Umræðuvettvangur stúdenta um gæðamál í íslenskum háskólum

Umræðuvettvangur stúdenta um gæðamál í íslenskum háskólum

Þann 16. maí verður haldinn umræðuvettvangur stúdenta um gæðamál. Markmið vettvangsins er að skapa samtal milli stúdentafulltrúa um hvernig Gæðaráð íslenskra háskóla getur eflt samstarf við stúdenta í gæðaúttektum háskólanna. Á viðburðinum verða tveir fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. 

Staður og stund

Umræðuvettvangurinn mun fara fram í Háskólanum í Reykjavík þann 16. Maí kl. 10:15 - 12:00. LÍS hefur umsjón með fundinum en er hann óformlegur hluti af árlegri ráðstefnu Gæðaráðs íslenskra háskóla sem verður haldinn sama dag í HR. 

Stúdentafulltrúarnir fá greiddan ferðakostnað og boðið verður upp á hádegismat. Að fundinum loknum sitja fulltrúarnir árlega ráðstefnu Gæðaráðs frá kl. 13:00 til 16:00. Ráðstefnan sjálf er opin öllum stúdentum en einungis fulltrúarnir á umræðuvettvangnum fá greiddan ferðakostnað. Skráningarskjal á ráðstefnuna má finna hér.

Umræðuefni

Á fundinum verður snert á umræðuefnum um hvernig má efla samtal og samstarf á milli stúdenta og háskóla þegar kemur að gæðastarfi háskólanna. Á fundinum verður rætt um reynslu stúdenta og leitað að leiðum til að efla þátttöku stúdenta í ferli gæðaúttekta ásamt því að styrkja stöðu stúdenta sem taka þátt í gæðastarfi sinna háskóla. 


Previous
Previous

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa sumarstarf fyrir háskólanema // Summer job for a student at LÍS

Next
Next

Ályktun um framtíði háskólastigsins