Yfirlýsing LÍS um aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 // LÍS’ statement on governmental action in response to COVID-19

Yfirlýsing LÍS um aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19:

Aukin framlög til geðheilbrigðismála í háskólum fagnaðarefni, en kalli eftir hærri framfærslulánum aðeins svarað að hluta

Aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 sem tilkynnt voru á föstudaginn fela í sér ýmis atriði sem snúa að stúdentum. Þegar hafði verið tilkynnt um sumarnám, námslán að sumri og sérstök sumarstörf fyrir stúdenta, allar mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til þess að styðja við stúdenta í gegnum faraldurinn.

Í þessari tilkynningu kemur fram að veita eigi fjármagn sérstaklega til háskólanna til að auka stuðning við stúdenta í geðheilbrigðismálum vegna aukinnar eftirspurnar frá því að heimsfaraldurinn hófst. Við fögnum þessu innilega sem og öðrum skrefum sem hafa verið tekin í því að bæta aðgengi ungs fólks almennt að geðheilbrigðisþjónustu. LÍS og stúdentahreyfingarnar hafa lengi bent á slæma geðheilsu stúdenta og skort á úrræðum, en með þessum framförum á fólk betri möguleika á því að njóta sín í námi og byggja stöðugan grunn að sinni framtíð.

Samt sem áður verða LÍS að lýsa yfir vonbrigðum yfir því að stjórnvöld hafi ekki svarað kalli stúdenta eftir hærri framfærslulánum nema að takmörkuðu leiti. Eftir mikinn þrýsting frá stúdentum var niðurstaða ríkisstjórnarinnar sú að stúdentar sem þéna undir frítekjumarkið geta sótt um auka lán sem nemur 6% af framfærslu. Við vonum innilega að þessi aðgerð komi þeim að gagni sem hafa lent í tekjutapi vegna faraldursins, en barátta stúdenta um viðunandi framfærslu snerist ekki um tímabundna aðgerð fyrir afmarkaðan hóp.

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér:


//

LÍS’ statement on governmental action in response to COVID-19:

Increased contributions to mental health services in universities welcomed, but calls for higher subsistence loans only partially answered

The government's action on COVID-19 announced on Friday includes a number of student issues. Summer studies, summer student loans and special student jobs had already been announced, all important and necessary measures to support students through the pandemic.

This newest announcement states that funding will be provided specifically to universities to increase support for students’ mental health due to increased demand since the onset of the pandemic. We sincerely welcome this, as well as other steps that have been taken to improve young people's access to mental health services in general. LÍS and the student movements have long pointed out the poor mental health of students and the lack of resources, and with these improvements people have a better chance of making the most of their studies and building a solid foundation for their future.

However, LÍS has to express its disappointment that the government has not responded to students' calls for higher maintenance loans except to a limited extent. After a lot of pressure from students, the government decided that students earning under the maximum income limit can apply for an extra loan amounting to 6% of the subsistence loan. We sincerely hope that this measure will benefit those who have lost income due to the pandemic, but students' demands for adequate financial support was not about a temporary measure for a limited group.

The statement as a whole can be seen here:



Previous
Previous

Sumarstörf í boði, meðal annars hjá LÍS! // Summer jobs now available, among other places at LÍS!

Next
Next

Norður-Evrópskir stúdentafulltrúar sammælast mikilvægi samstöðu, umhverfisvitund og félagslega ábyrgð