Haustþing LÍS 2022 og þema Landsþings afhjúpað!
Haustþing LÍS 2022 var haldið 8. september í Borgartúninu. Sérstakt þema var fjölskyldumál.
Haust er þegar laufin fara að falla, pumpkin spice latte fæst á kaffitár, gular viðvaranir snúa aftur og Haustþing LÍS er haldið.
Meðlimir LÍS í framkvæmdastjórn, fulltrúaráði og nefndum samtakanna hittust saman laugardaginn 8. október í höfuðstöðum LÍS í Borgartúni.
Sérstakur gestur og fyrrum LÍS-ari Helga Lind Mar setti þingið með hvetjandi hugvekju og umræðu um stofnun LÍS og mikilvægi starfsins okkar. Þar á eftir tóku meðlimir framkvæmdarstjórnar við og kynntu sínar verkáætlanir fyrir komandi starfsár.
Á síðasta fulltrúaráðsfundi var þema Landsþings LÍS ákveðið og verður þema ársins fjölskyldumál stúdenta. Í tengslum við það fengum við kynningar frá þremur mæðrum í háskólanámi, þeim Birgittu Ásbjörnsdóttur, hagsmunafulltrúa NFHB Jónu Guðbjörgu Ágústsdóttur, forseta fjölskyldunefndar SHÍ og Nönnu Hermannsdóttur, meðstjórnanda SÍNE. Þær ræddu sína reynslu af því að vera foreldri, reynslu sína af lánasjóðskerfinu og háskólanámi almennt. Við þökkum þeim sérstaklega fyrir komuna og fyrir mjög fræðandi kynningar um mikilvægan málaflokk.
Við enduðum þingið í tveimur vinnustofum þar sem rætt var í þaula um hvaða málaflokkar innan stúdentabaráttunnar eiga að heyra undir fjölskyldustefnu og hvernig geta LÍS og stúdentahreyfingar beitt sér fyrir hagsmunabaráttu foreldra í námi?
Eftir þing var trítlað á happy hour og enduðum daginn í hlátrasköllum og skemmtilegheitum.
——— English —--—
Autumn is when the leaves start to fall, pumpkin spice lattes are available in Kaffitár, yellow warnings return and LÍS's Autumn assembly is held.
The members of LÍS's executive board, representative council and the association's committees met on Saturday, October 8, at LÍS's headquarters in Borgartún.
Special guest and former LÍS member Helga Lind Mar opened the session with an inspiring, thought-provoking discussion about the establishment of LÍS and the importance of our work. After that, the members of the executive board took over and presented their project plans for the coming working year.
At the last representative council meeting, the theme of LÍS's National Assembly was decided, and this year's theme will be student family issues. In connection with that, we received presentations from three mothers in university, Birgitta Ásbjörnsdóttir, NFHB representative, Jóna Guðbjörga Ágústsdóttir, president of SHÍ's family committee and Nanna Hermannsdóttir, co-member of SÍNE.
They discussed their experience of being a parent, their experience with the loan fund system and university education in general. We especially thank them for coming and for very informative presentations on an important issue.
We ended the session in two workshops where we discussed , which issues within the student struggle should come under family policy and how can LÍS and student movements act for the interest of parents in education?
After the meeting, we went to happy hour and ended the day with laughter and fun.
Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra! / LÍS seek an executive director!
Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra fyrir starfsárið 2022-2023.
Ert þú næsti framkvæmdastjóri LÍS?
Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna. Framkvæmdastjóri ber m.a. ábyrgð á því að greiða þau gjöld er samtökunum ber að greiða, innheimta kröfur, sér um gerð fjárhagsáætlunar og hefur prókúru fyrir reikningum samtakanna. Framkvæmdastjóri hefur rétt til setu, málfrelsi og tillögurétt á öllum fundum fulltrúaráðs og framkvæmdastjórnar en ekki atkvæðisrétt. Framkvæmdastjóri fer fyrir fjármálanefnd en hún hefur það verkefni að sækja um styrki fyrir hönd félagsins og skipulagningu viðburða.
Starfið býður upp á frábæra reynslu af starfi félagasamtaka og hentar vel með skóla.
Hæfniskröfur:
Þekking og reynsla af fjármálum og bókhaldi
Menntun sem nýtist í starfi er kostur
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Góð kunnátta í íslensku og ensku
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi
Framkvæmdastjóri verður ráðinn í 40% starf frá 1. ágúst næstkomandi til 1. júní 2023 (með möguleika á áframhaldandi starfi) og hefur vinnuaðstöðu á skrifstofu LÍS í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Laun eru samkvæmt kjarasamningum.
Umsókn sendist á netfang samtakanna lis@studentar.is með kynningarbréfi auk ferilskrá.
Spurningum um starfið er hægt að beina til forseta LÍS:
Alexandra Ýr van Erven, lis@studentar.is, s. 6946764
Umsóknarfrestur er til miðnættis miðvikudaginn 27. júlí
//
LÍS are seeking a new executive director!
According to LÍS's law, the managing director handles day-to-day operations and oversees the association's finances. The managing director is responsible for e.g. is responsible for paying the fees that the association must pay, collects claims, takes care of the preparation of the budget and has a power of attorney for the association's accounts. The Executive Director has the right to sit, speak and make proposals at all meetings of the Representative Council and the Executive Board, but not the right to vote. The managing director is in charge of the finance committee, which has the task of applying for grants on behalf of the company and organizing events.
The job offers great experience from the work of NGOs and is well suited to schools.
Qualification requirements:
Knowledge and experience of finance and accounting
An education that is useful in the job is an advantage
Good interpersonal skills
Good knowledge of Icelandic and English
Independent and disciplined work methods
Other knowledge and experience that is useful in the job
The executive director will be hired for a 40% job from 1 st August next to 1st of June 2023 (with the possibility of continuing work) and has work facilities at the LÍS office in Borgartún 6, 105 Reykjavík. Wages are according to wage agreements.
The application is sent to the e-mail address of the association lis@studentar.is with a cover letter and CV.
Questions about the job can be directed to the president of LÍS:
Alexandra Ýr van Erven, lis@studentar.is, p. 6946764
The application deadline is midnight on Wednesday 27th of July
Ný framkvæmdastjórn LÍS tekin til starfa!
Skiptaþing LÍS var haldið helgina 24.-26. júní. Markmið þingsins er að undirbúa nýja framkvæmdastjórn svo þau séu í stakk búin að takast á við verkefni og hagsmunabaráttu komandi starfsárs. Í framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023 sitja:
Forseti: Alexandra Ýr van Erven
Varaforseti: Anton Björn Helgason
Ritari: Rannveig Klara Guðmundsdóttir
Alþjóðafulltrúi: Sigríður Helga Olafsson
Gæðastjóri: Kolbrún Lára Kjartansdóttir
Jafnréttisfulltrúi: Erna Benediktsdóttir
Markaðsfulltrúi: Sigtýr Ægir Kárason
Áhersla var lögð á að fráfarandi og reyndir LÍS-arar deildu reynslu og þekkingu sinni með nýjum meðlimum LÍS. Dagskrá þingsins innihélt kynningar á sögu samtakanna, fræðslu, vinnustofur og að sjálfsögðu hópefli.
Fráfarandi framkvæmdastjórn lagði ýmis raunhæf verkefni fyrir nýja framkvæmdastjórn sem hún átti að leysa hratt og örugglega.
Ný framkvæmdastjórn hefur nú formlega tekið við keflinu. Mikil tilhlökkun ríkir fyrir komandi starfsári og það er ljóst að mörg og fjölbreytt verkefni eru framundan.