Vilt þú sitja í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna?

Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja sem fulltrúi í stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna. 

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur rennur út þann 9. júlí.

Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar: 

  • Ferilskrá.

  • Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar 

Hæfniskröfur eru eftirfarandi:

a) Að umsækjandi sé í háskólanámi eða að ekki sé meira en ár liðið frá því að umsækjandi var háskólanemi.
b) Að umsækjandi hafi reynslu af nýsköpun, praktíska reynslu eða akademíska.

Æskilegt er að umsækjandi:

c) Hafi reynsla af starfi innan stúdentahreyfinga háskólanna.

d) Reynslu af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

e) Hafi reynslu og ánægju af því að vinna í hóp.
f) Sýni mikinn áhuga á starfi stjórnar og að það endurspeglist í kynningarbréfi.


Skipunartími núverandi stjórnar rann út þann 31. mars og er hún skipuð til þriggja ára. LÍS munu tilnefna tvo einstaklinga, hvorn af sínu kyni. Ráðherra háskólamála skipar í stjórnina og velur úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust. Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Rannís. Nánari upplýsingar veitir Alexandra Ýr van Erven, forseti LÍS á alexandra@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.



Previous
Previous

Umsögn LÍS vegna tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025

Next
Next

ESU gagnrýnir Menntasjóð námsmanna