Auglýst eftir umsóknum í stöðu áheyrnarfulltrúa stúdenta í Gæðaráð íslenskra háskóla // Open for applications for a student observer in the Icelandic Quality Board for Higher Education
Landssamtök Íslenskra stúdenta (LÍS) leita að einstaklingi í stöðu áheyrnarfulltrúa stúdenta í Gæðaráð Íslenskra Háskóla. Gæðaráðið ber ábyrgð á framkvæmd og yfirsýn á rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á íslandi (QEF). Markmið QEF er að efla gæði kennslu og rannsókna í íslenskum háskólum.
Gæðaráð samanstendur af gæðasérfræðingum en LÍS hefur þar tvo fulltrúa, einn stjórnarmeðlim og einn áheyrnarfulltrúa. Hlutverk áheyrnarfulltrúa er að aðstoða erlenda stúdentafulltrúann og tryggja samskipti á milli þeirra og LÍS.
Almennar upplýsingar:
Frestur til að sækja um stöðuna er til og með 31. ágúst 2022.
Athuga skal að staðan er ólaunuð en er hinsvegar ómetanleg starfsreynsla.
Áheyrnarfulltrúinn sinnir hlutverkinu frá upphafi september 2022 til maí 2024 eða í tvö skólaár.
LÍS mun taka viðtöl við umsækjendur og að lokum tilnefna áheyrnarfulltrúa.
Allir fundir Gæðaráðs og skjöl verða á ensku.
Fastir fundir verða haldnir að minnsta kosti fjórum sinnum á ári og stendur hver fundur í um tvo heila daga. Áheyrnarfulltrúinn mætir alla jafna hluta dags annan daginn.
Fundir fara fram á Íslandi en mögulega verða gerðar undantekningar á því.
Áheyrnarfulltrúi og aðalfulltrúi skulu funda með LÍS fyrir og/eða eftir fasta fundi Gæðaráðs.
Ferðalög og fæðikostnaður eru greidd af Gæðaráði.
Umsóknir sendist á lis@studentar.is
Hæfniskröfur:
Umsækjandi þarf að vera innritaður í háskóla eða hafa verið í háskólanámi á síðast liðnum tveimur árum.
Kostur er að umsækjandi hafi reynslu í hagsmunabaráttu stúdenta, gæðamálum eða sambærilegu starfi
Hafa skilning á uppbyggingu háskólakerfisins.
Góð enskukunnátta.
Góð færni í mannlegum samskiptum og vinnur vel í hóp.
Sveigjanleiki til að tryggja mætingu á fundi.
Áhugasamir geta sótt um með því að senda umsókn á lis@studentar.is
Með umsókninni skal fylgja:
Kynningarbréf.
Ferilskrá, þar sem öll reynsla tengd stöðunni er upptalin.