Rödd stúdenta til umbóta í háskólastarfi - Vinnustofa á vegum ráðgjafarnefndar gæðaráðs
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) tóku þátt í rafrænni vinnustofu á vegum Ráðgjafarnefndar Gæðaráðs miðvikudaginn 10. nóvember 2021. Þátttakendur vinnustofunnar voru gæðateymi, deildarforsetar, kennslunefndir, kennslustjórar (sviða/deilda), kennsluþróarar, stúdentar og aðrir hagsmunaaðilar og áhugasöm um kennsluþróun. Frá LÍS mættu Derek T. Allen forseti, Kolbrún Lára Kjartansdóttir, varaforseti og Björgvin Ægir Elisson, gæðastjóri samtakanna.
Fundarstjóri var Guðmunda Smáradóttir, gæða- og mannauðsstjóri, Landbúnaðarháskóla Íslands
Löng hefð er fyrir því innan háskólasamfélagsins að leita eftir viðhorfum stúdenta til náms og kennslu með kennslukönnunum, ýmist í lok misseris eða með miðmisseriskönnunum. Markmiðið með vinnustofunni var að ræða hvernig megi styrkja rödd stúdenta til umbóta í námi og kennslu með áherslu á hvernig megi bæta ábyrga þátttöku og virkni nemenda sem og endurgjöf frá starfsfólki til stúdenta um hvernig þeirra rödd raunverulega nýtist til úrbóta (e. feedback on feedback). Með umræðum sem fóru fram á vinnustofunum gafst þátttakendum tækifæri til þess að læra hvert af öðru og deila því sem vel er gert (e. best practices).
Byrjað var á stuttum erindum:
Nýjar leiðir til þess að virkja stúdenta til rýni og umbóta – Vaka Óttarsdóttir, gæða og mannauðsstjóri og Nökkvi Alexander Rounak Jónsson, stúdent og forseti SHA, Háskólanum á Akureyri.
Reynsla við innleiðingu kennslukannanakerfis við Háskólann í Reykjavík – Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri, Háskólanum í Reykjavík
Kostir og gallar kennslukannana: hvernig getum við gert betur? – Ása Björk Stefánsdóttir, forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík og Selma Rún Friðbjörnsdóttir, stúdent og varaforseti SFHR
Eftirfylgni við kannanir meðal stúdenta – Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslusviðs HÍ
Ánægjukannanir: hvernig hafa þær nýst til umbóta og getum við gert betur? – Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Félagsvísindastofnun
Eftir erindin voru umræður og tækifæri fyrir spurningar en í öllum erindunum var lögð áhersla á endurgjöf á endurgjöf, þ.e. að kennarar ræði við stúdenta um endurjgöfina. Í umræðunum var rætt um leiðir til að virkja kennara í að virkja stúdenta. LÍS vill sérstaklega vekja athygli á erindum 1. og 3. þar sem leitað var leiða til að gera stúdenta að raunverulegum þátttakendum í ferlinu til umbóta.
Næst var þátttakendum vinnustofunnar skipt í umræðuhópa á vegum LÍS. Spurt var:
Hvaða tæki eru best til þess að koma skoðunum stúdenta um námið á framfæri?
Hvernig er best að bregðast við endurgjöf stúdenta á námið?
Að lokum sagði hver umræðustjóri stutta samantekt af umræðum hjá sínum hóp en það sem var sameiginlegt var að þátttakendur töldu nauðsynlegt að nota blandaðar aðferðir til að fá víðari sýn á kennslumat og að kynna tilgang kennslukannana fyrir stúdentum. Að lokum var lögð mikil áhersla á þátttöku stúdenta, leiðir fyrir kennara til að virkja stúdenta og að stúdentar ræði við aðra stúdenta um gæðamál en við í LÍS tökum hjartanlega undir þau orð og minnum á stefnu samtakanna um gæði í íslensku háskólasamfélagi sem má lesa hér. Stefnan er skrifuð af stúdentum fyrir stúdenta.
LÍS þakka ráðgjafanefnd gæðaráðs kærlega fyrir að hvetja til samtals um mikilvægi raddir stúdenta til umbóta í háskólastarfi en við munum svo sannarlega halda því áfram.
Mánaðarlegur pistill forsetans - 25. júní 2021
Ágætu lesendur,
Nú er liðinn nákvæmlega einn mánuður síðan skiptafundur LÍS átti sér stað. Þessa örstutta mánuði mætti lýsa sem viðburðarríkur, ef stiklað er á stóru. Fyrst var viðurkennt hvað fulltrúahópur stúdenta er að fjölbreytast, einmitt í takt við jafnréttisstefnu samtakanna þar sem minnst er á mikilvægi þess að jaðarhópar fái vettvang. Einnig var mikill léttir þegar réttindin mín að starfa í þessu embætti voru tryggð með atvinnuleyfi. Þetta tvennt var mikið fagnaðarefni, enda eiga LÍS að vera fyrir öll.
Það mátti hins vegar ekki fagna mjög lengi, en stórkostleg vinna var að bíða eftir mér og okkur öllum í stúdentabaráttunni. Fyrsta stóra verkefnið sem ég hef sinnt er sem fulltrúi í ráðgefandi stefnuhóp á vegum Menntamálaráðuneytisins. Þar fá mismunandi hagsmunaaðilar í menntamálum tækifærið til að tjá sig um menntastefnu til ársins 2030. Samstarfið er öflugt, enda er verið að rýna stefnuna og ydda aðgerðir út frá henni. Við hlökkum öll til að sjá hvað mun koma úr þessari vinnu.
Annað verkefni á borðinu snýst í kringum Alþingiskosningar, en þær verða haldnar í byrjun hausts. Mikilvægt er að meta hvar frambjóðendur standa í öllum málum sem stúdenta snerta. Frá menntamálum til menntasjóðsmála, frá jafnréttismálum til atvinnumála, við verðum að sjá til þess að stúdentar njóti jafnra réttinda í íslensku samfélagi. Stefnt er á að hitta sem flesta frambjóðendur með því markmiði að láta stúdenta taka upplýstar ákvarðanir þegar farið er að greiða atkvæði. Framkvæmdastjórn LÍS mun víst sinna þessari vinnu af stakri prýði.
Greinilegt er að forsetahlutverkið krefst mikils af einstaklingi. Stökkt var strax í djúpu laugina og maður er ennþá að fóta sig. Þrátt fyrir þetta tvennt hefur þessi mánuður verið notalegur og ég veit að bjartir tímar eru framundan fyrir mig sem og öll sem eru með mér í liði.
Að lokum langar mig að hvetja alla lesendur að hafa samband við okkur skuli eitthvað liggur þér á hjarta. Símanúmer og netfang samtakanna finnast neðst á þessari vefsíðu. Sem sameinuð rödd stúdenta er mikilvægt að við látum í okkur heyrast.
Með hlýjar kveðjur,
Derek Terell Allen, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta
—
Dear readers,
It has now been exactly one month since the executive committee of LÍS changed. This very short month can be described as eventful, to sum it up. First, it was nationally recognized that the student representative group is diversifying, precisely in line with the association's Equal Rights Policy, where the importance of marginalized groups having a platform is highlighted. It was also a great relief when my rights to work in this position were secured by a work permit. These two events were a great cause for celebration, as LÍS should be for everyone.
However, celebrations did not last for very long, as a lot of work was waiting for me and all of us in the students’ rights battle. The first major project I have taken part in is as a member of a steering group under the auspices of the Ministry of Culture. There, various stakeholders in education will have the opportunity to comment on the education policy that goes to the year 2030. The collaboration is powerful, as the policy is being reviewed and actions are being taken based on it. We are all looking forward to seeing what will come out of this work.
Another project on the table revolves around the Parliament elections, which will be held at the beginning of the fall. It is important to assess the position of candidates in all matters affecting students. From education to student loans, from equal rights to employment, we must ensure that students are on equal footing in Icelandic society. The aim is to meet as many candidates as possible with the goal of allowing students make informed decisions when voting begins. The executive board of LÍS will certainly handle this work with unique splendor.
It is clear that the presidency demands a lot out of an individual. I was thrown immediately into the deep end and I am still finding my footing. Despite this, this month has been pleasant and I know that bright times are ahead for me as well as everyone who is alongside me.
Finally, I would like to encourage all readers to contact us should you have something on your mind. The association's telephone number and e-mail address can be found at the bottom of our webpage. As the unified voice of students, it is important that we make ourselves heard.
Warm regards,
Derek Terell Allen, President of the National Union of Icelandic Students