Guest User Guest User

Nýársþing 2018: Framtíðarsýn LÍS með áherslu á jafnrétti til náms

Nýársþing LÍS 2018 hófst í dag í húskynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem um 25 stúdentafulltrúar hvaðanæva af landinu eru samankomnir. 

Nýársþing LÍS 2018 hófst í dag í húskynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þar sem um 25 stúdentafulltrúar hvaðanæva af landinu eru samankomnir. Yfirskrift þingsins er Framtíðarsýn LÍS með áherslu á jafnrétti til náms og verða ýmis umræðuefni rædd því tengdu með fyrirlestrum og vinnustofum.  Dagskrá í heild sinni má sjá að neðan.

Screen Shot 2018-01-06 at 12.09.20.png

Nýársþing LÍS eru vettvangur fyrir framkvæmdastjórn og nefndir til þess að koma saman, miðla þekkingu og reynslu sín á milli. Þá eru þingin einnig hugsuð til þess að vinna að þeim verkefnum sem eru á döfinni hjá samtökunum hverju sinni og þeim verkefnum sem verða til yfir helgina með hugarflugi þátttakenda í vinnustofum.

LRG_DSC03257.jpg
Read More
Guest User Guest User

Bréf til nýs mennta- og menningarmálaráðherra

Landssamtök íslenskra stúdenta vilja óska Lilju Alfreðsdóttur innilega til hamingju með nýtt embætti mennta- og menningarmálaráðherra.

Einnig þökkum við þá viðleitni sem málefnum stúdenta er sýnd í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Við tökum undir orð ríkisstjórnar um að öflugt menntakerfi sé forsenda framfara og fögnum því að ríkisstjórn boði til stórsóknar í menntamálum.

Read More
Guest User Guest User

Jólakveðja frá Landssamtökum íslenskra stúdenta!

Landssamtök íslenskra stúdenta vilja óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Jólakveðja frá Landssamtökum íslenskra stúdenta!

Landssamtök íslenskra stúdenta vilja óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir á komandi ári.

Mosaic-Christmas.jpg
Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Vinnustofa á vegum Landssamtaka palestínskra stúdenta í Ramallah, Palestínu

Dagana 4.-5. desember sóttu fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, vinnustofu á vegum Landssamtaka palestínskra stúdenta (PSCF) í Ramallah í Palestínu. LÍS var boðið af PSCF og Landssamtökum stúdenta í Danmörku (DSF) að taka þátt í þessari vinnustofu ásamt öllum öðrum aðildarfélögum European Students’ Union (ESU), en stjórnarfundur ESU var haldinn í Jerúsalem í vikunni áður og lauk 3. desember.

Dagana 4.-5. desember sóttu fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, vinnustofu á vegum Landssamtaka palestínskra stúdenta (PSCF) í Ramallah í Palestínu. LÍS var boðið af PSCF og Landssamtökum stúdenta í Danmörku (DSF) að taka þátt í þessari vinnustofu ásamt öllum öðrum aðildarfélögum European Students’ Union (ESU), en stjórnarfundur ESU var haldinn í Jerúsalem í vikunni áður og lauk 3. desember.

Hópmynd af þeim sem sóttu vinnustofuna

Hópmynd af þeim sem sóttu vinnustofuna

Ásamt LÍS þá sóttu sex önnur landssamtök vinnustofuna, ásamt fulltrúum frá ESU, þar á meðal forseti ESU, Helge Schwitters, DSF og PSCF. Hafa DSF unnið með PSCF frá því árið 2013, fyrst að því að stofna PSCF og síðan að því að byggja samtökin upp. Var þessi vinnustofa síðan hugsuð sem ákveðin tímamót í sögu PSCF, þar sem tækifæri gæfist fyrir samtökin til að kynnast enn fleiri samtökum í Evrópu, læra af þeim og stofna til samtals. Það var einstaklega lærdómsríkt fyrir fulltrúa LÍS og annarra samtaka að eiga samtal við palestínska fulltrúa stúdenta, þar sem hernám Ísraels í Palestínu veldur því að baráttumál stúdenta þar eru af allt öðru eðli heldur en stúdentar í Evrópu eru yfirleitt kunnugir.

Fólust vinnustofur meðal annars í því að finna langtímalausnir til þess að tryggja PSCF fjármagn, en vegna hernámsins er mjög erfitt fyrir samtök að eiga nokkurt fjármagn. Eins var alþjóðavæðing rædd en það er risavaxið vandamál fólgið í ímynd Palestínu úti í heimi, sem og þeir erfiðleikar sem felast annars vegar í því fyrir palestínska stúdenta að ferðast erlendis og hins vegar fyrir erlenda gesti að koma til Palestínu. Reyndu vinnustofurnar því að ýmsu leyti á hæfileika þátttakenda til þess að hugsa í lausnum og undir allt öðrum kringumstæðum en hingað til. Mynduðust líflegar umræður og ýmsar aðferðir búnar til með það að takmarki að leysa þessi vandamál og mátti þegar sjá að hafði myndast vísir að áframhaldandi samtali á milli samtaka.

Emad Abu Kish, rektor Al-Quds háskóla, stærsta háskóla Palestínu, var með erindi sem bar yfirskriftina “the role of youth in fighting extremism”. Þar ræddi hann þau vandamál sem ungmenni standa frammi fyrir í Palestínu. Um 70% ungmenna í Palestínu skortir vinnu og eru 35 þúsund útskrifaðra stúdenta atvinnulausir. Er ísraelskt hernám landsins rót vandans, þar sem það gerir nær allar tilraunir til þess að rækta og efla eðlilegt samfélag vonlausar. Hefur Al-Quds háskólinn reynt að beita sér út fyrir háskólann með því að standa fyrir ýmsum samfélagslegum framtökum, líkt og arabísku bókasafni í gömlu borg Jerúsalem fyrir Palestínumenn sem þar búa. Eru 20% ársútgjalda háskólans fólgin í þessum framtökum.

Fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Fulltrúar LÍS, Aldís Mjöll Geirsdóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Sneru fulltrúar LÍS heim með nýja sýn á hlutverk stúdenta í samfélaginu og nýjan skilning á þeim aðstæðum sem stúdentar víðs vegar búa við. Daginn eftir að fulltrúar LÍS lentu á Íslandi fór svo að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, lýsti því yfir að Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Yfirlýsing sem olli því að það brothætta ástand sem ríkir á þessu landssvæði jók á reiðiskjálfi.

LÍS fordæmir afleiðingar hernámsins á stúdenta, og lýsir yfir stuðningi við palestínska stúdenta í baráttu sinni fyrir jöfnu aðgengi að námi og öryggi.

 

Frétt unnin af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

73. stjórnarfundur ESU í Jerúsalem

Dagana 27. nóvember - 3. desember sóttu fulltrúar LÍS 73. stjórnarfund ESU (European Students´ Union) sem haldinn var í Ísrael af NUIS (Landssamtökum ísraelskra stúdenta). Stjórnarfundurinn og þriggja daga undirbúningsráðstefna voru haldin í Jerúsalem. Voru það Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður LÍS, og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, alþjóðaforseti, sem sóttu fundinn fyrir hönd LÍS.

Dagana 27. nóvember - 3. desember sóttu fulltrúar LÍS 73. stjórnarfund ESU (European Students´ Union) sem haldinn var í Ísrael af NUIS (Landssamtökum ísraelskra stúdenta). Stjórnarfundurinn og þriggja daga undirbúningsráðstefna voru haldin í Jerúsalem. Voru það Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður LÍS, og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, alþjóðaforseti, sem sóttu fundinn fyrir hönd LÍS.

DSC02187.JPG

Stjórnarfundir ESU eru haldnir tvisvar á ári og skiptast aðildarfélög á við að bjóða sig fram til þess að hýsa fundina. Eru kosningar haldnar á hverjum stjórnarfundi, þar sem staðsetning þarnæsta fundar er ákvörðuð. Var það því á 71. stjórnarfundi í Gdansk, Póllandi, sem kosið var um staðsetningu þessa fundar. Það var skýr afstaða LÍS að ekki væri viðeigandi að halda viðburð á vegum ESU í Ísrael, m.a. þar sem með því væri ESU að brjóta á mannréttindastefnu sinni, og kusu fulltrúar LÍS því gegn ákvörðuninni. Engu að síður fór atkvæðagreiðsla með því að fundurinn yrði haldinn í Ísrael.

Fylgdu fulltrúar LÍS atkvæði sínu eftir með því að fara með yfirlýsingu á næsta stjórnarfundi, sem haldinn var í Möltu í maí. Í yfirlýsingunni undirstrika LÍS það vandamál sem fylgir því að fundur á vegum ESU sé haldinn í Ísrael, sem og hvaða öðrum stað þar sem hætta er á að stefnum og gildum ESU sé ekki stætt. Þrátt fyrir mótmæli LÍS var ákvörðunin óafturkræf, og fundurinn skyldi haldinn í Jerúsalem af NUIS. Eftir þessa atburðarás veltu LÍS fyrir sér hvort það væri best að sækja fundinn, eða hvort betra væri að sleppa því að fara. Eftir langan umhugsunartíma og eftir að hafa rætt saman innan LÍS, við aðila innan ESU og annarra landssamtaka var sú ákvörðun tekin að LÍS myndi senda fulltrúa á stjórnarfundinn. Erfitt er að missa af heilum stjórnarfundi þar sem margar mikilvægar ákvarðanir eru teknar, og var það trú LÍS að sterkari leikur væri fólginn í því að koma skilaboðum og skoðunum LÍS á framfæri í persónu.

Forseti ESU. Helge Schwitters, heldur opnunarræðu fyrir ráðstefnugesti

Forseti ESU. Helge Schwitters, heldur opnunarræðu fyrir ráðstefnugesti

Á ráðstefnunni urðu falskar fréttagreinar, skrifaðar af ísraelskum fréttamiðlum, til þess að ESU gaf út fréttayfirlýsingu. Þar undirstrikaði Helge Schwitters, forseti ESU, meðal annars að viðburður ESU væri ekki til þess gerður að lýsa yfir afstöðu samtakanna gagnvart ástandinu á milli Ísrael og Palestínu, þar sem ESU hefur enga formlega afstöðu. Atvik sem þessi eru einmitt meðal ástæðna er lágu að baki atkvæðis LÍS og yfirlýsinga. Það er ótækt að stúdentafulltrúar víðsvegar frá í Evrópu sem eru samankomnir til að vinna að bættri menntun í Evrópu séu notaðir með þessum hætti í deilum sem eru á engan hátt í tengslum við tilgang heimsóknar þeirra í viðkomandi landi.

Á undirbúningsráðstefnunni sjálfri sóttu fulltrúar ýmsa fyrirlestra um starfsemi og framtök NUIS. NUIS eru mjög stór samtök með um það bil þrjátíu starfsmenn á sínum snærum og ýmsa samstarfshópa sem beita sér fyrir ýmsum verkefnum í samstarfi við samtökin. Má þar meðal annars nefna samtök LGBTQ+ stúdenta í Ísrael og framtak sem nefnist reLOD, sem er ætlað til þess að glæða mismunandi borgarhluta lífi með því móti að bjóða stúdentum húsnæði á lægra verði á þeim svæðum. Ásamt slíkum fyrirlestrum áttu sér einni stað undirbúningsfundir fyrir stjórnarfundinn sjálfan. Þar fá aðildarfélög ESU tækifæri til þess að spyrja framkvæmdarstjórn spurninga um það sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi, ásamt því að geta átt samtal hvert við annað um þau málefni og breytingar sem þau vilja ná fram.  

Stjórnarfundur ESU átti sér stað dagana 1.-3. desember. Á stjórnarfundinum var tekið á ýmsum málum og fundarseta löng og ströng. Að þessu sinni var helst á dagskrá verkáætlun komandi árs (e. Plan of Work) og pólitískar áherslur næstu þriggja ára (e. Strategic Political Priorities). Þau skjöl voru unnin af framkvæmdarstjórn ESU, eftir að hafa haldið vinnustofur á ESC (European Students´ Convention) sem haldið var í Cardiff, Wales, fyrr um árið, þar sem aðildarfélögin fengu tækifæri til þess að tjá sig um það sem þau myndu vilja sjá í viðkomandi áætlunum.

Eins og fyrr segir eru pólitísku áherslurnar samdar til þriggja ára í senn, og eru því eins konar leiðbeining fyrir næstu þrjár framkvæmdarstjórnir ESU sem í framhaldi semja ýtarlegri verkáætlanir fyrir hvert ár fyrir sig. Það gefur að skilja að það getur verið erfitt að koma sér saman um forgangsröðun, enda mörg sjónarmið sem koma fram þegar saman eru komnir fulltrúar frá 38 löndum, og stóðu fundarhöld framyfir miðnætti og fram á nætur.

DSC02276.JPG

Endanleg útgáfa verkáætlunarinnar tekur meðal annars á jafnréttismálum háskóla, að ESU berjist fyrir stúdentamiðuðu námi (e. Student Centered Learning) og forgangsraða því sérstaklega að svokölluð NAPs (National Access Plans) verði gerð og sett í framkvæmd innan Evrópu. NAPs eru aðgerðaráætlanir sem gerðar eru innan landa til þess að auka jafnt aðgengi að námi fyrir alla, óháð bakgrunni, efnahag, kyni, þjóðerni o.s.fv.. Slík aðgerðaráætlun hefur til dæmis verið gerð á Írlandi og er það baráttumál LÍS að á Íslandi verði þannig áætlun gerð og er það því mikilvægt að hafa ESU sér að baki. Einnig tekur ESU á innri málum í verkáætluninni þar sem markmiðið er að gera ESU aðgengilegra og opnara umhverfi í samstarfi við aðildarfélögin og með því að gera það að markmiði að hjálpa aðildarfélögum sínum að efla sína eigin vinnu.

Samþykkt útgáfa pólitísku áherslanna inniheldur fyrst og fremst markmið sem lúta að því að gera háskólamenntun aðgengilega fyrir alla, að stúdentamiðað nám ryðji sér enn frekar til rúms, efla þátt stúdenta í allri stjórnsýslu og ákvarðanatöku hvað varðar háskólanám og háskólakerfið. Jafnfram að vinna stúdenta og háskólanám verði metin að verðleikum sínum. Hægt verður að nálgast endanlega útgáfu áherslanna á vef ESU um leið og þær verða birtar.

Ásamt verkáætluninni og áherslunum var einnig tekið á aðildarumsóknum, en tvær umsóknir voru á borðinu að þessu sinni. Landssamtök stúdenta í Kosovo höfðu sótt um umsóknar aðild (e. Candidate membership) og Landssamtök stúdenta í Moldavíu um fulla aðild (e. Full membership). Fóru atkvæði svo að Moldavía var kosin inn, en umsókn Kosovo var hafnað. Þó var það samþykkt undir lok fundar að Landssamtök stúdenta á Bretlandi (NUS-UK) myndu beita sér fyrir því að aðstoða stúdenta í Kosovo við að efla landssamtökin sín til þess að geta sótt um að nýju að ári liðnu.

Á fundinum flutti Aldís Mjöll Geirsdóttir yfirlýsingu fyrir hönd LÍS, sem varðaði þá staðreynd að fundurinn var haldinn í Ísrael, vandkvæði þess og alls ákvörðunarferlisins því að baki. Líkt og hefur verið sagt, þá er það mat LÍS að með því að halda stjórnarfundinn í Ísrael þá var ESU að brjóta eigin mannréttindastefnu. Sú staðreynd útaf fyrir sig  er grafalvarleg en einnig er það ekki ásættanlegt að samtök á borð við ESU gangi í gegnum allt það ferli sem nauðsynlegt er til að setja stefnur til þess eins og fara síðan gegn þeim. Auk þess er það mat LÍS að vandinn liggur að hluta til í því að ekki eru til staðar varaáætlanir um hvað skal gert ef til þess kemur að kosið er gegn því að stjórnarfundur sé haldinn á ákveðnum stað. Það er alvarleg staða fyrir ESU ef til þess kemur að ekkert félag býðst til þess að halda mikilvægasta viðburð allrar starfsemi samtakanna. Í yfirlýsingunni má m.a. lesa:

“LÍS is dissatisfied and concerned that when it comes to voting for hosting countries for future events and the Board is only presented with one option, there are no concrete measures to a backup plan in the case of the vote going against. With this statement we wish to raise awareness of that problem, the problem of NUSes feeling pressured to vote in favor of the only option available, because there seems to be no other option. This results in the vote feeling only symbolic rather than the democratic procedure it is supposed to be. This troubles LÍS greatly; it is a disgrace to democracy and disrespectful to the work conducted within ESU in order to construct documents such as the Human Rights and Solidarity Strategy, when they are ignored in situations where they should rightly be followed and implemented. It’s also troubling when we face the situation where there are no candidates for hosting events such as the BM76.”

Er það trú LÍS að ekki var talað fyrir daufum eyrum og einnig ætlun LÍS að fylgja þessari atburðarás eftir. Þennan galla í kerfinu verður að lagfæra og koma í veg fyrir að ESU lendi í þessum aðstæðum aftur.

Fulltrúar LÍS sneru aftur af fundinum, ánægðir með sitt framlag, það alþjóðastarf sem LÍS taka þátt í er ómetanlegt og mjög mikilvægt að hlúð sé að því með alúð og metnaði. Hlakka fulltrúar einnig til þess að hefjast þegar handa á þeim verkefnum sem þeir eru með í farteskinu fyrir seinni hluta starfsárs.

 

Frétt unnin af Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur

Read More