Skiptafundur LÍS

Fimmtudaginn 23. maí frá kl. 17:00-19:00 verður haldinn skiptafundur LÍS.

Á fundinn mæta fulltrúaráð og framkvæmdastjórn nýliðins starfsárs auk þeirra sem taka við keflinu það næsta. Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.

Fundurinn er skv. lögum LÍS opinn öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins. Staðsetning auglýst síðar

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar

  2. Verklagsbreytingar

  3. Ársskýrsla 2023-2024 

  4. Alþjóðamál

  5. Framboð til framkvæmdastjórnar

  6. Fráfarandi framkvæmdastjórn og fulltrúaráð gefa keflið áfram

  7. Nýkjörinn forseti ávarpar fundinn

  8. Tilnefningar í stjórn Menntasjóðs námsmanna

  9. Önnur mál

Previous
Previous

86. stjórnarfundur ESU

Next
Next

Opið fyrir framboð í embætti varaforseta LÍS 2024-2025