Fulltrúaráðsfundur 24. janúar
Þriðjudaginn 24. janúar kl 17:00 verður haldinn fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Haskólanum í Reykjavík í stofu V 102. Er það nýjung í starfsemi LÍS að halda fulltrúaráðsfundi í skólum aðildarfélaganna en er það gert til þess að styrkja sambönd þeirra félaga sem mynda LÍS.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar (17:00-17:05)
Kynng frá Tór Marni Wihe á European Students Union (ESU). Tór er fulltrúi í framkvæmdastjórn ESU og fyrrverandi formaður MFS, systursamtaka LÍS í Færeyjum (17:05 - 17:20).
Fréttir frá aðildarfélögum (17:20-17:35)
Tilnefning LÍS í ráðgjafarnefnd á vegum Mennta- og barnamálaráðuneytis vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara. (17:35-17:40)
Herferð LÍS (17:35-17:55)
Fjármálaáætlun (17:55-18:15)
Landsþing LÍS (18:15-18:25)
Stytting framhaldsskóla (18:25-18:45)
Önnur mál (18:45-19:00).