Frambjóðendur til framkvæmdastjórnar LÍS // Candidates running for the Executive Committe of LÍS

Frambjóðandi til forseta // Candidate for president

DEREK T. ALLEN

Derek CV.jpg

Derek T. Allen er meistaranemi í þýðingafræði innan Háskóla Íslands og núverandi jafnréttisfulltrúi LÍS. Hann er reynslumikill stúdentafulltrúi sem hefur verið á fremstu vígstöðvum þessarar baráttu í yfir þrjú ár. Hann brennur fyrir hagsmunum stúdenta og trúir á getu okkar til að framkvæma jákvæðar breytingar í samfélaginu. Derek stefnir helst á að einblína á fjármál stúdenta þar sem þau varða Menntasjóð Námsmanna og atvinnuréttindi alþjóðlegra stúdenta, en hann er einnig til í að fá allar þínar hugmyndir um fókus næsta starfsárs!

Derek hvetur ykkur til að hafa samband séuð þið með frekari spurningar. Hægt er að senda honum tölvupóst á netfangið derek@studentar.is.

//Derek T. Allen is a master's student in Translation Studies at the University of Iceland as well as being the current Equality Officer for LÍS. He is an experienced student representative who has been at the forefront in the advocacy of students rights for over three years. He is passionate about the interests of students and believes in our ability to make positive changes in society. Derek aims to focus on student finances as they concern the Student Education Fund as well as the employment rights of international students, but he is also open to listen to all your ideas regarding the upcoming year's focus!

Derek encourages you to contact him regarding any further questions. You can send him an e-mail to derek@studentar.is.

Frambjóðendur til varaforseta // Candidates for Vice President

ANNA KRISTÍN JENSDÓTTIR

anna-minni.jpg

Ég heiti Anna Kristín Jensdóttir og er með BA-gráðu í félagsráðgjöf og lærð náms- og starfsráðgjafi. Undanfarin ár hef ég talað fyrir bættum hag stúdenta og fólks með fötlun. Á þessu starfsári sem ég hef verið varaforseti hef ég tekið þátt í mörgum af helstu baráttumálum stúdenta eins og til dæmis um nýstofnaðan Menntasjóð námsmanna, málefnum erlendra stúdenta, málefnum fatlaðra með opnun vefsíðunnar Réttinda-Ronju og afleiðingar stúdenta af heimsfaraldri kórónuveirunnar. Ég tel að menntun mín og reynsla geti gagnast vel áfram. Á næsta starfsári vil ég leggja áherslu á að berjast fyrir betri fjárhag fyrir stúdenta, fjölskyldumálum stúdenta auk þess að læra af þeim fordæmalausu tímum sem við höfum búið við undanfarið ár í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Felst það meðal annars í notkun rafrænna prófa, fjarnáms og fjarfunda. Þá vil ég einnig tala fyrir málefnum erlendra stúdenta eins og til dæmis réttindum til þátttöku á vinnumarkaði og réttindum þeirra til framfærslu og fleira. Áfram LÍS.

//My name is Anna Kristín Jensdóttir and I have a BA degree in social work and trained as a study and career counselor. In recent years, I have advocated for the improved benefits of students and people with disabilities. During my tenure as Vice President, I have been involved in many of the major student struggles, such as the newly established Student Education Fund, the issue of foreign students, the issue of the disabled with the opening of the Réttinda-Ronja website and the consequences of the pandemic virus. I believe that my education and experience can be a useful continuation. In the next year, I want to focus on fighting for better finances for students, student family issues as well as learning from the unprecedented times we have experienced in the past year during the corona virus pandemic. This includes the use of online exams, distance learning and distance meetings. I would also like to speak on behalf of foreign students, such as the right to participate in the labor market and their rights to subsistence and other rights. Áfram LÍS!

KOLBRÚN LÁRA KJARTANSDÓTTIR

KLK.jpg

Ég heiti Kolbrún Lára Kjartansdóttir og er að bjóða mig fram í starf varaforseta LÍS. Ég er 25 ára meistaranemi í leikskólakennarafræðum og áætluð útskrift er í júní 2021. Ég sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands 2018-2020 og hef verið virk í hagsmunabaráttu stúdenta nánast alla háskólagöngu mína. Ég hef síðasta ár starfað sem ritari LÍS, tekið þátt í gæðaúttekt á háskólanámi og verið meðlimur í gæðanefnd LÍS ásamt öðrum verkefnum innan og utan samtakanna. Ég tel að reynsla mín af hagsmunabaráttu stúdenta og þekking á störfum LÍS muni nýtast vel verði ég kjörin í stöðu varaforseta.

//My name is Kolbrún Lára Kjartansdóttir and I am running for the position of Vice President of LÍS. I'm 25 years old and am a master's student in early childhood education. I'll graduate in June 2021. I was a member of the Student Council of the University of Iceland 2018-2020 and have been active in students rights for most of my university years. For the past year, I have worked as the secretary of LÍS, participated in a university study quality review and been a member of the LÍS quality committee along with other projects within and outside the union. I believe that my experience with students' rights and knowledge of LÍS's work will be useful if I am elected to the position of vice president.

Frambjóðandi til markaðsstjóra // Candidate for Marketing Officer

NHUNG HONG THI NGO

Untitled-1.png

Nhung leggur stund á íslensku sem annað mál í Háskóla Íslands. Þar áður lauk hún mastersgráðu í markaðsfræði í Háskóla Reykjavíkur og bachelors gráðu í viðskiptafræði í viðskiptaháskólanum í Víetnam. Nhung hefur öðlast mikla reynslu af því að vinna sem markaðsfræðingur í Víetnömsku markaðsfyrirtæki og þar að auki hefur hún lokið starfsnámi hjá Marel Íslandi. Hún er einnig núverandi markaðsfulltrúi hjá Lís árið 2020-2021.

// Nhung has recently been studying Icelandic as a second language at the University of Iceland, after finishing a master’s degree in Marketing at Reykjavík University and a bachelor degree in Business Administration at the National Economics University of Vietnam. Nhung has acquired ample experience in working as a business developer in a Vietnamese marketing agency as well as a digital marketing intern in Marel Iceland. Besides, she is currently in the position of Marketing Officer in Lís for the operating year 2020 – 2021.

Frambjóðandi til jafnréttisfulltrúa // Candidate for Equal Rights Officer

JONATHAN WOOD

10443008_10202381197827631_3684719570089924415_o (2).jpg

Ég heiti Jonathan Wood og stunda LLM nám í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri. Eftir útskrift stefni ég á doktorsnám við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Sem einstaklingur sem hefur flutt til Íslands (og stundar fullt nám á íslensku), vona ég að ég komi með sjónarmið margra frá mismunandi þjóðum inn í LÍS, sem kunna að vera vanmetin hingað til og hafa staðið frammi fyrir mismunun. Markmið mitt er að vinna fyrir alla félagsmenn LÍS og að réttindi þeirra séu vernduð og virt, hvort sem það með hagsmunagæslu með jöfnum aðgangi að lánum og sanngjörnum vöxtum, aðstoð við að varpa ljósi á og tala fyrir löggjöf fyrir þá sem eiga við langvarandi heilsufarsleg vandamál að stríða eða bara að vera einhver sem getur bent þér í rétta átt til að fá aðstoð. Eftir að hafa verið fulltrúi í jafnréttisnefnd LÍS, vil ég byggja á grunni fráfarandi og framúrskarandi framkvæmdanefndar og halda stefnunni í rétta átt fyrir alla félaga okkar óháð þjóðerni, háskóla, eða innflytjendastöðu.

//My name is Jonathan Wood, and I'm currently an LLM student at the University of Akureyri studying in their Polar Law Program. I also plan to attend the University of Iceland upon graduation, enrolling in their Political Science PhD program. As someone who has immigrated to Iceland (and currently studying Icelandic intensely), I hope to bring the perspectives of many peoples in LÍS that may be underserved and have faced issues of discrimination. My goal is to work for all LÍS members in having their rights protected and served, whether it be lobbying for equal access to loans and fair interest rates, helping highlight and advocate for legislation for those who have chronic health issues, or merely being someone who can point you in the right direction for help. Having been in LÍS the previous year as a member of the Equal Rights Committee, I would like to build on the foundation from last year's excellent Executive Committee and keep the union headed in the right direction for all of our members regardless of nationality, university, or immigration status.

Previous
Previous

Fyrsti dagur Landsþings afkastamikill

Next
Next

LÍS auglýsa eftir doktorsnema í launað verkefni / LÍS seek doctoral student for paid project