Fulltrúaráðsfundur 2. okt

Mánudaginn 2. október kl 17:00 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.

Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.

Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn á 4. hæði í Borgartúni 6 (sal BHM). Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

2. Menntasjóður námsmanna, kynning og umræður.

3. Reiknilíkan háskólanna, kynning og umræður.

4. Ívilnanir námslána fyrir nema ákveðinna námsgreina.

5. Samráðsfundir ráðherra 

6. Önnur mál

Previous
Previous

Mennt var máttur

Next
Next

Fréttabréf LÍS 2023 tbl. 2