Sumarstörf í boði, meðal annars hjá LÍS! // Summer jobs now available, among other places at LÍS!

Nú hafa fjölmörg sumarstörf fyrir stúdenta birst á vef vinnumálastofnunar!

Þar er meðal annars að finna spennandi sumarstarf hjá LÍS! Sótt er um í gegnum vef vinnumálastofnunar en ekki hika við af hafa samband við lis@studentar.is ef spurningar vakna.

Ath. stöðunni hefur verið breytt úr 50% í 100% og umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 23. maí

Framkvæmdastjóri (1).png

Landssamtök íslenskra stúdenta leita að tímabundnum verkefnastjóra til þess að halda utan um ýmis átaksverkefni í sumar og leggja góðan grunn að næsta starfsári samtakanna. Ný stjórn tekur við 25. maí og nýr verkefnastjóri myndi hefja störf 1. júní. Um er að ræða hlutastarf í 100% stöðu og laun eru samkvæmt kjarasamningi skrifstofufólks hjá VR. Aðrir starfsmenn samtakanna eru forseti og varaforseti, einnig í hlutastarfi í sumar. Ráðningartímabilið er frá 1. júní -15. ágúst en möguleiki er á því að endurnýja samninginn um haustið og ganga í hlutverk framkvæmdastjóra LÍS til lok maí 2022.

Hlutverkið felur í sér umsjón með fjármálum, rekstri og undirbúning viðburða og verkefna sem hluti af 8 manna stjórn. Þetta felur m.a. í sér: 

  • Að leita að og sækja um styrki og annars konar tækifæri til fjáröflunar

  • Bókhald og launagreiðslur

  • Skipulagning viðburða varðandi praktísk atriði (staðsetning, veitingar, o.s.frv.)

  • Þátttaka í ýmsum verkefnum samtakanna (hagsmunagæsla, fundarhald, almannatengsl)

Við mælum eindregið með því að skoða lög og verklag samtakanna áður en sótt er um, sérstaklega kafla um starfsfólk samtakanna og framkvæmdastjóra. Þar sem ráðið er í stöðuna en ekki kosið þá þarf verkefnastjóri að gæta hlutleysis og hefur ekki heimild til þess að koma fram opinberlega fyrir hönd samtakanna. Samt sem áður er kostur að þekkja til eða hafa reynslu af vinnu í stúdentabaráttu. Önnur hæfisskilyrði eru eftirfarandi:

  • Góð íslenskukunnátta

  • Góð enskukunnátta

  • Skipulögð vinnubrögð

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi

  • Þekking eða reynsla af bókhaldsvinnu

  • Þekking eða reynsla af fjáröflun og styrktarumsóknum

  • Frumkvæði og skipulagshæfni

//

Summer jobs now available, among other places at LÍS!

Summer jobs for students are now being advertised on the Directorate of Labours’ website!

There you can also find an exciting summer position at LÍS! Apply through the link above, but feel free to send any questions to lis@studentar.is.


The National Union of Icelandic Students is looking for a temporary project manager to manage various initiatives this summer and lay a good foundation for the union’s next year of operation. A new board will take over on 25 May and the new project manager would start work on 1 June. This is a full time position and the salary is according to the wage agreement of VR's office staff. Other employees oare the president and vice president, also part-time this summer. The period is from June 1st -August 15th, but there is a possibility of renewing the contract in the autumn and taking on the role of LÍS's Executive Officer until the end of May 2022.

The role involves overseeing finances, operations and preparation of events and projects as part of an 8-member board. This includes e.g. includes:

  • Looking for and applying for grants and other types of fundraising opportunities

  • Accounting and payroll

  • Chair of the Finance Committee (2-5 volunteers who can be assigned tasks)

  • Organization of events regarding practical issues (location, refreshments, etc.)

  • Participation in various projects of the association (advocacy, meetings, public relations)

We strongly recommend reviewing the association's laws before applying, especially the section on the association's staff. As the position is hired rather than elected, the project manager must maintain neutral and is not authorized to appear publicly on behalf of the union. However, it is an advantage to have experience of working within the student movement. Other eligibility requirements are as follows:

  • Good Icelandic skills

  • Good English skills

  • Organized work practices

  • Education and experience of use in the position

  • Knowledge or experience of accounting work

  • Knowledge or experience of fundraising and grant applications

  • Good organizational skills and initiative

Previous
Previous

Jobs for ALL students: International students anticipating summer opportunities // Störf fyrir ALLA stúdenta: Alþjóðlegir stúdentar bíða eftir sumarstörfum

Next
Next

Yfirlýsing LÍS um aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 // LÍS’ statement on governmental action in response to COVID-19