Málstofa á vegum Student Refugees Iceland og Spretts á jafnréttisdögum HÍ 2023

Verkefnin Student Refugees Iceland og Sprettur héldu saman málstofu á jafnréttisdögum HÍ. Málstofan bar nafnið Computer Says No: Experiences and Narratives of University Students with a Foreign Background og fjallaði um reynslu og upplifun erlendra nema af námi á Íslandi. Umræðuefnin voru þær áskoranir sem viðmælendur hafa upplifað á skólagöngu sinni. Eins voru ræddar lausnir varðandi inngildandi kennsluhætti og viðmót bæði kennara og samnemenda. Lykilhugtök sem lögð voru til grundvallar á þessum viðburði varða inngildingu, menningarnæmi og öráreiti sem nemendur með erlendan bakgrunn upplifa í námi sínu. 

Málstofan hófst á kynningu á bæði SRI og Sprett. SRI er verkefni sem leitt er af Sigríði Helgu Kárdal Ásgeirsdóttur, alþjóðafulltrúa LÍS og sér SRI um að aðstoða flóttafólk að sækja nám hér á landi. Sprettur er verkefni á vegum HÍ sem styður og undirbýr nemendur með innflytjendabakgrunn til háskólanáms. Markmið Spretts er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar. Sabrina frá Sprett kynnti verkefnið og samstarf milli Spretts og SRI. Á málstofunni var rætt við Marcello Milanezi (hann), Juan José Colorado Valencia (hann) og  Karolina Monika Figlarska (hún) ræddu þau reynslu sína og upplifun af námi á Íslandi. 

Málstofan var haldin á Litla torgi í HÍ og var einnig streymt á facebook. Þátttaka og mæting var góð og þakkar SRI kærlega fyrir sig.


Previous
Previous

10 ára afmælisár LÍS!

Next
Next

Kynningarfundur á kröfum stúdenta