti Kolbrún Lára Kjartansdóttir og er að bjóða mig fram í hlutverk ritara. Ég er 24 ára mastersnemi í leikskólakennarafræðum og áætluð útskrift er júní 2021. Ég hef verið virk í Stúdentaráði Háskóla Íslands síðan 2017 og ásamt setu í stúdentaráði hef ég verið meðlimur í félagslífs- og menningarnefnd SHÍ, fulltrúi stúdenta í stjórn Menntavísindasviðs og í fastanefnd um meistaranám. Ég er mikill talsmaður fyrir réttindum og hagsmunum stúdenta og hef hlotið víðtæka reynslu í gegnum setu í stúdentaráði og nefndum innan háskólans sem og utan. Ég hef séð hvað rödd stúdenta skiptir miklu máli og vil halda áfram í hagsmunabaráttu stúdenta innan LÍS. 

Þuríður Sóley Sigurðardóttir

Þuríður Sóley Sigurðardóttir

Ég heiti Þuríður Sóley Sigurðardóttir og er að sækja um starf ritara fyrir LÍS á næsta ári. Síðastliðið vor lauk ég BA gráðu í ensku með ritlist sem aukagrein og stunda núna MA nám í ritlist við Háskóla Íslands. Síðastliðna mánuði hef ég síðan starfað sem ritari hjá markaðsnefnd LÍS og það væri því gaman að spreyta sig í því starfi við framkvæmdarstjórn LÍS og auka þannig hæfni mína og getu á því sviði. 

Previous
Previous

Opnunarávarp forseta LÍS á landsþingi 2020

Next
Next

Brotin loforð og óskiljanleg viðmið