Mennt var máttur
Sýningin Mennt var máttur opnaði fyrir boðgestum í Safnahúsinu í gær. Sýningin er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hlutverk og stöðu Menntasjóðs námsmanna og framtíð menntunar á Íslandi.
Sýningin verður í kjölfarið opin almenningi í Smáralind dagana 6.-8. október. Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Bandalag háskólamanna (BHM) standa fyrir sýningunni en henni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hlutverk og stöðu Menntasjóðs námsmanna, sem er að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu, og framtíð menntunar á Íslandi.
Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á slæma stöðu námslánakerfisins á Íslandi og dregur upp mynd af því hvert Ísland stefnir ef áfram verður haldið á braut undirfjármögnunar Menntasjóðs námsmanna. Ef fram fer sem horfir geta ákveðnar greinar í háskólum verið í útrýmingarhættu og á sýningunni má segja að stigið sé inn í
þá framtíð. Samkvæmt tölum frá Menntasjóði námsmanna hefur orðið umtalsverð fækkun á þeim sem sækja um námslán á Íslandi, auk þess hafa töluvert færri ungmenni á Íslandi aflað sér háskólamenntunar samanborið við nágrannalöndin. Árin 2009 voru tæplega 12.400 háskólanemar á námslánum en 10 árum síðar voru þeir aðeins um 5.000 talsins. Ísland er einnig í efstu þrepum á evrópskum skala þegar kemur að fjölda námsmanna sem telja sig þurfa að vinna á meðan þeir stunda nám sitt. Auk þess eru 14% námsmanna sem kljást við fæðuóöryggi og 3% námsmanna hafa þurft að neita sér um mat vegna skorts á peningum.
Það var margt um manninn á sýningaropnuninni en hér að neðan má sjá nokkrar myndir.