Umsóknir Landssamtök íslenskra stúdenta Umsóknir Landssamtök íslenskra stúdenta

Auglýst eftir umsóknum í stöðu áheyrnarfulltrúa stúdenta í Gæðaráð íslenskra háskóla // Open for applications for a student observer in the Icelandic Quality Board for Higher Education

Landssamtök Íslenskra stúdenta (LÍS) leita að einstaklingi í stöðu áheyrnarfulltrúa stúdenta í Gæðaráð Íslenskra Háskóla. Gæðaráðið ber ábyrgð á framkvæmd og yfirsýn á rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á íslandi (QEF). Markmið QEF er að efla gæði kennslu og rannsókna í íslenskum háskólum.

Gæðaráð samanstendur af gæðasérfræðingum en LÍS hefur þar tvo fulltrúa, einn stjórnarmeðlim og einn áheyrnarfulltrúa. Hlutverk áheyrnarfulltrúa er að aðstoða erlenda stúdentafulltrúann og tryggja samskipti á milli þeirra og LÍS.

Almennar upplýsingar:

  • Frestur til að sækja um stöðuna er til og með 31. ágúst 2022.

  • Athuga skal að staðan er ólaunuð en er hinsvegar ómetanleg starfsreynsla.

  • Áheyrnarfulltrúinn sinnir hlutverkinu frá upphafi september 2022 til maí 2024 eða í tvö skólaár.

  • LÍS mun taka viðtöl við umsækjendur og að lokum tilnefna áheyrnarfulltrúa.

  • Allir fundir Gæðaráðs og skjöl verða á ensku.

  • Fastir fundir verða haldnir að minnsta kosti fjórum sinnum á ári og stendur hver fundur í um tvo heila daga. Áheyrnarfulltrúinn mætir alla jafna hluta dags annan daginn.

  • Fundir fara fram á Íslandi en mögulega verða gerðar undantekningar á því.

  • Áheyrnarfulltrúi og aðalfulltrúi skulu funda með LÍS fyrir og/eða eftir fasta fundi Gæðaráðs.

  • Ferðalög og fæðikostnaður eru greidd af Gæðaráði.

  • Umsóknir sendist á lis@studentar.is

Hæfniskröfur:

  • Umsækjandi þarf að vera innritaður í háskóla eða hafa verið í háskólanámi á síðast liðnum tveimur árum.

  • Kostur er að umsækjandi hafi reynslu í hagsmunabaráttu stúdenta, gæðamálum eða sambærilegu starfi

  • Hafa skilning á uppbyggingu háskólakerfisins.

  • Góð enskukunnátta.

  • Góð færni í mannlegum samskiptum og vinnur vel í hóp.

  • Sveigjanleiki til að tryggja mætingu á fundi.

  • Áhugasamir geta sótt um með því að senda umsókn á lis@studentar.is

  • Með umsókninni skal fylgja:

  • Kynningarbréf.

  • Ferilskrá, þar sem öll reynsla tengd stöðunni er upptalin.

Read More
Umsóknir Landssamtök íslenskra stúdenta Umsóknir Landssamtök íslenskra stúdenta

Auglýst eftir umsóknum í stöðu áheyrnarfulltrúa stúdenta í Gæðaráð íslenskra háskóla // Open for applications for a student observer in the Icelandic Quality Board for Higher Education

Landssamtök Íslenskra stúdenta (LÍS) leita að einstaklingi í stöðu áheyrnarfulltrúa stúdenta í Gæðaráð Íslenskra Háskóla. Gæðaráðið ber ábyrgð á framkvæmd og yfirsýn á rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á íslandi (QEF). Markmið QEF er að efla gæði kennslu og rannsókna í íslenskum háskólum.

Gæðaráð samanstendur af gæðasérfræðingum en LÍS hefur þar tvo fulltrúa, einn stjórnarmeðlim og einn áheyrnarfulltrúa. Hlutverk áheyrnarfulltrúa er að aðstoða erlenda stúdentafulltrúann og tryggja samskipti á milli þeirra og LÍS.

Almennar upplýsingar:

  • Frestur til að sækja um stöðuna er til og með 15. júlí 2022.

  • Athuga skal að staðan er ólaunuð en er hinsvegar ómetanleg starfsreynsla.

  • Áheyrnarfulltrúinn sinnir hlutverkinu frá upphafi ágúst 2022 til mars 2024 eða í tvö ár.

  • LÍS mun taka viðtöl við umsækjendur og að lokum tilnefna áheyrnarfulltrúa.

  • Allir fundir Gæðaráðs og skjöl verða á ensku.

  • Skyldufundir verða haldnir að minnsta kosti fjórum sinnum á ári og stendur hver fundur í um tvo heila daga.

  • Fundir fara fram á Íslandi en mögulega verða gerðar undantekningar á því.

  • Áheyrnarfulltrúi og aðalfulltrúi skulu funda með LÍS fyrir og/eða eftir skyldufundi Gæðaráðs.

  • Umsóknir sendist á lis@studentar.is

Hæfniskröfur:

  • Umsækjandi þarf að vera innritaður í háskóla eða hafa verið í háskólanámi á síðast liðnum tveimur árum.

  • Kostur er að umsækjandi hafi reynslu í hagsmunabaráttu stúdenta, gæðamálum eða sambærilegu starfi

  • Hafa skilning á uppbyggingu háskólakerfisins.

  • Góð enskukunnátta.

  • Góð færni í mannlegum samskiptum og vinnur vel í hóp.

  • Sveigjanleiki til að tryggja mætingu á fundi.

  • Áhugasamir geta sótt um með því að senda umsókn á lis@studentar.is

  • Með umsókninni skal fylgja:

  • Kynningarbréf.

  • Ferilskrá, þar sem öll reynsla tengd stöðunni er upptalin.

Read More
Umsóknir Landssamtök íslenskra stúdenta Umsóknir Landssamtök íslenskra stúdenta

Opið fyrir framboð í framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023! / Open for applications for LÍS executive committee 2022-2023!

// English below

LÍS óska eftir framboði í framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2022-2023. Framboðsfrestur er til og með 21. maí 2022.
Frambjóðendur kynna sig fyrir aðildarfélögum LÍS og í framhaldi af því verður kosið í hlutverk framkvæmdastjórnar á skiptafundi samtakanna sem verður haldinn í lok maí.

Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is

Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um hvert embætti má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við sitjandi embættismenn, en tengiliða upplýsingar má finna hér.

Mikilvægar upplýsingar:

  • Starfsárið hefst í júní 2022 og er til maí 2023.

  • Vinnutungumál LÍS er íslenska.

    • Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku.

  • Kjörgengi hafa…

    • Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS. (getur til dæmis verið í námi erlendis en samt hluti af SÍNE!)

    • Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum.

Það eru sjö embætti í framkvæmdastjórn LÍS

Forseti

  • Forsvarsaðili samtakanna

  • Boðar og stýrir fundum

  • Hefur yfirsýn yfir öll verkefni

  • Leiðir stefnumótun

Varaforseti

  • Tengiliður við aðildarfélög

  • Forseti lagbreytingarnefndar

  • Staðgengill forseta

Ritari

  • Ritar og heldur utan um fundargerðir

  • Sér um birtingu efnis á vefsíðu samtakanna

  • Þýðir skjöl samtakanna í samstarfi við forseta

Markaðsstjóri

  • Forseti markaðsnefndar

  • Sér um samfélagsmiðla, kynningarefni og hlaðvarp

  • Skipuleggur auglýsingaherferðir um málefni stúdenta

  • Vinnur í sýnileika samtakanna

Jafnréttisfulltrúi

  • Forseti jafnréttisnefndar

  • Berst fyrir auknu aðgengi að námi og bættri stöðu stúdenta

  • Verkefnastjóri Student Refugees Iceland

Gæðastjóri

  • Forseti gæðanefndar

  • Situr í ráðgjafarnefnd gæðaráðs

  • Stuðlar að þekkingu og áhuga stúdenta á gæðamálum

// English

Dear students,

LÍS is opening the call for candidates for next year’s Executive Committee. The application deadline is 21st of May, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is

Candidates will be invitied to introduce themselves to the Board of Representatives. Elections will take place at the Hand-over meeting at the end of May.

Important information:

  • The next operating year will begin in June 2022 and last until May 2023.

  • LÍS' working language is Icelandic.

    • Our published information is in Icelandic and English but meeting documents are generally in Icelandic.

  • Eligability to run…

    • Any university student in Iceland and/or member of an Icelandic student union (e.g. member of SÍNE, the union if Icelandic students abroad).

    • Candidates may have finished studying, as long as they have been a student within the last two years.

    There are seven officers on the executive committee:

President

  • Official union representative

  • Convenes and chairs meetings

  • Oversees all activities

  • Leads policy work

Vice-President

  • Liaison with member unions

  • Chairs legislative committee

  • Stand in for president

Secretary

  • Writes and keeps track of meeting documents and notes

  • Oversees websites and publications

  • Incidental tasks and support

Marketing officer

  • Chairs marketing committee

  • Oversees social media, promotional material and podcast

  • Plans marketing campaigns on student issues

  • Maintains the unions' public visibility

Equal Rights Officer

  • Chairs the equal rights committee

  • Advocates for equal access to education and students' welfare

  • Project manager of Student Refugees Iceland

Quality Officer

  • Chairs the quality committee

  • Sits on the Quality Council

  • Supports knowledge of and interest in quality matters among students

Read More
Umsóknir Landssamtök íslenskra stúdenta Umsóknir Landssamtök íslenskra stúdenta

Óskað eftir stúdentafulltrúa í úttektarteymi á stofnanaúttekt við Háskólann á Akureyri / Seeking student representative for a review of the University of Akureyri

LÍS hefur borist beiðni um að tilnefna stúdentafulltrúa í úttekt á Háskólanum á Akureyri sem fer fram 22-26. nóvember 2021. 

uttekt_HA_2021

Í handbók gæðaráðs kemur fram að LÍS skuli tilnefna stúdenta frá aðildarfélögum sínum og einnig að tilnefndur fulltrúi geti ekki verið úr sömu stofnun og verið er að taka út (Háskólinn á Akureyri). 

  • Fulltrúinn má ekki hafa náin tengsl við stofnunina í gegnum fjölskyldutengsl - að náinn fjölskyldumeðlimur stundi nám við stofnunina eða starfi við hana. 

  • Ekki má vera meira en eitt ár frá útskrift stúdentafulltrúa

  • Stúdent skal hafa reynslu af íslensku háskólakerfi og hafa verið stúdent við íslenskan háskóla

  • Úttektarteymið skrifar undir yfirlýsingu til staðfestingar á því að engir hagsmunaárekstrar séu til staðar

  • Þessi talning er ekki tæmandi og lokaákvörðun um gjaldgengi umsóknar er tekin af gæðaráði íslenskra háskóla

Fulltrúinn þarf að vera laus allan daginn, þá daga sem úttektin fer fram. Um er að ræða launaða stöðu en stúdentafulltrúinn fær greitt sömu þóknun og aðrir meðlimir úttektarteymisins. Ekki er hægt að gefa upp að svo stöddu hvort úttektin fari fram staðbundið eða með rafrænum hætti. Stúdentafulltrúinn skal vera vel talandi og skrifandi á ensku. 

Óskað er eftir umsóknum í síðasta lagi föstudaginn 20. ágúst með ferilskrá og kynningarbréfi viðkomandi aðila. Umsóknir skulu berast á lis@studentar.is

Endilega hafið samband við Björgvin, gæðastjóra LÍS (bjorgvin@studentar.is) ef einhverjar spurningar vakna. 

-ENGLISH-

Seeking student representative for a review of the University of Akureyri

LÍS has received a request to nominate a student representative for a quality review of the University of Akureyri, which will take place 22-26. November 2021

review_HA_2021

The Quality Board handbook states that LÍS shall nominate students from its member associations and also that a nominated representative may not be from the same institution as is being reviewed (University of Akureyri).

  • The student representative must not have a close connection with the institution through family ties - that a close family member studies or works with the institution.

  • The student representative may not have graduated more than one year earlier 

  • The student representative must have experience of the Icelandic university system and have been a student at an Icelandic university

  • The review team signs a statement confirming that there is no conflict of interest

  • This list of requirements is not exhaustive and the final decision on eligibility is made by the Quality Board.

The representative must be available all day, on the days of the audit. This is a paid position and the student representative is paid the same fee as other members of the review team. It is not possible to say at this time whether the review is carried out locally or electronically. The student representative must be fluent in spoken and written English.

Applications should be sent no later than friday, August 20th, with a CV and cover letter from the applicant. Applications should be sent to lis@studentar.is

Please contact Björgvin Ægir, LÍS quality manager (bjorgvin@studentar.is) if you have any questions.

Read More