Fréttir frá LÍS

Undanfarið hefur verið nóg á döfinni hjá LÍS. Þar sem Alþingiskosningar eru að nálgast er það mikilvægt að við nýtum okkar kraft í því að stuðla að upplýstri ákvarðanatöku stúdenta. Stjórnmálafólk gleymir oft að stúdentar mynda málefnaflokk, þannig er það nauðsynlegt að við komum okkar skoðunum vel á framfæri.

Frá vinstri: María Rut Kristinsdóttir, Derek T. Allen, Kristrún Frostadóttir, Lenya Rún Taha Karim, Steinunn Þóra Árnadóttir, Atli Gíslason, Úlfur Atli Stefaníuson, Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, Tómas A. Tómasson, Birgir Ármannsson og Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Frá vinstri: María Rut Kristinsdóttir, Derek T. Allen, Kristrún Frostadóttir, Lenya Rún Taha Karim, Steinunn Þóra Árnadóttir, Atli Gíslason, Úlfur Atli Stefaníuson, Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, Tómas A. Tómasson, Birgir Ármannsson og Kolbrún Lára Kjartansdóttir

Á fimmtudaginn 2. september héldum við pallborðsumræðu í beinu streymi með fjölda frambjóðenda til Alþingis. Þessir frambjóðendur endurspegluðu fjölbreytni landsmanna, enda voru fulltrúar frá langflestum flokkum mættir. Kolbrún Lára Kjartansdóttir, varaforsti LÍS og Úlfur Atli Stefaníuson, ritari LÍS, héltu utan um umræður við frambjóðendur. Spurningar sem umræðustjórar skutu til frambjóðenda voru af ýmsu tagi, en þær vörðuðu allar hagsmunamál stúdenta. Að pallborðinu loknu náði framkvæmdastjórn samtakanna að spjalla við frambjóðendur og fara með þeim í myndatöku. Hægt er að horfa á upptöku af Stúdentaspjallinu með frambjóðendum hér.


Derek, forseti LÍS, á erindi sínu á Fundi fólksins

Derek, forseti LÍS, á erindi sínu á Fundi fólksins

Þann 3. september flutti forseti LÍS, Derek T. Allen erindi á Fundi fólksins. Þó að nafnið sé í eintölu voru fjöldi funda á þessum viðburði. Erindið sem Derek flutti var á fundi að nafni Ungt fólk - framtíðin á vinnumarkaði. Þar sagði Derek frá niðurstöðum EUROSTUDENT VII könnunar sem birtar voru í heild sinni nýlega. Bent var á stöðu íslenskra stúdenta á vinnumarkaðinum og einnig hversu mikið íslenskir stúdentar ofreyna sig með aukavinnu á meðan náminu stendur. Hægt er að horfa á erindi Dereks hér frá um það bil 3:05:40-3:18:26.

Mikilvægi þess að láta röddina sína heyrast má ekki vanmeta, en með því tryggjum við að breytingar eigi sér stað innan samfélagsins. Við vonum að aðkoma okkar á þessum vettvöngum hafi verið öllum stúdentum til hags.

Previous
Previous

LÍS og BHM endurnýja samstarfssamning á milli sín

Next
Next

Mánaðarlegur pistill forsetans - 25. ágúst 2021