Guest User Guest User

Opið bréf til flokka er standa í ríkisstjórnarviðræðum

Kæru flokkar sem nú standið í ríkisstjórnarviðræðum, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Kæru flokkar sem nú standið í ríkisstjórnarviðræðum, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Þar sem þið vinnið að gerð stjórnarsáttmála er við hæfi að minna á og ítreka áherslur stúdenta. Óhætt er að fullyrða að fyrir kosningar hafi allir flokkar tekið undir að bæta þyrfti margt er varðar kjör stúdenta. Því leggjum við áherslu á að það verði sýnt í verki við skrif stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Við undirstrikum sérstaklega þörfina fyrir nýju lánasjóðskerfi þar sem að við smíð þess verði sterk aðkoma stúdenta frá upphafi. Ásamt því krefjumst við umbóta á húsnæðismálum en tryggja þarf nægt framboð á húsnæði fyrir stúdenta. Hér að neðan má lesa áherslur stúdenta í heild sinni fyrir Alþingiskosningar 2017.

LIS-Poster-kjóstumenntun.jpg

Reykjavík, 19. nóvember 2017

Virðingarfyllst,

Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

NOM72 í Litháen: Quality Assurance in Higher Education

Dagana 27. - 29. október sóttu fulltrúar LÍS NOM fund sem haldinn var af LSS, landssamtökum litháenskra stúdenta í Klaipéda, Litháen. NOM (Nordiskt Ordförande Møte) er samstarfsnet landssamtaka stúdenta á Norðurlöndum og í Eystrarsaltsríkjunum og eru reglubundnir fundir sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári.

Dagana 27. - 29. október sóttu fulltrúar LÍS NOM fund sem haldinn var af LSS, landssamtökum litháenskra stúdenta í Klaipéda, Litháen. NOM (Nordiskt Ordförande Møte) er samstarfsnet landssamtaka stúdenta á Norðurlöndum og í Eystrarsaltsríkjunum og eru reglubundnir fundir sem fulltrúar LÍS sækja tvisvar á ári.

Vaiva Kasiulynaité frá LSS býður ráðstefnugesti velkomna

Vaiva Kasiulynaité frá LSS býður ráðstefnugesti velkomna

Að þessu sinni var yfirskrift ráðstefnunnar “Quality Assurance in Higher Education” og tók á gæðakerfum í háskólum. Háskólakerfið í Litháen gengur nú í gegnum miklar breytingar þar sem unnið er að því að auka gæði háskólamenntunar sem og verið er að meta hvort eigi að fækka fjölda háskóla í landinu. Fengu ráðstefnugestir kynningu frá fulltrúa menntamálaráðuneytisins í Litháen sem hefur kynnt sér ólík kerfi sem byggð eru á mismunandi grunni, fyrst og fremst innan Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi, en einnig í Bandaríkjunum. Hægt var að finna að veigamiklar breytingar voru í aðsigi og einstaklega jákvætt að sjá að ríkisstjórn Litháen hefur lagt mikið upp úr samstarfi og samtali við litháenska stúdenta í gegnum LSS í þessu ferli og gerir sér grein fyrir því að tilraunir til bóta séu gagnslausar nema með sterkri aðkomu stúdenta.

Fulltrúi frá litháenska menntamálaráðuneytinu kynnir stöðu mála í háskólakerfi Litháens

Fulltrúi frá litháenska menntamálaráðuneytinu kynnir stöðu mála í háskólakerfi Litháens

Á ráðstefnunni fengu fulltrúar einnig kynningu á núverandi stöðu Bologna ferlisins frá Wenche Aasheim frá Noregi. Bologna ferlið snýr að því að skapa samevrópskt kerfi æðri menntunar (e. European Higher Education Area) en með tilvist slíks kerfis er hægt að tryggja að stúdentar viti að hverju þeir ganga í sínu námi. Það þýðir að námsgráður og gæðakerfi í háskólum standist samþykkta evrópska staðla samkvæmt Bologna. Þetta gerir stúdentum kleift að afla sér menntunar í mismunandi löndum án þeirra hindrana sem voru til staðar fyrir tilvist Bologna. Gott dæmi um mikilvægi Bologna ferlisins er samræmt einingakerfi milli landa sem við könnumst flest við sem ECTS einingar.  

Í maí 2018 verður haldinn ráðherrafundur í París (e. Ministerial Conference Paris 2018), þar sem samþykktar verða áherslur kerfisins fyrir næstu tvö árin. Í undirbúningi fyrir það eru tveir fundir haldnir af Bologna Follow Up Group (BFUG), þar sem formleg undirbúningsvinna fyrir þær samþykktir sem verða teknar fyrir á ráðherrafundinum er unnin. Ásamt því sendir European Students´ Union (ESU), út könnun til aðildarfélaga sinna fyrir útgáfu ritsins Bologna With Students´ Eyes (BWSE). BWSE er rit sem gefur yfirsýn á stöðu Bologna ferlisins út frá mati stúdenta frá þeim löndum sem taka þátt í ferlinu og getur nýst sem öflugt tæki til að stuðla að breytingum og úrbótum sem Bologna ferlið á að hafa í för með sér. Þar sem Bologna ferlið er mjög yfirgripsmikið og inniheldur marga enda sem halda þarf til haga. Var mjög gott að fá kynningu á stöðu mála og heyra hvernig önnur landssamtök stúdenta hyggjast undirbúa sig fyrir næstu mánuði vegna ráðherrafundarins. LÍS eru reiðubúin fyrir þessa vinnu næstu mánuði og munu gæta þess sem ætíð að halda uppi virku samtali við íslensk yfirvöld og aðra viðeigandi aðila. Stúdentar þátttökulanda í Bologna ferlinu eiga rétt á sæti í sendinefnd lands síns á ráðherrafundinn og hefur menntamálaráðuneyti staðfest sæti fulltrúa frá LÍS.

Fulltrúar LÍS á ráðstefnunni: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Eygló María Björnsdóttir

Fulltrúar LÍS á ráðstefnunni: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Eygló María Björnsdóttir

Fulltrúar LÍS eru sáttir með ráðstefnuna og þakka LSS fyrir allt utanumhald og undirbúningsvinnu sem fór í hana. Nú tekur við frekari undirbúningsvinna fyrir næsta alþjóðlega viðburð, sem er stjórnarfundur European Students´ Union í Jerúsalem, haldinn af Landssamtökum ísraelskra stúdenta. Sá fundur mun koma til með að vera áskorun fyrir LÍS, sem kusu upphaflega gegn staðsetningu fundarins og fóru með yfirlýsingu til þess að ítreka óánægju með þessa ákvörðun. Munu LÍS koma til með að láta frekar í sér heyra þegar að fundinum sjálfum kemur.

 

Frétt unnin af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur

Read More
Guest User Guest User

Þitt atkvæði skiptir máli - Kjóstu menntun

Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. Er nú á enda líklega eitt lengsta greinaskriftaátak sem sögur fara af þar sem reynt hefur verið að varpa ljósi á mismunandi fleti háskólastigsins á Íslandi. Einnig hafa verið haldnir opnir fundir með fulltrúum stjórnmálaflokka, bæði á Akureyri og í Reykjavík þar sem stúdentar sem og aðrir höfðu færi á að spyrja frambjóðendur um þeirra áherslur í málefnum stúdenta og ungs fólks á Íslandi.

Síðastliðnar tvær og hálfa viku hafa Landssamtök íslenskra stúdenta í samstarfi við aðildarfélög sín, eða hagsmunafélög íslenskra stúdenta, vakið athygli á stöðu háskólastigsins á Íslandi undir kassamerkinu #kjóstumenntun. Er nú á enda líklega eitt lengsta greinaskriftaátak sem sögur fara af þar sem reynt hefur verið að varpa ljósi á mismunandi fleti háskólastigsins á Íslandi. Einnig hafa verið haldnir opnir fundir með fulltrúum stjórnmálaflokka, bæði á Akureyri og í Reykjavík þar sem stúdentar sem og aðrir höfðu færi á að spyrja frambjóðendur um þeirra áherslur í málefnum stúdenta og ungs fólks á Íslandi.

Það spyrja sig eflaust einhverjir af hverju við erum að þessu. Svarið er einfalt. Málefni háskólanna á Íslandi og íslenskra stúdenta almennt hafa verið vanrækt lengi. Ár eftir ár hafa  rektorar, stúdentar og stúdentahreyfingar gagnrýnt fjármögnun háskólanna og stuðningskerfi stúdenta. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná til stjórnvalda og efnileg loforð stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga virðist ekki vera sannur vilji þegar til framkvæmda kemur.

Háskólar eru uppspretta nýrrar þekkingar, nýrra tækifæra og nýrra hugmynda. Menntun og gæði hennar eru forsenda samkeppnishæfni og verðmætasköpunar sem er grunnur góðra lífskjara og öflugs samfélags. Aukið aðgengi að menntun og hærra menntunarstig þjóða auka hagvöxt og hafa efnahagslega ávinninga fyrir samfélög. Auk þess hefur menntun áhrif á gildi, þekkingu, viðhorf og færni einstaklinga og hefur það áhrif á menningu samfélaga í heild sinni. Þá leiðir æðri menntun af sér aukna þátttöku einstaklinga í samfélaginu, minnkandi glæpatíðni, betri geðheilsu og bætta lýðheilsu almennt.

Menntunarstig þjóðarinnar hefur verið lægra en hinna Norðurlandanna en með aukinni aðsókn og auknu aðgengi að háskólanámi stöndum við nú nánast jafnfætis þeim. Fækkun nemenda er engin lausn á undirfjármögnun háskólanna til framtíðar heldur skref aftur á bak. Það gefur augaleið að hér á landi þarf að hlúa að aðgengi að menntun og gæði hennar með bættri fjármögnun.

Þá ber að athuga að aðgengi að námi snýst ekki eingöngu um aðgengi að háskólastofnunum. Það snýst um að þeir einstaklingar sem vilji afla sér menntunar hafi raunverulegt færi á að stunda það nám sem þeir hafa hug á. Það þýðir að stúdentar geti meðal annars komið þaki yfir höfuð sitt með viðhlítandi kostnaði, átt í sig og á, búið við góða geðheilsu og heilsu almennt og sinnt námi sínu af elju. Það er því nauðsyn að stúdentar, eins fjölbreyttur hópur sem þeir eru, fái viðeigandi stuðning til að þess óháð efnahag, bakgrunni, félagslegum aðstæðum og stöðu að öðru leyti.

Í 1. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) kemur fram að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags. Líklega er óhætt að fullyrða að á meðal stúdenta sem og annarra sé hávær krafa um breyttan og endurbættan lánasjóð. Við endurskoðun á lögum um LÍN er aðkoma stúdenta algjörlega ómissandi því án stúdenta væri LÍN ekki til. Á sama hátt væri þverpólitísk samstaða æskileg þegar kemur að nýju lána- og styrkjakerfi fyrir stúdenta, enda snýst það ekki um stúdenta sem einangraðan hagsmunahóp heldur velferð þjóðarinnar allrar. Þá er brýnt að hlutverk LÍN – að allir óháð stöðu hafi tækifæri til náms – gleymist ekki.

Það er kominn tími á að stjórnvöld sýni hugrekki og hyggjuvit í verki og efni loforð sín. Bæti fjármögnun háskólanna, stuðningskerfi stúdenta og stöðu íslenskra stúdenta almennt. Þannig að hér á landi sé eftirsóknarvert og spennandi að vera stúdent sem og að lifa og starfa í framtíðinni.

Þann 28. október göngum við til kosninga enn á ný. Þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til þess að mæta á kjörstað og kjósa menntun.

Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta.

Greinin er hluti af átaki LÍS - Landssamtaka íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Við hvetjum þig til að nýta kosningaréttinn í Alþingiskosningum 2017.

 

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

European Students’ Convention í Cardiff, Wales: “Securing our Future”

European Students’ Convention (ESC) er reglubundinn atburður sem LÍS sækir tvisvar á ári á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 48 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á fundinum eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.

European Students’ Convention (ESC) er reglubundinn atburður sem LÍS sækir tvisvar á ári á vegum European Students’ Union (ESU) þar sem fulltrúar 48 landssamtaka stúdenta frá 39 löndum koma saman. Á fundinum eru ýmis málefni sem varða stúdenta í Evrópu tekin fyrir og rædd, ásamt því að undirbúningsvinna fyrir stjórnarfund ESU, sem er einnig haldinn tvisvar á ári og er æðsta ákvörðunarvald ESU, á sér stað.

Fulltrúar LÍS: Aldís Mjöll Geirsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Fulltrúar LÍS: Aldís Mjöll Geirsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Dagana 10.- 13. október sóttu fulltrúar LÍS 34. ESC ráðstefnuna í Cardiff, Wales. Yfirskrift ráðstefnunnar var “Securing our Future”, þar sem málefni eins og minnihlutatungumál og sjálfbærni voru í brennidepli. Fengu gestir ráðstefnunnar kynningu á verkefnum eins og Menther Lauth, sem beitir sér fyrir því að vernda og efla velska tungumálið. Það framtak var sérstaklega áhugavert fyrir fulltrúa LÍS í ljósi þess hver staða íslenskrar tungu er og þjónaði sem áminning um hversu mikilvægt er að gæta að tungumáli í námi og námsgögnum í háskólanámi.

Einnig fór fram kynning á sjálfbærnistefnu Wales, sem ber yfirskriftina “Well Being of Future Generations”. Þótt að landssamtök stúdenta í Wales hafi ekki verið hluti af stefnumótuninni sjálfri, fengu ráðstefnugestir kynningu á því hvernig þau hafa beitt sér fyrir því að ríkisstjórn Wales standi við þær áherslur sem kynntar eru í stefnunni með því að uppfylla sjálf markmið stefnunnar og setja pressu á yfirvöld til þess að gera slíkt hið sama. Framtak sem þetta er mjög gott dæmi um hvernig stúdentar geta beitt sér sem þrýstiafl fyrir samfélagslegum framförum og breytingum til hins betra.

Varaforseti NUS-Wales, Carmen Ria Smith fer með ræðu

Varaforseti NUS-Wales, Carmen Ria Smith fer með ræðu

Ásamt slíkum kynningum voru einnig haldnar vinnustofur í undirbúningi fyrir stjórnarfund ESU. Unnið var í verkáætlun fyrir árið 2018 og pólitískum áherslum fyrir ESU. Verkáætlanir eru gerðar með ársmillibili og eru byggðar á pólitísku áherslunum sem eru gefnar út á þriggja ára fresti, hvort tveggja fer í gegnum stjórnarfund ESU þar sem farið er yfir breytingatillögur og síðan samþykkt með atkvæðagreiðslu. Með þessu móti er hægt að gæta að því að vinna ESU sé hnitmiðuð og fylgi vilja aðildarfélaganna í hvívetna. 

Fulltrúar LÍS eru ánægðir með ráðstefnuna og hlakka til að færa þá vitneskju sem þeir öðluðust heim og koma henni í nyt í gegnum starfsemi LÍS.

Frétt unnin af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur

Read More
Guest User Guest User

Opinn fundur í HA 10. október vegna #kjóstumenntun

FSHA, Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS stóð fyrir opnum fundi með fulltrúum stjórnmálaflokka, þann 10. október s.l. í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Tilefni fundarins var að vekja athygli á stöðu háskólanna á Íslandi og opna umræðu um málefnið milli stúdenta og frambjóðenda til Alþingis.

FSHA, Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri í samstarfi við LÍS stóð fyrir opnum fundi með fulltrúum stjórnmálaflokka, þann 10. október s.l. í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Tilefni fundarins var að vekja athygli á stöðu háskólanna á Íslandi og opna umræðu um málefnið milli stúdenta og frambjóðenda til Alþingis.

Í pallborði sátu Hildur Betty Kristjánsdóttir fyrir Viðreisn, Hrafndís Bára Einarsdóttir fyrir Pírata, Hörður Finnbogason fyrir Bjarta framtíð, Steingrímur J. Sigfússon fyrir Vinstrihreyfinguna - Grænt framboð, Logi Einarsson fyrir Samfylkinguna, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Hjálmar Bogi Hafliðason fyrir Framsóknarflokkinn og Karl Liljendal Hólmgeirsson fyrir Miðflokkinn.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA opnaði fundinn þar sem hann undirstrikaði hvaða áhrif undirfjármögnun háskólanna hefði. Þar vísaði hann sérstaklega í þjónustustig, nýjungar í kennslu og aðgengi að námi. Lokaorð Eyjólfs lýsa ástandi háskólans ansi vel, „starfsfólk skólans gefur sig 150%. Það vinnur og kennir meira en góðu hófi gegnir og það hefur áhrif á rannsóknir. Það er sá þáttur sem veldur mér sem rektor, mestum áhyggjum.“

Fundarstjórar lögðu fyrir tvær undirbúnar spurningar, fyrir hönd LÍS, áður en opnað var fyrir spurningar úr sal. Fyrri spurningin snéri að stefnu flokkanna í menntamálum, með áherslu á háskólanna og sú síðari snérist um LÍN, Lánasjóð íslenskra námsmanna. Bent var á þá staðreynd að gjarnan væri vísað til Norrænnar fyrirmyndar þegar spurt væri hvernig stjórnmálamenn sæju fyrir sér að breyta LÍN. Staðreyndin er sú að kerfin eru mjög ólík á milli Norðurlandanna og því er mikilvægt að vita, til hvaða fyrirmyndar sé horft. Enginn fulltrúanna gat tilgreint til hvaða fyrirmyndar væri horft, en fulltrúarnir voru þó allir þeirrar skoðunar að LÍN þarfnaðist breytinga, þar sem horft væri til styrkjakerfis af einhverju tagi, stúdentum til hagsbóta.

Fundurinn heppnaðist einstaklega vel, þétt var setið í hátíðarsal skólans og tóku fundargestir þátt í umræðum við frambjóðendur. Sérstaklega var ánægjulegt að heyra viljayfirlýsingar frambjóðenda, þess efnis að fjármagna þyrfti háskólakerfið betur og samstaða var um vilja þeirra allra, til þess að bæta kerfið og gera betur. Það er því von okkar að sú verði raunin, þegar ný ríkisstjórn tekur til starfa.

Read More