Mánaðarlegur pistill forsetans - 25. ágúst 2021

Þrír mánuðir sem forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta eru nú liðnir hjá. Ótrúlegt er að korteri kjörtímabilsins er lokið, en Skiptafundur 2021 gæti vel hafa gerst í gær í mínum huga. Ágústmánuðurinn þóttist mér afar skrítinn vegna þess að það var mest unnið á bak við tjöldin í þeim tilgangi að undirbúa fyrir komandi skólaárið. Glæsileg verkefni eru á döfinni og mín væri ánægjan að kynna þau fyrir ykkur lesendum.

Upp á síðkastið hefur verið um að ræða pallborðsumræðu á okkar vegum sem mun vera haldin í tengslum við  komandi Alþingiskosningar. Það gleður mig að geta tilkynnt að þessi viðburður verður á 2. september kl. 18-19:30. Frambjóðendur frá 10 flokkum munu svara öllum okkar spurningum um málefni stúdenta í beinu streymi. Við hlökkum svo mikið til að heyra í þessum einstaklingum og stuðla að upplýstri kosningaþátttöku.

Daginn eftir, þann 3. september, mun undirritaður flytja erindi á Fundi fólksins um atvinnumál stúdenta. Fundurinn mun eiga sér stað í Grósku, rétt hjá fjölmennasta menntunarsetri þjóðarinnar Háskóla Íslands. Nánar um þennan fund má lesa hér. Ég get ekki tjáð mig of mikið um þetta hér og nú, en dagskráin hingað til er spennandi og fjölbreytt.

Síðast en ekki síst hefur verið spennandi verkefni að undirbúa fyrir nefndastarf samtakanna. Á hverju ári eru skipaðar nefndir sem starfa á ólíkum sviðum (t.d. í jafnréttismálum, alþjóðamálum, o.s.frv.). Hefur þú áhuga í að vera með okkur í liði er hægt að nálgast fleiri upplýsingar hér og sækja svo um. Þátttaka í nefndum er frábær leið til að kynnast samtökunum og þar með stúdentabaráttunni.

Þetta sumar var afar afkastamikið og skemmtilegt. Haustið boðar einnig mjög vel og ég veit vel að það verða enn skemmtilegri tímar framundan.

——————————————————————

Three months as President of the National Association of Icelandic Students have now passed. It is unbelievable that a quarter of my term has passed, as the 2021 Exchange Meeting could have happened yesterday as far as I’m concerned. August was quite strange to me because most of the work was done behind the scenes in order to prepare for the coming school year. There are great projects on the way and I would be happy to present them to all of you.

Recently, we have discussed the our panel that we will be holding in connection to the upcoming Althingi elections. I am pleased to announce that this event will take place on September 2 at 18-19:30. Candidates from 10 parties will answer all our questions on student affairs on a live stream. We look forward so much to hearing from these individuals and promoting informed voting.

The next day, September 3, yours truly will deliver a speech at Fundur fólksins on students’ employment issues. The meeting will take place in Gróska, right next to the nation's biggest educational center, the University of Iceland. More about this meeting can be read here. I can not comment too much on this here and now, but the program so far is exciting and varied.

Last but not least, it has been exciting to get ready for LÍS’ committees. Every year, committees are appointed that work in different areas (ex: in equality issues, international affairs, etc.). If you are interested in joining the team, you can get more information here and apply. Participation in committees is a great way to get to know the organization as well as the students’ rights battle.

This summer was very productive and fun. I’m excited for the fall as I know that there will be even more fun times ahead.

Bestu kveðjur / Best regards,

Derek undirskrift.png

Derek Terell Allen

Previous
Previous

Fréttir frá LÍS

Next
Next

Vertu með í starfi LÍS!