NAIS3 í Danmörku

Í mars síðastliðinn fór þriðji fundur North-Atlantic Islands’ Student cooperation (NAIS) fram eftir tveggja ára pásu. NAIS er samstarfsnet á milli LÍS, MFS - Landssamtaka færeyskra stúdenta, Ili ili - Landssamtaka grænlenskra stúdenta og Avalak - Samtaka grænlenskra stúdenta í Danmörku. NAIS einbeitir sér að sérstökum málefnum og sameiginlegum hagsmunum stúdenta sem fyrrnefnd samtök standa vörð um.

Jónshús, félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn

Fundurinn var skipulagður af LÍS en var haldinn í Kaupmannahöfn þar sem alþjóðafulltrúar LÍS, MFS og Avalak eru búsettir í Danmörku. NAIS fékk afnot af fundarsali í Jónshúsi, en þar bjó Jón forseti og Ingibjörg, eiginkona hans, þegar þau dvöldu í Danaveldi. Rúmum 140 árum seinna er heimili þeirra enn mikilvægt menningarhús Íslendinga í Kaupmannahöfn og ekki annað að segja en að andrúmsloftið þar hafi verið ljúft. Þar sem störf NAIS höfðu legið niðri á meðan heimsfaraldur geisaði, var tími til kominn að halda áfram að ræða og móta sameiginlega framtíðarsýn NAIS. Í lok fundarins voru svo fyrstu lög NAIS með einróma samþykkt. Það var lotningarfullt að taka þátt í hagsmunabarráttu stúdenta og þróa störf NAIS á svona þýðingarmiklum stað Íslendinga. LÍS munu halda áfram að þróa alþjóðleg tengsl sín, sérstaklega við nágrannaþjóða, því það er ljóst að helstu vandamál sem stúdentar standa frammi fyrir eru einungis leyst með sterku alþjóðlegusamstarfsneti.

Fulltrúar NAIS frá MFS, LÍS, og Avalak

LÍS hlakka til næstu skref NAIS!

Previous
Previous

Rafrænt NOM81

Next
Next

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023! / Open for applications for LÍS executive committee 2022-2023!