Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

LÍS hefur skyldur við framtíðina

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa farið vel af stað. Fimm ára saga er ekki löng í neinum skilningi en starfsemi samtakanna hefur verið að festast í sessi og þau eru farin að gera sig gildandi í málefnum íslenskra háskólastúdenta svo eftir er tekið. Háskólinn á Bifröst fagnaði því framtaki að stofna samtökin og Bifröst hefur í tvígang verið vettvangur fyrir landsþing þeirra og það hefur verið mikill heiður fyrir skólann.

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa farið vel af stað. Fimm ára saga er ekki löng í neinum skilningi en starfsemi samtakanna hefur verið að festast í sessi og þau eru farin að gera sig gildandi í málefnum íslenskra háskólastúdenta svo eftir er tekið. Háskólinn á Bifröst fagnaði því framtaki að stofna samtökin og Bifröst hefur í tvígang verið vettvangur fyrir landsþing þeirra og það hefur verið mikill heiður fyrir skólann.

Með Landssamtökum íslenskra stúdenta eru nemendur í öllum háskólum landsins virkjaðir til leiks í hagsmunamálum sínum og breiðari umfjöllun og samstaða meðal allra stúdenta styrkir málstaðinn og tryggir að frekar er á raddir þeirra hlustað. Samtökin og álitsgerðir þeirra og samþykktir sem byggja á vandaðri umræðu og vinnu hafa mikla þýðingu fyrir þróun íslenskra háskóla. Það skiptir miklu máli þegar leitast er við að bæta íslenskra háskóla þannig að þeir styrki atvinnulífið og samfélagið með starfsemi sinni að samtökin komi að málum með afgerandi hætti.

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa eins og íslenskir háskólar skyldur við framtíðina. Markmið okkar allra er að gera Ísland að öflugra og betra samfélagi þar sem háskólamenntað fólk kýs að finna sér starfsvettvang og búa í. Samtökin hafa í upphafi vegferðar sinnar verið að rækta þessar skyldur.

Ég óska Landssamtökum íslenskra stúdenta til hamingju með þennan áfanga í starfinu og sendi bestu óskir um áframhaldandi velgengni frá Háskólanum á Bifröst.

Vilhjálmur Egilsson

Rektor Háskólans á Bifröst

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er sú fimmta í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Undir sama þaki – samstarf BHM við LÍS

Afmaeli_thorunn-08.jpg

Bandalag háskólamanna (BHM) og LÍS hafa átt með sér formlegt samtarf frá vormánuðum 2015. Reynslan af því er afar góð. Markmið okkar er að efla þekkingu stúdenta á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði og vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál.

Starfsemi LÍS er kraftmikil og mikilvæg tenging BHM við stúdentahreyfingarnar hér á landi. LÍS hefur haft skrifstofu til umráða í húsnæði BHM í Borgartúni 6 og samgangur starfsfólks bandalagsins og LÍS-aranna stöðugt verið að aukast.

LÍS hefur veitt BHM mikilvæga innsýn í endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna en þar á LÍS tvo fulltrúa. Það er gott að vita af fulltrúum stúdenta í þessari mikilvægu vinnu sem snertir nær alla félagsmenn okkar. LÍS er einnig tengiliður BHM við Gæðaráð háskólanna en samtökin eiga sæti í ráðgjafarnefnd ráðsins. Það er okkur mikils virði að fá frá LÍS upplýsingar þróun háskólanáms hér á landi og gæðakröfurnar sem miðað er við.

BHM og LÍS hafa efnt til upplýsinga- og umræðufunda fyrir stúdenta, m.a. um geðheilbrigðismál, og beitt sér saman í hagsmunamálum gagnvart stjórnvöldum, t.d. um starfsnám á háskólastigi. Fulltrúar LÍS hafa tekið þátt í fjölmörgum fundum á vegum BHM og gert sig gildandi.

Það var gæfuspor fyrir BHM að efna til samstarfs við LÍS og ekki síður að hafa skrifstofu samtakanna undir okkar þaki í Borgartúni. Við væntum mikils af áframhaldandi samstarfi við LÍS.

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Formaður Bandalags háskólamanna

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er sú fjórða í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More
Elsa Drífudóttir Elsa Drífudóttir

Langar þig að læra?

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta halda upp á 5 ára afmæli um þessar mundir og því ber að fagna. Margt hefur áunnist á síðastliðnum fimm árum og er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að samtökin hafi náð jafn langt og raun ber vitni á svo stuttum tíma.  Hlutverk LÍS er að sinna hagsmunagæslu fyrir stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis en það er gríðarlega mikilvægt fyrir stúdenta að hafa sameiginlega rödd og geta staðið saman öll sem eitt til þess að bæta kjör stúdenta. Saman erum við sterkara afl.

sonja

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta halda upp á 5 ára afmæli um þessar mundir og því ber að fagna. Margt hefur áunnist á síðastliðnum fimm árum og er í raun ótrúlegt að hugsa til þess að samtökin hafi náð jafn langt og raun ber vitni á svo stuttum tíma.  Hlutverk LÍS er að sinna hagsmunagæslu fyrir stúdenta á Íslandi sem og íslenskra stúdenta erlendis en það er gríðarlega mikilvægt fyrir stúdenta að hafa sameiginlega rödd og geta staðið saman öll sem eitt til þess að bæta kjör stúdenta. Saman erum við sterkara afl.

Að hafa þann möguleika að stunda nám á háskólastigi eru mannréttindi. Allir sem hafa áhuga og vilja til þess að stunda nám eiga að hafa rétt á því óháð kyni, kynhneigð, trú, uppruna, efnahag, búsetu, líkamlegrar eða andlegrar fötlunar, félagslegar aðstæðna eða stöðu að öðru leyti.

Jafnréttisbarátta stúdenta síðustu ára og áratuga hefur komið okkur langt. Ýmis kjör hafa verið bætt og er gaman að líta yfir farinn veg. Með því að koma á fót lánasjóð sem tryggir fólki tækifæri til náms án tillits til efnahags hefur aðgengi að háskólakerfinu aukist, en betur má ef duga skal. Með því að fjölga stöðugildum táknmálstúlka innan háskólakerfisins var verið að bætaaðstöðu þeirra sem eru döff. Eins hafa breyttar reglur LÍN - Lánasjóðs íslenskra námsmanna gefið flóttafólki betri kost á að stunda háskólanám á Íslandi.

En er raunverulega komið á jafnrétti fyrir alla að geta stundað nám á háskólastigi? Er jafnrétti við lýði þegar reglur LÍN um frítekjumark og framfærslulán eru úreltar? Er jafnrétti þegar fatlaðir einstaklingar neyðast til að velja háskóla út frá aðstöðu og þjónustu sem er í boði en ekki út frá gæðum og framboði námsins sem skólinn býður upp á? Er jafnrétti til náms þegar nauðsynlegt er að tala íslensku til þess að geta stundað grunnnám í háskólum á Íslandi?

Svarið er nei. Það er ekki jafnrétti til náms þegar ennþá eru hópar á Íslandi sem vilja stunda háskólanám en hafa ekki tök á því.

LÍS og aðildarfélög halda áfram að berjast fyrir réttindum stúdenta, öll sem eitt. Því allir eiga að hafa þann möguleika að læra það sem þeir vilja á sínum forsendum.


Sonja Björg Jóhannsdóttir

Jafnréttisfulltrúi LÍS

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er sú þriðja í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Grein í tilefni af 5 ára afmæli LÍS

Háskólaárin geta skipt sköpum við að undirbúa ungt fólk fyrir virka þátttöku á vinnumarkaðinum og í lýðræðissamfélagi þar sem rödd þeirra fær að heyrast. Til að háskólar standi undir þessu veigamikla verkefni verða þeir að bjóða upp á nám og kennslu sem styður háskólanema í að öðlast þekkingu, leikni og hæfni sem mun nýtast þeim í framtíðinni í námsumhverfi þar sem hagsmunir þeirra eru tryggðir. Á þeim fimm árum sem eru liðin síðan Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð hafa samtökin fest sig í sessi sem sameinuð rödd stúdenta á Íslandi – rödd sem veitir aðhald og stendur vörð um þessa hagsmuni.

R'UNASIGGI.jpg

Háskólaárin geta skipt sköpum við að undirbúa ungt fólk fyrir virka þátttöku á vinnumarkaðinum og í lýðræðissamfélagi þar sem rödd þeirra fær að heyrast. Til að háskólar standi undir þessu veigamikla verkefni verða þeir að bjóða upp á nám og kennslu sem styður háskólanema í að öðlast þekkingu, leikni og hæfni sem mun nýtast þeim í framtíðinni í námsumhverfi þar sem hagsmunir þeirra eru tryggðir. Á þeim fimm árum sem eru liðin síðan Landssamtök íslenskra stúdenta voru stofnuð hafa samtökin fest sig í sessi sem sameinuð rödd stúdenta á Íslandi – rödd sem veitir aðhald og stendur vörð um þessa hagsmuni.

Rannís hefur það hlutverk að styðja við rannsóknir, nýsköpun, menntun, menningu, æskulýðsstarf og íþróttir og eru háskólamál þar engin undantekning. Hér er rekin Landskrifstofa Erasmus+, sem meðal annars býður upp á tækifæri fyrir stúdenta til að auka færni sína og fá fjölbreyttari námsmöguleika með dvöl erlendis. Vandað starf LÍS í alþjóðamálum, ekki síst með stefnu samtakanna um alþjóðavæðingu íslensks háskólasamfélags, hefur hjálpað okkur við að skerpa á mikilvægi þess að nemendur hafi jafnt aðgengi að námstækifærum erlendis, að greina hvaða hindranir geta helst komið upp og að finna lausnir. Við deilum þeirri sýn að þátttaka í áætlun eins og Erasmus+ auki gagnrýna hugsun og þekkingu og geti stuðlað að umburðarlyndara samfélagi. Verkefni eins og Student Refugees á Íslandi, sem LÍS tekur þátt í til að auðvelda flóttafólki að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi, sýna vel hvað samtökin geta komið góðu til leiðar í þessum efnum.

Rannís hefur á undanförnum árum átt í formlegu samstarfi við LÍS með þátttöku í Bologna Reform in Iceland (BORE), stefnumótunarverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytisins á sviði háskólastigsins og nútímavæðingar þess. Markmið verkefnisins er meðal annars að treysta stöðu stúdenta í gæðamálum en stúdentar eru, og hafa verið, öflugir þátttakendur í rammaáætlun Gæðaráðs íslenskra háskóla um eflingu gæða. Sérstaklega ber að nefna að LÍS tilnefnir einn meðlim í Gæðaráð og einn áheyrnarfulltrúa til að sitja fundi ráðsins. Er því óhætt að segja að sjónarmið stúdenta hafi því fengið aukinn sess í umræðu og ákvarðanatöku ráðsins. Einnig tilnefnir LÍS tvo fulltrúa í ráðgjafarnefnd Gæðaráðs, en þar sitja einnig allir gæðastjórar háskólanna. Frá upphafi hafa stúdentar tekið þátt í störfum nefndarinnar, og til dæmis komið að skipulagningu ráðstefna um gæðamál sem nefndin hefur haldið, miðlað upplýsingum til nefndarinnar um strauma og stefnur í hagsmunabaráttu stúdenta á alþjóðavettvangi, og almennt séð til þess að stúdentar hafi öfluga málsvara á þessum vettvangi. Að lokum skal geta þess að LÍS samþykkti metnaðarfulla gæðastefnu sína á síðasta ári, og lyfti þar sannkölluðu grettistaki. Gæðastefnan er leiðarhnoða sem greiðir för til aukinna gæða, stúdentum og öðrum háskólaborgurum til mikilla hagsbóta.

Um leið og við óskum LÍS hjartanlega til hamingju með afmælið viljum við þakka samtökunum fyrir árangursríkt og ánægjulegt samstarf á síðastliðnum fimm árum. Framlag ykkar er mikilvægt og við hlökkum til að starfa áfram með ykkur áfram að bættu háskólasamfélagi á Íslandi.

Rúna Vigdís Guðmarsdóttir

Sigurður Óli Sigurðsson

Sérfræðingar hjá RANNÍS, Rannsóknarmiðstöð Íslands.

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er önnur í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More
Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta

Órar úr efri kojunni

Þarna lá ég, í efri koju á dönsku hosteli vorið 2012, að morgni fyrstu ráðstefnunnar minnar á vegum Evrópusamtaka Stúdenta og hlustaði í hroturnar í herbergisfélögum mínum, steinrunnin. Þegar ég fékk lykilinn daginn áður sagði konan í móttökunni að ég yrði með þremur stelpum í herbergi en að þær kæmu ekki fyrr en seint. Mér brá því nokkuð þegar ég vaknaði, velti mér á hliðina og við blöstu tveir íturvaxnir og hálfberir finnskir karlmenn, þeir Jyri og Juha. Hroturnar komu að mestu frá Finnanum í neðri kojunni, Kim sem var fíngerðari en með engu færri Y-litninga.

Annamarsy_lis5ar

Þarna lá ég, í efri koju á dönsku hosteli vorið 2012, að morgni fyrstu ráðstefnunnar minnar á vegum Evrópusamtaka Stúdenta og hlustaði í hroturnar í herbergisfélögum mínum, steinrunnin. Þegar ég fékk lykilinn daginn áður sagði konan í móttökunni að ég yrði með þremur stelpum í herbergi en að þær kæmu ekki fyrr en seint. Mér brá því nokkuð þegar ég vaknaði, velti mér á hliðina og við blöstu tveir íturvaxnir og hálfberir finnskir karlmenn, þeir Jyri og Juha. Hroturnar komu að mestu frá Finnanum í neðri kojunni, Kim sem var fíngerðari en með engu færri Y-litninga.

Þegar tríóið vaknaði kom auðvitað í ljós að þetta voru hinir mestu mektarmenn. Þeir réttu mér fötin mín upp í koju og buðu mér sjúss af lífsvökvanum Miintu sem er kalt í munni en vermir hjartað og bragðast eins og hið besta tannkrem. Þar sem ég var eini Íslendingurinn á ráðstefnunni tóku þeir mig undir sinn væng og útskýrðu fyrir mér illskiljanlega dagskrárliði, ýmsar skrítnar skammstafanir og ekki síst millilandapólitíkina. Þeir voru frá regnhlífasamtökum stúdenta í Finnlandi – raunar voru nær allir ráðstefnugestir frá slíkum samtökum, innan og utan Evrópu. Sem fulltrúi SHÍ gat ég hinsvegar aðeins talað fyrir hönd stúdenta einnar stofnunnar, Háskóla Íslands. Þegar ég lagðist í kojuna mína síðasta kvöldið, umkringd elsku Finnunum mínum, gat ég ekki varist þeirri hugsun að eitthvað vantaði.

Þegar heim var komið spurðist ég fyrir – Afhverju áttu Íslendingar sjö háskóla en ekkert sameiginlegt hagsmunaafl? Það stóð ekki á svörum: sökum gríðarlegs muns á nemendafjölda milli skólanna höfðu stærstu stúdentafélögin, SHÍ og SFHR aldrei getað komið sér saman um atkvæðahlutfall í stjórn svo regnhlífasamtökin voru aldrei stofnuð. Nú virtist tíminn hinsvegar kominn. Snemma árs 2013 kom í ljós að fyrirhugaðar væru stórar breytingar á LÍN sem væru afar bagalegar fyrir stúdenta. Það leiddi til aukins samvinnuvilja milli stúdentafélaganna og dómsmáls þar sem stúdentar höfðu betur.

Raddirnar runnu í eitt

Hvað LÍS varðar slógu fulltrúar Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst nær samstundis til. Skömmu síðar var HR komið á vagninn og fljótlega áttu allir stúdentar á Íslandi og íslenskir stúdentar erlendis sína fulltrúa í undirbúningshóp Landssamtaka íslenskra stúdenta. Verkið var þó ekki auðsótt. Stundum var lítið sofið og stundum var rifist, bæði fyrir og eftir stofnunina enda kom í ljós að það er meira en bara að segja það að stofna félag sem ætlað er að þjóna svo ólíkum nemendahópum.

Oft var erfiðast að eiga við mitt heimafélag, SHÍ, enda hefur félagið ekki aðeins langstærsta skjólstæðingafjöldann heldur einnig umdeilda sögu af sundurlyndri stúdentapólitík þar sem baráttan snérist gjarnan um völd fremur en hagsmuni. Svo LÍS mætti verða þurfti að vinda ofan af slíkum hugsunarhætti; SHÍ þurfti nefnilega alls ekki á hinum félögunum að halda, það voru hin félögin sem þörfnuðust SHÍ.

Það telst SHÍ því til mikilla tekna að hafa gengið inn í samstarfið með þeim hætti sem gert var. Í raun má sú ákvörðun teljast fordæmisgefandi fyrir fólk og hópa í samfélaginu sem eru í svipaðri stöðu og er jafnframt kjarninn í því sem LÍS stendur fyrir. Þegar þeir sterkustu brjóta odd af oflæti sínu og veita þeim smærri hluta valdsins er það heildinni til heilla.

LÍS eru allt í senn vettvangur fyrir stúdenta til að bera saman bækur sínar varðandi innanskólamál og sameinuð rödd gagnvart íslenskum og erlendum yfirvöldum. Samtökin eru lítið félag með stórt hjarta og skýran vilja til að styrkja menntun á Íslandi. Þau eru sýnilegri og fagmannlegri með hverju árinu en þar að baki liggur linnulaus sjálfboðavinna, vinna sem mig óraði ekki fyrir þar sem ég lá stjörf í kojunni minni 2012.  LÍS var og er hópátak. Samtökin þarfnast margra handa í verk sem aldrei lýkur en svo lengi sem það skilar árangri er starfið þess virði. Það var það fyrir mig, og ég trúi að það sama gildi um aðra stofnaðila.

Í dag finnst mér ég ekki eiga mikið í samtökunum en þau eiga mikið í mér. Ég er stolt og hrærð að fá að fagna fimm ára afmæli þeirra – áfanga sem eitt sinn var aðeins fjarlægur draumur  – og óska stjórn, aðildarfélögum og stúdentum innilega til hamingu.

Anna Marsibil Clausen
Fyrsti formaður LÍS (2013 – 2014)

LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta fagna fimm ára stofnafmæli sínu laugardaginn 3. nóvember næstkomandi. Þessi grein er fyrst í röð greina um störf og sögu samtakanna sem skrifaðar eru að því tilefni.

Read More