Velferð í brennidepli

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Annar dagur landsþings LÍS var fullur af umræðum og fræðslu um hagsmunamál stúdenta, þá sérstaklega velferðarmál. Sigrún Jónsdóttir, forseti LÍS, hóf dagskrána á því að kynna sjálfbærnistefnu LÍS sem Sigrún hefur unnið að ásamt sjálfbærninefnd og fleiri aðilum. Í stefnunni er að finna kröfur LÍS til æðri menntastofnana, stjórnvalda og fyrirtækja hvað varðar sjálfbærni í umhverfismálum. Eftir nokkrar breytingar af hálfu aðildarfélaganna var stefnan samþykkt einróma og fögnuðu aðildarfélögin því að fá stefnu sem þau gætu nýtt sér til þess að þrýsta á sína skóla í umhverfismálum. 

Eftir hádegismat var fjallað um húsnæðismál en Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hélt erindi þar sem hún fjallaði meðal annars um frumvarp sem nú er í ferli hjá Alþingi sem miðar að bættri réttarstöðu og auknu öryggi leigjenda.

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Í kjölfarið tók Jóhannes Baldur Guðmundsson við keflinu og fjallaði um Félagsstofnun stúdenta Akureyri, FÉSTA. Jóhannes sagði þinggestum helst frá stúdentagörðum sem stofnunin sér um á Akureyri og fjallaði um mikilvægi þess að vera með öruggt húsnæði í háskólanámi. Jóhannes sagði frá þeim áskorunum sem FÉSTA stendur frammi fyrir vegna takmarkaðrar aðsóknar í stúdentagarða á Akureyri og ræddi mögulegar úrlausnir við þingfulltrúa. 

Því næst flutti Fam Karine Heer Aas, fulltrúi velferðar- og jafnréttismála hjá Landssamtökum norskra stúdenta, erindi um velferðarkerfi stúdenta í Noregi. Fam tjáði þinggestum að henni þætti norska kerfið eitt það besta i heimi og líflegar spurningar spunnust upp á meðal þinggesta sem voru áhugasamir um svo sterkt velferðarkerfi.

Erindi Fam var þingfulltrúum svo innblástur í vinnustofum um velferðarmál. Þar var markmiðið að móta stefnu LÍS um velferðarmál og komu þingfulltrúar fjöldanum öllum af áhugaverðum punktum á framfæri í því samhengi. 

Loks voru verk- og fjárhagsáætlanir samtakanna kynntar og samþykktar einróma.

Landsþing LÍS er styrkt af Erasmus+ sem verkefni í flokknum fundir ungs fólks og ráðamanna. Styrkurinn er stúdentum gífurlega mikilvægur enda landsþing æðsta vald LÍS sem tekur stefnumótandi ákvarðanir í hagsmunabaráttu stúdenta.

Vinnustofur um velferðarmálMynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Vinnustofur um velferðarmál

Mynd eftir Egil Bjarna Friðjónsson

Previous
Previous

Lokadagur landsþings

Next
Next

Fyrsti dagur landsþings viðburðaríkur