Fulltrúaráðsfundur 27. júní
Þriðjudaginn 27. júní kl 17:00 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn á 4. hæði í Borgartúni 6 (sal BHM). Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.
Dagksrá fundarins er eftirfarandi:
Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar
Kjör í framkvæmdastjórn
Fjárhagsáætlun
Skipan fulltrúa í stjórn Menntasjóðs námsmanna
Erindi til Félags- og vinnumarkaðráðherra
Reiknilíkan háskólanna
Önnur mál