Stúdentar krefjast rýmri réttar til atvinnuleysisbóta // Students demand an increased right to unemployment benefits

—  English below — 

LÍS lýsa sérstaklega ánægju sinni með það að stúdentar séu nú teknir með í reikninginn þegar kemur að minnkuðu starfshlutfalli.

Þó ríkir enn mikil óvissa á meðal stúdenta. Eftir sitja áhyggjur um skert framboð á sumarstörfum og aukið atvinnuleysi. „Atvinnuleysi hefur vaxið í aðdraganda faraldursins svo vinnumarkaðurinn er í viðkvæmri stöðu“, segir í kynningu stjórnvalda á efnahagsaðgerðum sínum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Af þeim aðgerðum að dæma sem stjórnvöld hafa kynnt er augljóst að viðbúið er að atvinnuframboð verði minna en ella vegna faraldursins, og er því eðlilegt að stúdentar sjái fram á að sumarstörf verði af skornum skammti. Ef stúdent verður af atvinnu yfir sumartímann getur hann orðið fyrir verulegum tekjumissi. Þar sem stúdentar eiga almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum og Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum ekki fyrir framfærslu yfir sumartímann standa þeim engar bjargir til boða sem geta mætt þessum tekjumissi.

Breytingar vegna minnkaðs starfshlutfalls ná aðeins til þeirra stúdenta sem eru nú þegar í starfi en lækka í starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná ekki til þeirra sem eru í þann mund að sækja um störf fyrir sumarið eða voru í minna en 45% starfi nú þegar. Til þess að stúdentar geti haldið eðlilegri námsframvindu áfram verður að bregðast við umræddum tekjumissi með því að gefa stúdentum kost á því að sækja um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann. 

LÍS hafa óskað eftir fundi með bæði barna- og félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra til þess að ræða málið nánar og vonandi komast að farsælli lausn fyrir stúdenta á landsvísu.

Sjá ályktun LÍS um rýmri rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta hér fyrir neðan og undir útgefið efni á heimasíðunni:

Ályktun um rýmri rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta.docx_001.png
Ályktun um rýmri rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta.docx_002.png

— 

LÍS expresses its satisfaction with the fact that students are now taken into account when it comes to temporarily entitlement to unemployment benefits due to reduced employment rate.

However, there is still considerable uncertainty among students. Students are worried about reduced supply of summer jobs and increased unemployment. "Unemployment has grown in anticipation of the pandemic so the labor market is in a fragile state," is written in the government´s presentation of its economic response to the pandemic. From the actions taken by the government, it is obvious that the job offer is expected to be less than otherwise due to the pandemic, and it is natural for students to expect that summer jobs will be scarce. If a student becomes unemployed during the summer, he may experience a significant loss of income. As students are generally not entitled to unemployment benefits and the Icelandic Student Loan Fund does not lend to students for support during the summer, there are no bids available to meet this loss of income.

Entitlement to unemployment benefits due to reduced employment rates apply only to those students who are already in work and their employment rate is reduced. The measures do not include those who are currently applying for jobs for the summer or were in less than 45% of jobs already. In order for students to be able to continue their normal learning progress, the loss of income in question must be addressed by giving students the opportunity to apply for unemployment benefits during the summer.

LÍS has requested a meeting with both the Minister of Social Affairs and the Minister of Finance to discuss the matter further and hopefully come up with a successful solution for students nationwide.

Previous
Previous

Upplýsingar til Erasmus+ stúdenta á tímum COVID-19

Next
Next

Stúdentar fá atvinnuleysistryggingar // Students get unemployment benefits