Stúdentar hafa rödd í heimsfaraldri // Students have a voice in the pandemic

— English below —

Um miðbik mars skipaði mennta- og menningarmálaráðherra samráðshóp um skólahald vegna heimsfaraldurs COVID-19. Hópnum var í fyrstu ætlað að fjalla um samræmd viðbrögð helstu hagsmunaaðila ef til samkomubanns kæmi og var svo sannarlega þörf á því. Stuttu eftir fyrsta fund samráðshópsins skall samkomubannið á og var einstaklega verðmætt að lykilaðilar skólasamfélagsins voru nú þegar komnir saman á einum stað. Lögð var áhersla á að reyna eftir bestu getu að halda námi og kennslu áfram við gríðarlega krefjandi aðstæður. Á tímum sem þessum skiptir sköpum að hafa góðan samráðsvettvang milli helstu aðila skólakerfisins svo vel muni fara og á ráðherra hrós skilið fyrir að skapa slíkan samráðsvettvang. Í samráðshópnum situr forseti LÍS, Sigrún Jónsdóttir, og stendur vörð um hagsmuni stúdenta. 

1.png

Samráðshópurinn hefur fundað jafnt og þétt síðustu vikur. Á fundum þess hefur hverju skólastigi gefist tækifæri til þess að varpa ljósi á stöðu mála innan síns stigs og vakið athygli á þeim vandamálum sem eru mest aðkallandi. Háskólastigið hefur verið sammála frá fyrsta fundi um mikilvægi þess að tryggja áframhaldandi kennslu með aðstoð stafrænna kennsluhátta. Það er stúdentum hjartans mál að þær takmarkanir sem fylgja samkomubanninu hafi sem minnst áhrif á námsframvindu þeirra. Á fyrsta fundi samráðshópsins lá það helst á fulltrúa stúdenta að fá staðfestingu á því hvort Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) myndi sýna sveigjanleika á tímum sem þessum og var mikið gleðiefni að fá það staðfest frá ráðherra. LÍN mun taka við annars konar staðfestingu skóla á ástundun nemenda í stað vottorða fyrir loknar einingar. Einnig stendur lánþegum til boða að sækja um auka ferðalán vegna heimsfaraldursins séu þau í námi erlendis og í þokkabót hefur umsóknarfresti til námslána verið lengt frá 15. apríl til 1. maí.

Hvað námsframvindu stúdenta varðar hefur hver og einn háskóli unnið að viðeigandi ráðstöfunum út frá sinni starfsemi og hvetja samtökin stúdenta að fylgjast vel með þeim tilkynningum sem skólarnir senda út á sína stúdenta. Aðildarfélög LÍS eru mörg hver í virku sambandi við stjórnendur síns skóla og vinna svo sannarlega með hagsmuni stúdenta að leiðarljósi.

3.png

Innan samráðshópsins hefur andleg líðan stúdenta komið til tals og nokkur aðildarfélög LÍS sent út kannanir til þess að athuga líðan sinna stúdenta í þeim aðstæðum sem ríkja. Fyrstu niðurstöður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA) og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) eru sláandi og er hægt að lesa nánar um þær hér og hér. Stór hluti þátttakenda upplifir streitu og/eða álag sem hefur áhrif á námsframvindu. Þátttakendur bentu á að óvissan er verst og er því mikilvægt að háskólar viðhaldi góðu upplýsingaflæði og bjóði upp á viðeigandi úrræði fyrir stúdenta. Niðurstöður könnunar Nemendafélags Háskólans á Bifröst eiga eftir að berast.

Stúdentar krefjast geðheilbrigðisúrræða innan hvers háskóla, sér í lagi á þessum fordæmalausu tímum, og hefur LÍS staðið fast á því innan samráðshópsins. 

Innan hópsins hefur einnig verið vakin athygli á kröfu stúdenta um rýmri rétt stúdenta til atvinnuleysisbóta og væntum við frekari fregna vegna þessa.

In mid-March, the Minister of Education and Culture appointed a consultation group on schooling in the COVID-19 pandemic. The group was initially intended to address coordinated strategy of the majority of stakeholders in the event of a ban on gatherings, which was certainly necessary. Shortly after the first meeting of the consultation group, the ban was set, and it was extremely valuable that the key members of the school community had already come together in one place. It was emphasised from the very start that the consulation group should try to keep learning and teaching going in these changing and challenging times. In times like these, it is crucial to have a good forum for consultation between majority stakeholders and the Minister deserves praise for putting together the consultation group in question. The President of LÍS, Sigrún Jónsdóttir, sits in the consultation group and stands guard of students interests.

2.png

The consultation group has been meeting steadily for the past few weeks. At its meetings, each school level has been provided an opportunity to shed a light on the state of affairs within its level and draw attention to the most pressing problems. The university level has been unanimous since the first meeting on the importance of ensuring continued teaching with the help of digital teaching methods. It is extremely important for students that the restrictions associated with the ban have the least impact on their learning progression. At the consultation group´s first meeting, the student representative wanted primarily to get confirmed whether the Icelandic Student Loan Fund (LÍN) would show flexibility and it was therefore very reassuring to hear by the Minister that LÍn would do so. LÍN will now receive another form of confirmation of completed ECTS. Borrowers can also apply for extra travel loans due to the pandemic if they are studying abroad and the grant application deadline for student loans has been extended from 15th of April to 1st of May.

As far as learning progression is concerned, each university has been working on appropriate measures based on its activities and we encourage students to closely monitor the notifications that your school sends to their students. The member unions of LÍS are many in close contact with their school administrators and certainly work with the best interest of students in mind.

4.png

Within the consultation group, the mental well-being of students has come up for discussion and several member unions of LÍS have sent out surveys to check the well-being of their students in the prevailing conditions. The first results of the Student Association of the University of Akureyri (SHA) and the Student Council of the University of Iceland (SHÍ) are striking and you can read more about them here and here. A large part of the participants experience stress and/or strain that affects their learning progression. Participants pointed out that the uncertainty is worst and it is therefore crucial that universities maintain a good flow of information and provide necessary resources for students. The results of the Bifröst University Student Union survey are yet to be received.

Students demand mental health care within each university, especially in these unprecedented times, and LÍS has been firmly committed to this within the consultation group.

Attention has also been drawn within the group to the demand of students for increased rights to unemployment benefits. We expect further news regarding the demand in the close future.

Previous
Previous

Innri stefna LÍS nú aðgengileg // Inner policy of LÍS now accessible

Next
Next

Upplýsingar til Erasmus+ stúdenta á tímum COVID-19