Auglýst eftir umsóknum í ráðgjafanefnd til að auka nýliðun kennara // Open for applications for a post in an advisory committee to increase the recruitment of teachers.

Landssamtök Íslenskra stúdenta (LÍS) leitar að aðal- og varafulltrúa í stöðu fulltrúa stúdenta í ráðgjafarnefnd á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara. Skipunartími fulltrúa er til 3. júní 2024.

Hlutverk ráðgjafarnefndarinnar er m.a. að:

– fylgja eftir innleiðingu aðgerða, hafa yfirsýn og veita ráðgjöf eftir þörfum,

– fylgja eftir samkomulagi um launað starfsnám kennaranema á lokaári,

– fylgja eftir verklagsreglum um nýliðunarsjóð,

– bera ábyrgð á árlegu endurmati aðgerða með tilliti til árangurs og úrbóta,

– önnur úrlausnaatriði er varða aðgerðir um nýliðun kennara

Almennar upplýsingar:

Frestur til að sækja um stöðuna er til og með 24.október 2022.

Athuga skal að staðan er ólaunuð en er hinsvegar ómetanleg starfsreynsla.

Umsóknir sendist á lis@studentar.is

Hæfniskröfur:

Kostur er að umsækjandi hafi reynslu af kennaranámi, hagsmunabaráttu stúdenta eða sambærilegu starfi

Góð færni í mannlegum samskiptum og vinnur vel í hóp.

Sveigjanleiki til að tryggja mætingu á fundi.

ENGLISH:

The National Association of Icelandic Students (LÍS) is seeking a candidate for the position of student representative in an advisory committee of the Ministry of Education and Children’s Affairs for the implementation and follow-up of measures to increase teacher recruitment. The term of office for the representative is set for June 3, 2024.

The role of the Advisory Committee includes:

- follow up on the implementation of activities, have an overview, and provide advice as needed,

– follow up an agreement on paid internships for final year teacher students;

– follow up recruitment fund procedures;

– be responsible for the annual review of actions about results and improvements;

– other issues of redress concerning actions on recruitment of teachers

General information:

The deadline for applying for the post is 24 October 2022.

Note that the position is unpaid, however, it is an invaluable work experience.

Applications are sent to lis@studentar.is.

Qualifications:

Ideally, the candidate may have experience in teacher training, student interest campaigns or similar work.

Skilled human interaction and skills working well in a team.

Flexibility to ensure attendance at meetings.


Previous
Previous

Umsögn LÍS vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020 (launatekjur o.fl.)

Next
Next

Haustþing LÍS 2022 og þema Landsþings afhjúpað!