Fulltrúaráðsfundur 9. apríl
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00-19:30 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Háskóla Íslands í stofu HT - 101, neðri hæð Háskólatorgs. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.
Dagskrá fundarins er hér að neðan. Athygli er vakin á því að fundurinn hefst á kynningu frá Katrínu Björk Kristjánsdóttur en hún vann að rannsókn um stöðu foreldra í námi sl. sumar og mun fara yfir helstu niðurstöður sínar.