Um hvippinn og hvappinn - Annáll Alþóðafulltrúa LÍS 2022 // Here and there - International representative's annal 2022
LÍS leggur mikið upp úr samvinnu og samstarfi við evrópskar stúdentahreyfingar og sækir því reglulega fundi og ráðstefnur erlendis. Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsdóttir alþjóðafulltrúi LÍS fer fyrir alþjóðanefnd og hefur umsjón með alþjóðaverkefnum LÍS.
Á haustönn 2022 sóttu fulltrúar LÍS eftirfarandi fundi:
Sigga hóf ferðaárið á að ferðast til Portúgals í september vegna árlegrar ráðstefnu evrópskra stúdentafélaga. Þema ráðstefnunnar var: veturinn er að nálgast, hvernig tryggjum við að stúdentar lifi af. Á þessum árlega viðburði koma saman leiðtogar stúdenta víðsvegar að úr Evrópu til að ræða þau brýnu mál sem stúdentar standa frammi fyrir og móta sameiginlega aðgerðaáætlun. Sigga tók þátt í ýmsum vinnufundum, fyrirlestrum og tengslamyndunarviðburðum.
Sigga og Erla voru fulltrúar LÍS árlegan fund um nemendasamstarf Norður-Atlantshafseyja (NAIS) í Kaupmannahöfn í Danmörku. Á ráðstefnunni koma saman nemendur frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku til að ræða málefni sem snerta nemendur á svæðinu. Sigga tók þátt í pallborðsumræðum og málstofum um ýmis málefni, allt frá geðheilbrigðisaðstoð til nemenda til sjálfbærrar þróunar.
Í október var haldinn 82. fundur Landsamtaka stúdenta í Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum (NOM) í Gautaborg í Svíþjóð. Meðal mála á dagskrá var vinnustofa um geðheilbrigðismál stúdenta og vinnuumhverfi stúdenta. Einnig var fjallað um nemendamiðaða kennslu og móttaka flóttafólks í háskóla.
Í nóvember var haldinn 83. stjórnarfundur (BM) Evrópska stúdentssambandsins (ESU) í Prag í Tékklandi. Ásamt Siggu sóttu fundinn Alexandra, forseti LÍS og Sylvía meðlimur alþjóðanefndarinnar. ESU er net landssambands stúdenta frá öllum Evrópulöndum og stjórnarfundurinn er mikilvægt tækifæri fyrir stúdentaleiðtoga til að ræða sameiginlegar áskoranir og aðferðir við að beita sér fyrir réttindum stúdenta. Þær gátu miðlað af reynslu sinni í LÍS og lært af jafnöldrum sínum frá öðrum löndum. Meðal mála á dagskrá voru skóla- og skrásetningargjöld háskóla í evrópu, nemendamiðuð kennsla, kynbundið ofbeldi og húsnæðismál stúdenta.
Í heildina var Sigga ásamt meðlimum í alþjóðanefnd og fulltrúm LÍS afkastamikil á ferðalögum sínum í ár og beitti sér fyrir réttindum stúdenta. Þau gátu dregið lærdóm af öðrum stúdentum og lagt sitt af mörkum til mikilvægra umræðna um margvísleg málefni sem snertu stúdenta.
——English——
LÍS strongly emphasizes cooperation and collaboration with European student movements and regularly attends meetings and conferences abroad. International representative Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsdóttir leads the international committee and oversees LÍS’s international projects.
During the fall semester of 2022, representatives of the LÍS attended the following meetings:
Sigga began the travel year to travel to Portugal in September for the annual European Student Convention. The conference theme was: “Winter is coming, how do we ensure that students survive? . At this annual event, student leaders from around Europe gather to discuss the pressing issues facing students and develop a joint action plan. Sigga participated in various workshops, lectures, and networking events.
Sigga and Erla, a member of the international committee, were representatives of LÍS for the annual North-Atlantic Islands’ Student cooperation (NAIS) meeting in Copenhagen, Denmark. The conference brings together students from Iceland, Greenland, the Faroe Islands, and Denmark to discuss issues that affect local students. Sigga participated in panel discussions and workshops on a range of topics ranging from mental health support to student aid to sustainable development.
In October, the 82nd meeting of the Nordic and Baltic National Student Association (NOM) was held in Gothenburg, Sweden. Issues on the agenda included a workshop on student mental health issues and students’ working environments. Student-centered teaching and reception of refugees at universities were also discussed.
In November, the 83rd European Student Union (ESU) Board meeting (BM) was held in Prague, Czech Republic. Along with Sigga were Alexandra, the president of the LÍS and Sylvía, a member of the International Committee also present. ESU is a network for the National Union of Students from all European countries and the board meeting is an important opportunity for student leaders to discuss common challenges and approaches to applying for student rights. They could share their experiences from LÍS and learn from their peers from other countries. Issues on the agenda included tuition and registration fees for European universities, student-centered education, gender-based violence, and student housing.
Overall, Sigga along with members of the International Committee and representatives of LÍS were prolific in their travels this year, advocating for student rights. They could learn from other students and contribute to important discussions on a wide range of topics that concerned students.