Ert þú vefsíðu- og/eða grafískur hönnuður?
Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir vefsíðuhönnuði og/eða grafískum hönnuði í launaða stöðu til að hanna vefsíðuna Student Refugees á Íslandi. Kostur væri ef einn og sami einstaklingurinn gæti séð um bæði hönnun vefsíðunnar og grafíska hönnun, en við tökum einnig á móti umsóknum frá einstaklingum sem búa yfir annarri hvorri menntuninni/hæfninni.
Landssamtök íslenskra stúdenta óska eftir vefsíðuhönnuði og/eða grafískum hönnuði í launaða stöðu til að hanna vefsíðuna Student Refugees á Íslandi. Kostur væri ef einn og sami einstaklingurinn gæti séð um bæði hönnun vefsíðunnar og grafíska hönnun, en við tökum einnig á móti umsóknum frá einstaklingum sem búa yfir annarri hvorri menntuninni/hæfninni.
Student Refugees er verkefni að danskri fyrirmynd en Landssamtök danskra stúdenta (DSF) og Studenterhuset í Danmörku halda uppi vefsíðunni www.StudentRefugees.dk. LÍS vilja yfirfæra verkefnið að íslenskum stöðlum og setja upp vefsíðuna StudentRefugees.is sem mun halda utan um allar þær upplýsingar sem flóttafólk þarf á að halda til að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi.
Starfshópur Student Refugees á Íslandi hefur nú þegar aflað gagna og upplýsinga fyrir leiðarvísi, starf vefsíðuhönnuðarins/grafíska hönnuðarins felst í því að útfæra þau gögn og hanna vefsíðu verkefnisins. Stefnt er að því að vefsíðan fari í loftið í ágúst 2019.
Hæfniskröfur:
Sköpunarhæfni
Menntun sem nýtist í starfi æskileg
Reynsla í hönnun vefsíðna og/eða grafískri hönnun
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Góð ensku og íslensku kunnátta
Umsókn sendist á verkefnastýrur verkefnisins með stuttri kynningu á þér auk ferilskrá.
Salka Sigurðardóttir, alþjóðaforseti LÍS, salka@studentar.is, +354 861 6540
Sonja Björg Jóhannsdóttir, jafnréttisfulltrúi LÍS, sonja@studentar.is, +354 616 2620
Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudagsins 19. mars 2019.
//
The National Union for Icelandic Students (LÍS), is looking for a graphic designer and a web designer to build the Icelandic Student Refugees website.
Student Refugees is a project from a Danish model where The National Union for Danish Students (DSF) and Studenterhuset in Denmark run the website www.StudentRefugees.dk. LÍS wants to adjust the project to Icelandic standards and set up the website StudentRefugees.is, the website will handle all the information that refugees need to apply for universities in Iceland.
The purpose of the job is to create the design and build the website for the project using data and information that the project will provide. The aim is to launch the website in August 2019
Qualifications:
Creative skills
Knowledge of both Icelandic and English languages are required
Independent and disciplined at work
Proven experience inweb design for the graphic designerand website creation for the web designer.
Applications are submitted to the project managers with a brief description of you as well as your CV.
Salka Sigurðardóttir, International Officer of LÍS, salka@studentar.is, +354 861 6540
Sonja Björg Jóhannsdóttir, Equal Rights Officer of LÍS, sonja@studentar.is, +354 616 2620
The deadline for applications is at 11.59PM, Thursday the 19th of March 2019.
Stuðningur við kröfur stúdenta frá samstarfsnefnd háskólastigsins
Samstarfsnefnd háskólastigsins - samráðsvettvangur rektora íslenskra háskóla, hefur sent út bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur stúdenta við úrbætur á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Samstarfsnefnd háskólastigsins - samráðsvettvangur rektora íslenskra háskóla, hefur sent út bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur stúdenta við úrbætur á úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Mikilvægt er að frítekjumark verði hækkað úr 930.000 kr á ári í 1.330.000 kr í samræmi við launaþróun. Einnig þarf að endurskoða húsnæðisgrunn framfærslulána á gagnsæjan máta í samráði við stúdenta, en húsnæðisgrunnur er í dag 75.000 kr á mánuði.
Yfirlýsingin er undirrituð af Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands og formanni samstarfsnefndarinnar.
Yfirlýsinguna má lesa hér:
Áskorun til þingflokka um að sýna kröfum stúdenta samstöðu í verki
Stúdentar og ungliðahreyfingar flokka skora á þingflokka til að sýna samstöðu í verki og mæta á samstöðufund 26. febrúar n.k. kl 09:00 fyrir utan Lánasjóð íslenskra námsmanna að Borgartúni 21. Þá á sér stað stjórnarfundur LÍN þar sem tekin verður ákvörðun um úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2019-2020.
Stúdentar og ungliðahreyfingar flokka skora á þingflokka til að sýna samstöðu í verki og mæta á samstöðufund 26. febrúar n.k. kl 09:00 fyrir utan Lánasjóð íslenskra námsmanna að Borgartúni 21. Þá á sér stað stjórnarfundur LÍN þar sem tekin verður ákvörðun um úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2019-2020.
Áskorunina í heild sinni má lesa hér að neðan:
Bandalag háskólamanna styður LÍS í kröfum um hærri framfærslu og frítekjumark hjá LÍN
Bandalag háskólamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfur stúdenta um betri Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Bandalag háskólamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfur stúdenta um betri Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Yfirlýsingin hljóðar svo:
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa réttilega bent á að framfærslulán Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) duga ekki til framfærslu hér á landi. Námsmaður í leigu- eða eigin húsnæði fær nú að hámarki um 184 þúsund krónur í framfærslulán á mánuði. Sjóðurinn veitir slík lán aðeins í níu mánuði á ári og er gert ráð fyrir að námsmenn brúi bilið milli ófullnægjandi lána og raunverulegs framfærslukostnaðar með vinnu í þrjá mánuði. Hins vegar eru möguleikar námsmanna til að gera slíkt afar takmarkaðir því frítekjumark sjóðsins er lágt, aðeins 930 þúsund krónur fyrir skatt. Séu tekjur umfram þetta mark skerðast lánin. LÍS hafa því krafist þess að bæði framfærslulánin og frítekjumarkið verði hækkuð.
BHM lýsir yfir fullum stuðningi við þessar sanngjörnu og réttmætu kröfur LÍS.
LÍS þakka fyrir mikilvægan stuðning í baráttunni fyrir bættum kjörum stúdenta.
Loftslagsverkfall
LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, ásamt SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar efna til loftslagsverkfalls. Verkfallið mun eiga sér stað á Austurvelli næsta föstudag, þann 22. febrúar – og alla næstu föstudaga – á milli klukkan 12–13.
LÍS, Landssamtök íslenskra stúdenta, ásamt SÍF, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar efna til loftslagsverkfalls. Verkfallið mun eiga sér stað á Austurvelli næsta föstudag, þann 22. febrúar – og alla næstu föstudaga – á milli klukkan 12–13.
Verkfallið er innblásið af hinni sænsku Gretu Thunberg, en skólaverkfall hennar hefur vakið mikla athygli. Nú þegar hafa tugþúsundir ungmenna farið að hennar fordæmi og flykkst út á götur til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar, m.a. í Belgíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Svíþjóð.
Nýjustu tölur Gallup sýna að fleiri Íslendingar en nokkru sinni fyrr hafa áhuga á – og áhyggjur af – umhverfismálum (http://bit.ly/2IuvEp4), en þó fer losun gróðurhúsalofttegunda enn vaxandi. Við viljum sýna stjórnvöldum að almenningur sé meðvitaður um alvarleika málsins og vilji rótttækar aðgerðir.
Stjórnvöld hafa sett sér aðgerðaráætlun í loftslagsmálum til ársins 2030 og gera meðal annars ráð fyrir kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við viljum styðja við bakið á þeim aðgerðum, en betur má ef duga skal. Núverandi aðgerðaáætlun er ekki í samræmi við markmið um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á heimsvísu og við krefjumst aðgerða sem eru líklegar til að skila þeim árangri.
Ljóst er að stórauka þarf fjárframlög til loftslagsaðgerða. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) reiknast til að verja þurfi 2,5% af heimsframleiðslu til loftslagsmála á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan við 1,5 gráður. Núverandi áætlun er upp á 0,05% af þjóðarframleiðslu á ári næstu fimm árin.
Við krefjumst þess að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5% af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða. Þar verður atvinnulífið einnig að axla ábyrgð og til þess verður ákveðin viðhorfsbreyting að eiga sér stað.