Umsögn LÍS vegna tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025
Landssamtökum íslenskra stúdenta hefur borist til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025. LÍS fagnar áherslu stjórnvalda á mikilvægi hugvits og þekkingaröflunar fyrir framtíðarþróun íslensks samfélags og vinnumarkaðs. Til margra ára hafa stúdentar bent á að fjármunum varið í menntun er fjárfesting sem borgar sig margfalt til baka til samfélagsins og má túlka þessar tillögur sem svo að stjórnvöld taki undir þann málflutning. Margt er jákvætt í tillögunni, en hér að neðan verður komið inn á þær helstu athugasemdir sem samtökin hafa við tillöguna.
Umsögnina má finna hér.