Kynningarfundur á kröfum stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta buðu til kynningarfundur á kröfum stúdenta vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna. Kröfur LÍS voru unnar í þéttu og góðu samráði og samvinnu aðildarfélaga LÍS en starfshópur LÍS um menntasjóðsmál héldu utan um vinnuna.

Alexandra Ýr van Erven (forseti LÍS), Jóna Þórey Pétursdóttir (lánasjóðsfulltrúi SÍNE) og María Sól Antonsdóttir (lánasjóðsfulltrúi SHÍ) kynnty kröfur stúdenta og svöruðu spurningum að því loknu. Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 2. Febrúar á Litla Torgi í Háskóla Íslands.

Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 skal fara fram endurskoðun á lögunum innan þriggja ára frá því þau komu til framkvæmda og niðurstöður endurskoðunarinnar kynntar eigi síðar en á haustþingi 2023. Í ljósi þess að ekki er kveðið á um reglulega endurskoðun þessara laga er ljóst að endurskoðun þessi veitir gríðarlega mikilvægt tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi námslána hér á landi.

Í bráðabirgðaákvæði þessu er ekki kveðið nánar á um hvernig endurskoðunin skuli fara fram. Er það vilji stúdenta að þetta tækifæri verði nýtt til hins ítrasta og að kerfið í heild sinni verði tekið til ítarlegrar skoðunar og í kjölfarið verði lagt fram nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna á haustþingi 2023.

Hlutverk Menntasjóðs námsmanna er að vera félagslegur jöfnunarsjóður sem veitir stúdentum tækifæri til náms, óháð efnahagi eða stöðu að öðru leiti. Þörf er á mikilli vinnu og talsverðum breytingum á lögum sjóðsins til þess að þetta hlutverk sé uppfyllt.

Háskólanemar og önnur áhugasöm um námslánakerfið mættu á fundinn.

Previous
Previous

Málstofa á vegum Student Refugees Iceland og Spretts á jafnréttisdögum HÍ 2023

Next
Next

Fulltrúaráðsfundur 24. janúar