Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Rafrænt NOM81

Föstudag 8. apríl hélt LÍS áttugusta og fyrsta Nordisk Ordförande Møte, eða NOM81 fundinn. NOM er samráðsfundur landssamtaka stúdenta á Norður- og Eystrasaltslöndum og getur rekið söguna sína til 1946, þar sem Norrænn stúdentafundur átti sér stað í Árósum. Árið 2006 fengu þrjú landssamtök stúdenta í Eystrasaltslöndum fulla aðild að NOM, og standa nú tólf landssamtök frá tíu löndum að NOM: Avalak (Grænland), DSF (Danmörk), EÜL (Eistland), ILI ILI (Grænland), LÍS (Ísland), LSA (Lettland), LSS (Litháen), MFS (Færeyjar), NSO (Noregur), SAMOK (Finland), SFS (Svíþjóð) og SYL (Finland).

Dagskrá fundarins var þétt og margt rætt, en t.a.m. voru lög NOM endurskoðuð. Þema fundarins var Stúdenta minnihlutahópar og fengu NOM kynningu frá Q-félagi hinsegin stúdenta. Rætt var um mikilvægi kynhlutlausa orðanotkun til að tryggja inngildingu allra kynja. LÍS ávarpaði að það væri löngu orðið tímabært að uppfæra reglugerðir Evrópusamband stúdenta (ESU) í samræmi við breytta tíma og að þau ættu að gera ráð fyrir fleiri kynjum en kynjatvíhyggjan gerir.

Fundurinn gekk vonum framar og þakkar LÍS öllum þeim sem komu að skipulagningu fundarins.

Með von um þetta verði síðasti rafræni fundur NOM í bili!

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Yfirlýsing vegna innrásar Rússlands í Úkraínu

—English below—

Stúdentahreyfingar landsins fordæma aðgerðir Rússlands í Úkraínu og standa með samstúdentum okkar. Hugur okkar allra er hjá úkraínskum stúdentum sem þjást af ofbeldisverkum rússneska sambandsríkisins. Hér er yfirlýsing stúdentahreyfinga landsins um innrás Rússlands í Úkraínu.

Icelandic student movements condemn the actions of the Russian Federation in Ukraine. Our thoughts are with Ukrainian students that are suffering at the hands of abuses committed by the Russian government. Here is our statement on the Russian invasion of Ukraine.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Making Gender Equality and Student Well-Being a Priority

—English below—

LÍS tóku þátt í ráðstefnu að nafni Making Student Well-Being and Gender Equality a Priority (í. Forgangsröðun af vellíðan stúdenta og kynjajafnrétti). Ráðstefnan átti sér stað í Kaupmannahöfn 15.-17. október. Umsjón ráðstefnunnar var á vegum Danske Studerendes Fællesråd (í. Samtök danskra stúdenta) og Meginfélag føroyskra studenta (í. Samtök færeyskra stúdenta). Fyrirlesarar fluttu mismunandi atriði um málefni þvert á sviðum kynjajafnrétti og vellíðanar stúdenta. Eitt slíkt erindi var flutt af tveimur konum í forystu Ladies First, feminísk samtök í Danmörku. Fyrirlesararnir Louise Marie Genefke og Nikoline Nybo hvöttu þátttakendur að hugsa til kynjamunsins og einnig til eigin bjaga (e. biases) þar sem það varðar kynvitund. Annað erindi snérist um kostnaðarlausa ráðgjöf fyrir stúdenta á vegum Studenterrådgivningen (í. Stúdentaráðgjöf) og var flutt af Mariu Storgaard. Síðasta erindi var flutt af Sascha Faxe, verkefnisstjóri af Ventilen. Ventilen eru samtök sem spornar við einmannaleika ungmenna víða um Danmörku. Kynnt var fyrir þátttakendum hvað veldur einmannaleika og hvernig hægt er að koma í veg fyrir hann. Lært var mikið af þessum erindum. Vinnustofur unnaðar í kjölfar hvers erindis voru einnig okkur til hags.

Fulltrúar ráðstefnunnar / The conference’s representatives

Við skilum þökkum til allra þátttakenda í þessari ráðstefnu. Við hlökkum til að innleiða það sem við lærðum inn í starfsemi okkar samtaka.

LÍS participated in a conference called „Making Student Well-Being and Gender Equality a Priority“. The conference was held in Copenhagen from October 15th-17th. The conference was overseen by Danske Studerendes Fællesråd (English: Association of Danish Students) and Meginfélag føroyskra studenta (English: Association of Faroese Students). Presenters gave presentations about things relating to gender equality and student well-being. One such presentation was done by the two leaders of Ladies First, a feminist organization in Denmark. Lectureres Louise Marie Genefke and Nikoline Nybo encouraged participants to ponder the gender gap and also their own biases regarding gender. Another presentation was centered on free counsel that students are given by Studenterrådgivningen (English: The Student Counselling Service) and was carried out by Maria Storgaard. The last presentation was done by Sascha Faxe, project manager of Ventilen, a program meant to prevent loneliness amongst young adults in Denmark. Participants were told what contributes to loneliness and how to lessen it. A lot was learned from these presentations. Workshops were done after said presentations, which was to our benefit.

We thank everyone that took part in this conference. We look forward to incorporating all of what we learned into LÍS.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

NOM80

—English below—

Fyrsta þing starfsársins var NOM sem haldið var á Zoom 14. október síðastliðinn. NOM stendur fyrir Nordiskt Ordförande Møte og er samnorrænt- og baltneskt þing sem haldið er tvisvar á hverju skólaári. NOM er vettvangur þar sem að stúdentafélögum gefst tækifæri til þess að deila reynslu, hugmyndum, þekkingu og er félögum því gefið tækifæri til þess að læra af hvor öðrum. Einn gestanna sem hélt kynningu á sínu starfi var frá samtökunum SAIH (Norwegian Students‘ and Academics‘ International Assistance Fund). Eitt meginverkefni þeirra samtaka er að veita nemendum stuðning sem hafa verið ofsóttir af ýmsum ástæðum en aðallega vegna þátttöku í pólitísku starfi. Þá er nemendunum sem koma til Noregs á vegum SAIH boðið að ljúka háskólanámi þar.

Næsta NOM verður skipulagt af LÍS og er vonast til þess að hægt verði að halda það í raunheimum í apríl 2022. Það væri þá fyrsta NOM sem haldið yrði í persónu síðan að COVID-19 hófst. Stefnt er á að þema þess verði minnihlutahópar innan háskóla.

Arnheiður Björnsdóttir

The first assembly of the year was NOM, which was held on Zoom on October 14th. NOM stands for “Nordic Organisational Meeting” and is a joint Nordic and Baltic congress held twice each school year. NOM is a forum where student associations are given the opportunity to share experience, ideas, knowledge. Members are therefore given the opportunity to learn from each other. One of the guests who presented his work was from the organization SAIH (Norwegian Students 'and Academics' International Assistance Fund, in Norwegian: Studentenes og Akademikernes Internasjonale Hjelpefond). One of the main tasks of these organizations is to provide students support who have been persecuted for various reasons, but mainly due to participation in political work. Students who come to Norway under SAIH are invited to complete their university studies there.

The next NOM will be organized by LÍS and it is hoped that it will be possible to hold it in-person in April 2022. It would be the first NOM to be held in-person since COVID-19 began. The aim is for its theme to be minority groups within universities.

Read More
Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta Fréttir Landssamtök íslenskra stúdenta

Mánaðarlegur pistill forsetans - 27. júlí 2021

—English below—

Ágætu lesendur,

Öðrum mánuðinum í embætti forsetans er nú lokið. Eins og búast mætti við var júlí tiltölulega rólegt tímaskeið, en margir hagsmunaaðilar þessarar baráttu voru í fríi, ég þar á meðal. Það þýðir samt ekki að allt var sett á ís á meðan, en stúdentabaráttan er alltaf mikilvægt að heyja. 

Byrjun mánaðarins var eytt í áframhaldandi verkefnum sem lýst voru í fyrri pistlinum. Annað slíkra verkefna er þátttaka í stýrihóp Menntamálaráðuneytisins sem rýnir í menntastefnu til 2030 og hugsanlegar aðgerðir í takt við hana. Þó að engir fundir með þessum hóp hafa átt sér stað nýlega hefur samt verið tími nýttur í því að tryggja að allar aðgerðir taka einnig tillit til háskólastigsins, en stefnan er frekar miðuð að leik-, grunn- og framhaldsskólastigum.

Hitt verkefnið felur í sér að halda viðburð þar sem frambjóðendum í Alþingiskosningum næstu væri veitt vettvang til þess að koma sínum skoðunum á framfæri varðandi málefni stúdenta. Ýmsir frambjóðendur hafa lýst yfir áhuga á þátttöku. Við fögnum þessum viðbrögðum og hlökkum innilega til þessa viðburðar, væntanlega í byrjun septembers.

Í þessum síðastliðnum mánuði var miklu púðri eytt í að styrkja okkar alþjóðlegt tengslanet. Á meðan frítíminn minn stóð yfir fór ég til Belgíu og Lúxemborgar og hitti stúdentasamtök þar. Í höfuðborg Belgíu fékk ég það yndislegt tækifæri að hitta forseta og annan tveggja varaforseta Samtaka evrópskra stúdenta (e. European Students‘ Union, eða ESU). Þessi hittingur var í óformlegri kantinum, en hann var samt fróðlegur. Það var einkum rætt hlutverk okkar sem stúdentafulltrúar og hvernig við eigum að koma opinberlega fram.

Ég ásamt forseta ESU Martina Darmanin og öðrum tveggja varaforseta Jakub Grodecki í Brússel /// I alongside ESU President Martina Darmanin and one of two Vice Presidents Jakub Grodecki in Brussels

Ég ásamt forseta ESU Martina Darmanin og öðrum tveggja varaforseta Jakub Grodecki í Brússel /// I alongside ESU President Martina Darmanin and one of two Vice Presidents Jakub Grodecki in Brussels

Nokkrum dögum síðar var ég kominn til Lúxemborgar. Þrátt fyrir ástandið þar fékk ég að hitta forseta og aðalritara Samband lúxemborgískra stúdenta (f. Union Nationale des Étudiant-e-s du Luxembourg, eða UNEL). UNEL og LÍS funduðu formlega til að ræða stöðu mála innan beggja samtaka og landa. Rætt var m.a. aukin fjöltyngni í háskólasamfélaginu og geðheilsu stúdenta.

Mynd með Estelle Nee og Lauru Dominicy, forseta og aðalritara UNEL /// Picture with Estelle Nee and Laura Dominicy, President and Secretary-General of UNEL

Mynd með Estelle Nee og Lauru Dominicy, forseta og aðalritara UNEL /// Picture with Estelle Nee and Laura Dominicy, President and Secretary-General of UNEL

Mikið var lært af þessum fundi og við vonum að við fáum fleiri tækifæri til prýðilegs samstarfs með UNEL.

Siglt var í gegnum júlí 2021 eins og nærri mætti geta. Hins vegar bíður ágúst okkur mikið fjör, en skólaárið fer þá að hefjast. Krefjandi en samt spennandi tímar eru framundan fyrir okkur stúdenta, og ég veit að við munum standa okkur eins og hetjurnar sem við erum.

Kærar kveðjur,

Derek Terell Allen, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta

——————

Dear readers,

The second month of the presidency is now over. As might be expected, July was a relatively quiet period, as many of us in the student battle were on vacation, myself included. That does not mean that everything was put on ice though, as there is always work to be done in this fight.

The beginning of the month was spent on the ongoing projects described in the previous column. One such project is participation in a steering group under the auspices of the Ministry of Education, Science, and Culture (i. Menntamálaráðuneytið). This steering group reviews the education policy spanning from the current year to 2030 and possible measures in line with it. Although no meetings with this group have taken place recently, time has been to put to use ensuring that all measures also take higher education into account, as the policy is rather focused on pre-school, primary and secondary school levels.

The other project involves holding an event where candidates in the next Althingi elections would be given a platform to express their views on student issues. Various candidates have expressed interest in participating. We welcome this response and sincerely look forward to this event, presumably in early September.

This last month, a lot of moves have been made in strengthening our international network. During my vacation, I went to Belgium and Luxembourg and met student unions there. In the Belgian capital, I had the wonderful opportunity to meet the President and one of the two Vice Presidents of the European Students' Union (ESU). This meeting was on the informal side, but it was still informative. In particular, our role as student representatives and how we should present ourselves in the public sphere was discussed. The first photo above captures said meeting.

A few days later I arrived in Luxembourg. Despite the situation there, I met the President and Secretary-General of the National Union of Luxembourgish Students (f. Union Nationale des Étudiants-e-s du Luxembourg, or UNEL). UNEL and LÍS formally met to discuss the state of affairs within both organizations and countries. Discussions included increased multilingualism in the university community and the mental health of students. The second picture above captures said meeting.

Much has been learned from this meeting and we hope to have more opportunities for a magnificent partnership with UNEL.

As expected, July 2021 was smooth sailing. However, a lot awaits us in August, as the school year is getting ready to begin. Challenging but still exciting times lie ahead for us students, and I know that we students will take them on heroically.

Best regards,

Derek Terell Allen, President of the National Association of Icelandic Students

Read More