LÍS auglýsa eftir doktorsnema í ráðgjafarnefnd um mat á rannsóknum (REAC) // LÍS are seeking a doctoral student representative for For The Research Evaluation Advisory Committee (REAC)

// ENGLISH BELOW //

Framlengdur frestur.

Landssamtök íslenskra stúdenta ásamt Gæðaráði íslenskra háskóla auglýsa eftir doktorsnema við íslenskan háskóla til að sitja í ráðgjafarnefnd um mat á rannsóknum (REAC).

REAC er ráðgefandi nefnd fyrir Gæðaráð íslenskra háskóla en í henni sitja fulltrúar frá hverjum íslenskum háskóla ásamt fulltrúa Gæðaráðs, formanni vísindanefndar vísinda- og tækniráðs, doktorsnema og nýdoktor.

Fundir REAC eru yfirleitt degi eftir að Gæðaráð fundar og er fundað ársfjórðunglega.

Helstu skyldur REAC eru að styðja við mat á stjórnun rannsókna, þróun rannsóknarupplýsinga og þróun rannsóknarmats innan Rammaáætlunar um eflingu gæða á sviði æðri menntunar (QEF) á sama tíma og tryggja áframhaldandi áherslu á að efla jákvæða námsupplifun stúdenta.

Nánari upplýsingar um REAC er að finna á heimasíðu Gæðaráðsins.

Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar og þið getið sótt um með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á kolbrun@studentar.is

The National Union of Icelandic Students together with the Quality Board for Icelandic Higher Education are advertising for a PhD student at an Icelandic University to sit on the Research Evaluation Advisory Committee (REAC).

The Research Evaluation Advisory Committee (REAC) is an advisory committee to the Quality Board.

REAC is chaired by a Board member, and each university is represented by one member. Also included in REAC’s membership are the Chair of the Science Committee of the Icelandic Science and Technology Policy Council, a representative of the Quality Council, a doctoral student and a postdoctoral researcher.

The Board Chair and Secretariat may also attend meetings of REAC as observers.

Activities of REAC: REAC meetings are normally scheduled the day after a Quality Board meeting.

The main responsibilities of REAC are to support the evaluation of research management, the development of research information and the development of research assessment within the QEF while ensuring continued focus on enhancing students’ learning experience. More information on REAC is available on the Quality Board’s website.

Application deadline is until the 30th of january. You can apply by sending your CV and Cover letter to kolbrun@studentar.is

Previous
Previous

Kröfur Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna

Next
Next

Umsóknarkaffi á vorönn // Application Cafe spring semester