Skiptafundur LÍS
Fimmtudaginn 23. maí frá kl. 17:00-19:00 verður haldinn skiptafundur LÍS.
Á fundinn mæta fulltrúaráð og framkvæmdastjórn nýliðins starfsárs auk þeirra sem taka við keflinu það næsta. Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fundurinn er skv. lögum LÍS opinn öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins. Staðsetning auglýst síðar