Landsþing LÍS 2024

Nú líður brátt að Landsþingi LÍS 2024. Þingið verður haldið í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyrir 7. - 10. mars og munu þær mæta stúdentar frá öllum aðildarfélögum LÍS. Auk þingfulltrúa mæta framkvæmdastjórn og nefndarmeðlimir LÍS, frambjóðendur og aðrir gestir. Skráðir fulltrúar fá nánari upplýsingar um dagskrá og ferðatilhögun í tölvupósti.

Þema þingsins er: Tilgangur háskólamenntunar

Nú stendur yfir mikilvægur tím í málefnum háskóla. Breytingar á fjárveitingarlíkani háskólanna, sameiningaviðræður stakra skóla, endurskoðun á Menntasjóði námsmanna, uppstokkun á því ráðuneyti sem heldur utan um málefni háskólamenntunar og breytingar á lögum um háskóla hefur átt sér stað síðastliðin tvö ár. 

Það er því tilefni fyrir stúdenta að setjast niður og ræða saman um tilgang og hlutverk háskólamenntunar. Við ætlum að leitast við að svara mikilvægum spurningum um t.d. samband háskólamenntunar og vinnumarkaðar. Ætti að skipuleggja málefni háskóla út frá forsendum stúdenta, háskólastofnana eða vinnumarkaðar? Eða jafnvel alls þriggja. Af hverju menntar fólk sig og af hverju ætti það að mennta sig? Hver er persónulegur og samfélagslegur ágóði af háskólamenntun? Auk þess verður umræða um aukið ákall um símenntun og endurmenntun og hvernig og hvort slíkt ákall hefur áhrif á tilgang háskólamenntunar.

Fyrirlesarar verða kynntir á næstu dögum.

Á þinginu verður einnig kosið í framkvæmdastjórn komandi starfsárs og því er til margs að hlakka

Previous
Previous

Stúdentar ræða tilgang háskólamenntunar

Next
Next

Umsögn LÍS um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna