Nýr sumarstarfsmaður á skrifstofu Landssamtaka íslenskra stúdenta// New summer employee at the office of the National Association of Icelandic Students

Katrín Björk Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem nýr sumarstarfsmaður á skrifstofu Landssamtaka íslenskra stúdenta. Þar mun hún vinna í framkvæmd rannsókn á högum foreldra í námi.

Katrín Björk er 26 ára gömul og er að ljúka við BA nám í félagsráðgjöf. Hún býr yfir mikilli reynslu úr félagsstörfum og starfaði síðastliðið skólaár sem hagsmunafulltrúi SHÍ.

Katrín Björk hefur fjölbreytta reynslu úr félagsstörfum m.a. sem forseti Röskvu, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Einnig sat hún í stjórn Faró nemendafélags félgsráðgjafarnema við Háskóla Íslands sem og vera núverandi fulltrúi stúdenta í Háskólaráði Háskóla Íslands.

Katrín Björk hefur mikinn áhuga á og metnað fyrir hagsmunabaráttu stúdenta. Í gegnum hennar félagsstörf hefur hún öðlast mikla reynslu í hagsmunagæslu og hefur fengið mikla innsýn í þær hindranir sem stúdentar standa fyrir. Bæði menntun hennar og fyrri störf munu nýtast vel í starfi hennar í framkvæmd á rannsókninni. Nám hennar í félagsráðgjöf hefur kennt henni mikla aðferðafræði sem mun nýtast henni vel í rannsóknarvinnu. Katrín er réttsýn, einlæg og býr yfir miklum drifkrafti og frumkvæði. Allt eru þetta kostir sem eru ómetanlegir í komandi starfi. Fulltrúaráð LÍS ákvað því að ráða hana sem sumarstarfsmann samtakanna og hlökkum við til samstarfsins framundan.

-English-

Katrín Björk Kristjánsdóttir has been hired as a new summer employee at the office of the National Association of Icelandic Students. There, she will work on the implementation of a study on parents' well-being in higher education.

Katrín Björk is 26 years old and is finishing her BA program in social work. She has a lot of experience in civil engagement and worked last school year as an interest representative of SHÍ.

Katrín Björk has diverse experience from civil engagement, e.g. as the president of Röskva, the organisation of socially minded students at the University of Iceland. She also sat on the board of the Faró student association for social work students at the University of Iceland, as well as being the current student representative in the University Council of the University of Iceland.

Katrín Björk is very interested in and ambitious for student advocacy. Through her civil engaement work, she has gained a lot of experience in lobbying and has gained a lot of insight into the obstacles that students face. Both her education and previous work will be useful in her work in the implementation of the research. Her studies in social work have taught her a lot of methodology that will be useful to her in research work. Katrín is honest, sincere and has a lot of drive and initiative. All these are advantages that are invaluable in future work. The LÍS board of representatives, therefore, decided to hire her as the organization's summer employee, and we look forward to the collaboration ahead.

Previous
Previous

Fulltrúaráðsfundur 27. júní

Next
Next

Skiptafundur LÍS