Frumvarp um Menntasjóð námsmanna orðið að lögum

skjáskot af frumvarpi um MSN

Á fundi Alþingis þann 8. júní síðastliðinn varð nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna að lögum. Samtökin telja að þær breytingar geta falið í sér mikinn hag fyrir stúdenta í þessu frumvarpi til framtíðar. Það er tilefni til þess að fagna beinum styrkjum í formi 30% niðurfellingar á höfuðstól láns við lok náms. Í þessu nýja kerfi fá stúdentar einhvern tíma upp á að hlaupa til að klára nám á réttum tíma og einnig heimild er til þess að veita undanþágur ýmsum grundvelli, en það er vilji stúdenta að nýja kerfið feli í sér nægilegan sveigjanleika til að allir geti stundað nám á sínum forsendum óháð bakgrunni. Stefna samtakanna er nú að vinna áfram að bættum hag námsmanna með hinum nýja menntasjóði. 

Einnig ber að fagna tilkomu styrkja vegna framfærslu barna. Hátt hlutfall, eða um 30%, stúdenta eru foreldrar og mun þessi viðbót jafna tækifæri fjölskyldufólks til náms. Einnig er það kjarabót að útborganir lána geti verið mánaðarlegar og gera þannig stúdenta minna háða yfirdráttum eða vinnu með námi.

Menntasjóður námsmanna felur í sér ákveðinn árangur stúdentahreyfingarinnar, sem hefur í áraraðir gagnrýnt Lánasjóðinn. Það var hlustað á kröfur stúdenta varðandi vaxtaþak, þó það hefði mátt hafa þakið lægra. Það helsta sem þarf að huga að í framhaldinu er að vanda til verks, þar sem lögin tryggja ekki nægilegri framfærslu, sú upphæð er enn alfarið í hönd sjóðsstjórnar að ákvarða. Nú er spurning um gott samstarf og samtal ríkisstjórnar og stúdenta til þess að tryggja sterkan grunn nýs kerfis. LÍS munu tilnefna þrjá fulltrúa í stjórn MSN og munu þeir fulltrúar nýta þann vettvang til þess að koma sjónarhornum stúdenta á framfæri.

Previous
Previous

Auglýsum eftir fjölhæfum, skipulögðum excel snillingi í hlutverk framkvæmdastjóra // Looking for a multitalented, organized excel genius to be our new Executive Director

Next
Next

Skiptafundur LÍS