Mánaðarlegur pistill forsetans - 30. nóvember 2021

Kæru lesendur,

Nóvembermánuðurinn var sá afkastamesti mánuðurinn hingað til. Þetta tímaskeið bauð upp á ýmis tækifæri til að láta í okkur heyra. Að mínu mati nýttum við þessi tækifæri af stakri prýði, og það gleður mig að geta sagt frá þeim.

9. nóvember átti frábær fundur með Gæðaráði íslenskra háskóla sér stað. Þátttaka í Gæðaráði íslenskra háskóla hefur veitt okkur botnlausan viskubrunn þar sem við getum nýtt okkur þekkingu alþjóðlegra sérfræðinga í gæðamálum. Fundur þessi reyndist vera öllum þátttakendum til mikilla bóta.

Daginn eftir fengum við að vera sýnileg á ráðstefnu sem var undir umsjón Ráðgjafarnefndar íslenskra háskóla, séríslensk stofnun sem sérhæfir sig í gæðamálum. Á þessari ráðstefnu sáu stúdentafulltrúar yfir vinnustofu þar sem rætt var helstu málefnin á sviði gæðamála í smærri hópum. Samvinnan í þessum hópum var glæsileg og aðkoma okkar að þessum viðburði var vel metin.

Viku eftir, á 17. nóvember, var fagnað alþjóðlegum degi stúdenta. Á þessum degi var birt pistil eftir mér um valmöguleikana sem standa núna fyrir okkur á tímum COVID. Við tókum þátt í herferðinni #DontCutOurFuture á samfélagsmiðlum og vorum hluti af stærri heild.

Að lokum voru LÍS með aðkomu að áttugasta og fyrsta stjórnarfundi Evrópusamtaka stúdenta (e. European Students’ Union). Á þeim fundi kom margt fyrir. LÍS komu með tillögu með þeim tilgangi að hvetja samtökin til að takast á við fleiri jafnréttismál en þau sem snerta hinsegin og kynjajafnrétti, en tillagan var felld. Okkar ásamt öðrum samtökum komu með yfirlýsingar í kjölfarið til að mótmæla dóminn. Aðrar stórar fréttir frá þessum fundi eru þær að Meginfélag Føroyskra Stúdenta, einnig þekkt sem MFS, urðu fullgildir meðlimir að ESU. MFS eru færeysk samtök sem hafa verið náinn samstarfsaðili í gegnum tíðina. Við erum mjög spennt fyrir þeirra hönd og hlökkum til enn öflugra samstarfs með þeim.

Þegar allt kemur til alls var þessi mánuður eins yndislegur og hann var krefjandi. Stundum getur það tekið á einstakling að sinna svona mikilli vinnu, en mér þykir það svo ánægjulegt að ég finn varla fyrir því. Miðpunktur starfsársins er eiginlega bara byrjunin af miklu fjöri sem að bíður okkar. Ég hlakka eindregið til að sjá hvað berst næst á fjöruna.

Previous
Previous

Yfirlýsing vegna Stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar

Next
Next

Yfirlýsing um áhrif heimsfaraldursins á skólastarf