Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa sumarstarf fyrir háskólanema // Summer job for a student at LÍS
Um er að ræða stöðu til þriggja mánaða með starfsaðstöðu á skrifstofu Landssamtakanna og möguleika á fjarvinnu. Starfið felst í að framkvæma rannsókn á högum foreldra í námi og verður unnið undir handleiðslu tveggja leiðbeinenda við Háskóla Íslands. Leitað er að háskólanema sem býr yfir þekkingu á tölfræði og framkvæmd rannsókna. Starfið hentar einkar vel fyrir nemendur í stjórnmálafræði, félagsfræði, sálfræði eða öðrum greinum þar sem lögð er stund á tölfræðirannsóknir.
Um verkefnið:
Verkefninu er ætlað að dýpka þekkingu og skilning á stöðu foreldra í háskólanámi. Niðurstöður evrópsku rannsóknarinnar, Eurostudent, benda til þess að um þriðjungur háskólanema á Íslandi eigi eitt eða fleiri börn, sem er mun hærra hlutfall en annars staðar í Evrópu. Brýnt er að afla upplýsinga um hvort stúdentar með börn búi við aðrar aðstæður til náms en stúdentar án barna, þar sem aukin þekking á stöðu mismunandi hópa stúdenta er forsenda vinnu við að tryggja jafnrétti til náms. Í verkefninu verða aðstæður stúdenta rannsakaðar með því að leggja spurningalista fyrir nemendur í öllum háskólum landsins. Ætlunin er að bera saman stúdenta með börn og stúdenta án barna, stúdenta utan af landi og stúdenta frá höfuðborgarsvæðinu og námsframvindu stúdenta með og án barna, svo fátt eitt sé nefnt.
Niðurstöðurnar munu nýast við gerð stefnu stúdenta í fjölskyldumálum, en þau eru þema starfsársins 2022-2023. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og mun því vera mikilvæg viðbót við þekkingu á stöðu barnafjölskyldna og stúdenta á Íslandi. Töluvert hefur verið ritað um stuðning norrænna velferðarkerfa við barnafjölskyldur en nær ekkert hefur verið birt um hvers kyns stuðningur stendur foreldrum í námi til boða og hvernig þeim gengur að samþætta nám og foreldrahlutverkið.
Helstu verkefni:
Samning spurningalista
Samskipti við aðildarfélög samtakanna
Samantekt og úrvinnsla gagna
Gerð skýrslu og kynning á helstu niðurstöðum á málþingi
Hæfniskröfur:
Haldgóð þekking á tölfræði
Reynsla af tölfræðivinnslu
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Góð samskiptahæfni
Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi
Góð þekking á bæði íslensku og ensku
Laun eru í samræmi við úthlutun frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Umsóknir berast á netfangið lis@studentar.is með kynningarbréfi auki ferilskrár. Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Frekari upplýsingar veitir Emilía Björt Írisardóttir Bachmann, framkvæmdastjóri LÍS, emilia@studentar.is eða í síma 771-3088.