Upplýsingar til Erasmus+ stúdenta á tímum COVID-19

Evrópusamtök stúdenta (ESU) héldu fyrirspurnafund fyrir aðildarfélög sín síðastliðinn föstudag en Landssamtök íslenskra stúdenta eru á meðal aðildarfélaga og sat varaforseti samtakanna því fundinn. Þar tjáðu ýmis aðildarfélög áhyggjur stúdenta sem eru nú í skiptinámi á Erasmus+ styrk eða eru á leið í slíkt skiptinám vegna COVID-19 heimsfaraldursins sem hefur sett stórt strik í reikninginn fyrir marga núverandi og jafnvel verðandi Erasmus+ stúdenta.

Sérfræðingar sátu fyrir svörum fyrir hönd Erasmus+ og skýrðu helst frá því að brýnt hefði verið fyrir skólastofnunum að vera sveigjanlegar og láta ástandið koma eins lítið niður á stúdentum og hægt væri. Stofnanirnar hefðu farið misvel eftir því enn sem komið er. Fundinn er hægt að sjá hér, en þar er að finna mjög ítarleg svör við ýmsu sem Erasmus+ stúdentar gætu verið að velta fyrir sér:

https://www.youtube.com/watch?v=hVzjjKUOe9c&feature=youtu.be&fbclid=IwAR1bwJaeDB-XzTME1Nhn9eRXWhZzjJhJpKbx5l9decL2inffX6060Tuw6UM

LÍS benda einnig á spurt og svarað á heimasíðu Íslandsskrifstofu Erasmus+. Þar segir til dæmis að nemendur skuli vera í sambandi við heimaskóla sína sem veittu þeim Erasmus+ styrkinn og hafa umsjón með dvöl þeirra úti. 

„Ef þú kemur fyrr heim vegna útbreiðslu veirunnar og aðgerða til að hefta hana mun heimaskólinn þinn ekki biðja þig um að endurgreiða þann hluta styrksins sem þú hefur þegar fengið greiddan út. Ef heimkoma þín kallar á aukin útgjöld frá þér sem útgreiddur styrkur nægir augljóslega ekki fyrir, til dæmis vegna þess að þú þarft að kaupa dýran flugmiða á síðustu stundu eða ferðast gegnum önnur lönd vegna niðurfellingar á flugi, geturðu óskað eftir því við heimaskólann þinn að sá kostnaður sé einnig styrktur af Erasmus+.“

https://www.erasmusplus.is/um/spurt-og-svarad-um-covid-19/spurt-og-svarad-um-covid-19-og-ahrif-hennar-a-erasmus-og-european-solidarity-corps

Við hvetjum stúdenta til þess að hafa samband við Erasmus+ á Íslandi ef einhverjar spurningar kunna að vakna. Sömuleiðis er stúdentum alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá LÍS eða Samtök íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE), sérstaklega ef þeir telja að á þeim hafi verið brotið í þessum efnum. 

Að lokum bendum við á yfirlýsingu samtaka Erasmus stúdenta sem er aðgengileg hér: https://esn.org/news/erasmus-student-network-statement-covid-19-outbreak.

Previous
Previous

Stúdentar hafa rödd í heimsfaraldri // Students have a voice in the pandemic

Next
Next

Stúdentar krefjast rýmri réttar til atvinnuleysisbóta // Students demand an increased right to unemployment benefits