
Landsþing LÍS 2018 Jafnrétti til náms. Hvað er jafnrétti til náms og hvernig tryggjum við það?
Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Jafnrétti til náms“ í hinum víðasta skilningi. Snert verður á sem flestum flötum er varða jafnrétti til náms í háskólakerfinu a Íslandi, hvar stöndum við framarlega og hvar getum við gert betur. Á þinginnu er stefnt að því að leggja grunninn að jafnréttisstefnu LÍS sem síðan verður unnin í framhaldi af þinginu og sá efniviður sem hlýst þar nýttur sem undirstaðan.
Landsþing LÍS verður haldið nú um helgina 23. – 25. mars í Háskólanum á Bifröst og sáu aðildarfélögin NFHB, NLBHÍ, NLHÍ, SH og SÍNE um skipulagningu þetta árið.
Yfirskrift þingsins að þessu sinni er „Jafnrétti til náms“ í hinum víðasta skilningi. Snert verður á sem flestum flötum er varða jafnrétti til náms í háskólakerfinu a Íslandi, hvar stöndum við framarlega og hvar getum við gert betur. Á þinginnu er stefnt að því að leggja grunninn að jafnréttisstefnu LÍS sem síðan verður unnin í framhaldi af þinginu og sá efniviður sem hlýst þar nýttur sem undirstaðan. Jafnrétti til náms er eitthvað sem allir stúdentar eiga að láta sig varða því það er hagur okkar allra að allir þeir sem hafa metnað og elju til þess að sækja sér menntun hafi til þess tækifæri án hindrana.
Ásamt því að vinna að jafnréttisstefnu í vinnustofum, fá fyrirlestra frá sérfræðingum í jafnréttismálum innan háskólanna og almennra aðalfundastarfa þá verður einnig kynnt fyrir þinginu ný gæðastefna sem grunnurinn var lagður að á síðasta landsþingi. Hún verður borin upp fyrir þingið og gefst aðildarfélögum tækifæri til að ræða stefnuna og leggja fram breytingartillögur. Hún verður síðan borin upp til samþykktar sem opinber gæðastefna LÍS.
Mennta- og menningarmálaráðherra mun einnig ávarpa þingið, fjalla um jafnrétti til náms sem og stöðuna almennt í háskólamálum á Íslandi. Að erindi hennar loknu munu stúdentar í sal geta borið upp spurningar við ráðherra til að efla hið mikilvæga samtal sem þarf að eiga sér stað á milli stúdenta og ráðamanna.
Hér má finna handbók þingsins en þar má sjá lista yfir alla fyrirlesara þingsins, dagskrá og aðrar upplýsingar.
Mikil tilhlökkun ríkir innan framkvæmdastjórnar LÍS fyrir þinginu enda skapast jafnan fjörugar umræður um hin ýmsu mál, en þó með eitt megin markmið, að efla hagsmunabaráttu stúdenta á öllum sviðum!
Mikil samstaða, vinnusemi og gleði var á Landsþingi LÍS 2017 sem haldið var í Háskóla Akureyrar.
Fundur með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra
Við fórum á fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, síðastliðinn föstudag þar sem ræddar voru fyrirhugaðar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Eins og greint var frá fyrir viku samþykkti framkvæmdastjórn LÍS áherslur vegna breytinganna en fengum við tækifæri á fundinum til að fara ítarlega yfir þær.
Við fórum á fund með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, síðastliðinn föstudag þar sem ræddar voru fyrirhugaðar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Eins og greint var frá fyrir viku samþykkti framkvæmdastjórn LÍS áherslur vegna breytinganna en fengum við tækifæri á fundinum til að fara ítarlega yfir þær.
Á fundinum staðfesti ráðherra ósk stúdenta um sæti tveggja fulltrúa þeirra í starfshóp þann er kemur til með að endurskoða LÍN.
“Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri öflugu og metnaðarfullu hagsmunagæslu sem LÍS stendur fyrir. Ég hef lagt áherslu á að námsmenn verði með í ráðum þegar breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna verða útfærðar. Fulltrúar námsmanna munu fá fulltrúa í verkefnahóp um endurskoðun á námslánakerfinu. Við ætlum að klára endurskoðunina á þessu kjörtímabili og bæta kjör námsmanna. Ég hlakka til að starfa með námsmannahreyfingunni á þeirri vegferð,”
Við þökkum fyrir góðan fund og hlökkum til samstarfsins.
Áherslur LÍS vegna breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna
Í kvöld samþykkti framkvæmdastjórn LÍS áherslur vegna breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Þá er um að ræða ákveðin tímamót í sögu samtakanna en LÍS hafa aldrei ályktað um LÍN fyrr en nú.
Í kvöld samþykkti framkvæmdastjórn LÍS áherslur vegna breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Þá er um að ræða ákveðin tímamót í sögu samtakanna en LÍS hafa aldrei ályktað um LÍN fyrr en nú.
Þá eru þær ákall um breytingar meðal annars til þess fallandi að efla jöfnunarhlutverk sjóðsins með ríku samráði við stúdenta. LÍS krefjast þess að við fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar á LÍN verði skipaðir að minnsta kosti tveir fulltrúar stúdenta. LÍN er til fyrir tilstilli stúdenta og því gríðarlega mikilvægt að rödd þeirra sé sterk við endurskoðun og almenna stjórnun sjóðsins. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur einstaklinga sem ekki verður talað fyrir með einungis einum fulltrúa.
Áherslurnar eru hugsaðar til þess að ýta á eftir breytingum sem eru stúdentum í hag en einnig til að fulltrúar stúdenta í starfshóp, er falið verður að endurskoða lög um LÍN, hafi skýrar áherslur til að vinna eftir.
LÍS kalla eftir því að hópurinn taki til starfa sem fyrst enda brýnt að rétta hag stúdenta.
Við erum tilbúin. En ríkisstjórnin?
Áherslurnar í heild sinni má nálgast hér að neðan.
FRAMLENGDUR FRESTUR: Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingi til þess að sitja í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema
Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Nánari upplýsingar veitir Aldís Mjöll Geirsdóttir formaður LÍS á lis@haskolanemar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.
Opið bréf nemenda sviðslistadeildar til stjórnar Listaháskóla Íslands
Við, nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, hyggjumst ekki greiða skólagjöld vorannar 2018. Slæm aðstaða deildarinnar og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar kemur í veg fyrir að við getum stundað nám í okkar listgreinum eins og lagt var upp með þegar skólaganga okkar í Listaháskóla Íslands hófst. Við teljum okkur hafa verið svikin um þá þjónustu og aðstöðu til náms sem okkur var lofað. Þessi aðgerð er því ekki aðeins gerð í mótmælaskyni til að hreyfa við stjórn og stjórnendum skólans, heldur á grundvelli þess að alger forsendubrestur hafi orðið í viðskiptasambandi okkar við skólann.
Landssamtök íslenskra stúdenta taka undir og standa með nemendum við Listaháskóla Íslands enda hafa nemendur þar þurft að sætta sig við óviðunandi aðstæður allt of lengi. Úr þessum vanda þarf að bæta strax.