Opið fyrir umsóknir í nefndir LÍS // Applications Open for LÍS’ Committees
ENGLISH BELOW
Taktu þátt í hagsmunabaráttu stúdenta á landsvísu!
Hefur þú áhuga á félagsstörfum? Langar þig til að hafa áhrif? Viltu taka þátt í hagsmunabaráttu með háskólanemum frá öllum háskólum landsins?
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í gæðanefnd, lagabreytinganefnd, alþjóðanefnd og jafnréttisnefnd.
HVAÐ ERU LÍS?
Landssamtök íslenskra stúdenta, eða LÍS, voru stofnuð 3. nóvember 2013 og eru samtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. LÍS eru regnhlífarsamtök og standa að þeim átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis. LÍS er því í forsvari fyrir rúmlega 20 þúsund íslenskra stúdenta.
HVERNIG SÆKI ÉG UM?
Opið er fyrir umsóknir til 1. október 2024. Í umsókn skal koma fram: Hvaða nefnd þú sækir um í, nafn, menntun, reynsla af félagsstörfum og/eða önnur reynsla sem gæti nýst og stutt lýsing á ástæðu umsóknar. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um! Umsóknir berast á varaforseti@studentar.is.
Nánar um hverja nefnd:
ALÞJÓÐANEFND
Alþjóðanefnd LÍS sinnir alþjóðlegum skuldbindingum LÍS, sækir fróðleik til alþjóðlegra stúdenta og færir þann fróðleik heim til Íslands. Nefndin sinnir undirbúningsvinnu og úrvinnslu í kringum alþjóðlega viðburði sem fulltrúar LÍS sækja, þá einna helst á vegum Evrópusamtaka stúdenta (ESU), ásamt því að endurskoða alþjóðastefnu LÍS. Með þátttöku í nefndinni munu meðlimir fá innsýn inn í starf LÍS og ekki síður inn í störf alþjóðlegra stúdentahreyfinga en nefndin sér um að kynna sér og vekja athygli á tækifærum til þátttöku stúdenta í alþjóðlegu stúdentasamstarfi. Nefndin mun í sameiningu móta starf vetrarins undir handleiðslu alþjóðafulltrúa. Eitt sæti er laust í nefndinni. Hvers kyns reynsla eða þekking á alþjóðlegri umhverfi er kostur en alls ekki krafa, einungis brennandi áhugi á því að læra nýja hluti!
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Þóru Margréti Karlsdóttur, alþjóðafulltrúa LÍS. Netfang: althjodafulltrui@studentar.is.
GÆÐANEFND
Brennur þú fyrir eflingu íslensks háskólaumhverfis? Þá er gæðanefndin fyrir þig. Nefndin starfar náið með fjölbreyttum einstaklingum og stofnunum á landsvísu sem vinna að eflingu gæða háskólanáms svo sem Rannís og Gæðaráði íslenskra háskóla. Skemmtileg verkefni eru á döfinni starfsárið sem öll hafa það að markmiði að auka þekkingu á gæðamálum meðal íslenskra stúdenta sem og að efla þátttöku þeirra í gæðastarfi háskólanna. Um er að ræða einstakt tækifæri til að efla gæði háskólanáms á Íslandi.
Við óskum eftir þremur metnaðarfullum og vinnusömum einstaklingum í nefndina.
Viljir þú vita meira getur þú haft samband við Lilju Margréti Óskarsdóttur, gæðastjóra LÍS. Netfang: lilja@studentar.is
JAFNRÉTTISNEFND
Jafnréttisnefnd heldur utan um verkefni og viðburði LÍS sem tengjast jafnréttismálum. Nefndin ber ábyrgð á því að jafnrétti sé framfylgt í öllum málum og skal vera framkvæmdarstjórn LÍS til ráðgjafar í störfum og málefnum stjórnar. Nefndin mun eiga í samráði við jafnréttisnefndir háskólanna og taka þátt í öðrum verkefnum. Laus sæti í nefndinni eru þrjú.
Ef þú vilt frekari upplýsingar getur þú haft samband við Írisi Björk Ágústsdóttur. Netfang: jafnrettisfulltrui@studentar.is
LAGABREYTINGANEFND
Lagabreytinganefnd LÍS sér um endurskoðun á lögum og verklagi á hverju ári. Tryggja þarf að lögin séu í samræmi við starf samtakanna og að samtökin fylgi þeim í hvívetna. Lagabreytinganefnd sér um gerð á breytingartilögum sem lagðar eru fyrir fulltrúarráð LÍS. Séu tilögurnar samþykktar þar fara þær fyrir Landsþing LÍS sem er æðsta ákvörðunarvald samtakanna. Möguleikarnir til þess að bæta skilvirkni og starf samtakanna eru því miklir með þátttöku í lagabreytinganefnd. Óskað er eftir einstaklingum sem hafa áhuga á lögum og lagabreytingum. Lögfræðiþekking er ekki skilyrði en þó kostur. Laus sæti í nefndinni eru fjögur.
Umsóknir og óskir um frekari upplýsingar skulu berast Guðna Thorlacius, varaforseta samtakanna, með því að senda tölvupóst á varaforseti@studentar.is.
Hæfniskröfur
Að umsækjandi sé í háskólanámi eða að ekki sé meira en ár liðið frá því að hann var stúdent.
Vilji til þess að fylgja stefnumálum og verklagi LÍS.
Vilji til þess að vinna með öðrum nefndarmeðlimum og til þess að leggja sitt af mörkum
Reynsla af starfi innan stúdentahreyfinga háskólanna er æskileg. Reynsla af félagsstarfi utan háskólanna er líka æskileg.
Be an active participant in advocating for student rights!
Are you interested in volunteering? Are you enthusiastic about the fight for students’ rights? Do you want to have an impact? Do you want to work with students from all over the country, even the world?
The National Union of Icelandic Students (LÍS) has available seats in four of its committees: the International Committee, the Quality Committee, the Law Committee and the Equality Committee.
WHAT IS LÍS?
The National Union of Icelandic Students, or LÍS, was founded November 3rd, 2013, and is an union for students of higher education in Iceland and for Icelandic students abroad. LÍS is an umbrella organization within which there are eight member unions that represent the students of the University of Akureyri, Bifröst University, the Agricultural University of Iceland, Hólar University College, University of Iceland, Reykjavík University, the Art Academy of Iceland, and for Icelandic students that study abroad. LÍS therefore represents about 20 thousand students.
Further information about the union can be found here.
HOW DO I APPLY?
Applications are open until October 1st. Let us know which committee you are interested in, your name, education, experience of social activities and/or other relevant experience and a few sentences describing your motivation for applying. We encourage individuals of any gender to apply for the available positions.
More information on the committees with available positions:
INTERNATIONAL COMMITTEE
The International Committee is responsible for the international obligations of LÍS. It gathers knowledge from foreign student unions and brings that knowledge back to Iceland. The Committee prepares and processes international events attended by LÍS representatives, primarily under the European Student Union (ESU). They will also work on updating LÍS’s international policy. Through participation in the committee, members will gain insight into the work of LÍS, as well as the work of international student movements. The Committee is responsible for shedding light on opportunities regarding student participation in any kind of international student co-operation. The committee will, under the guidance of the International Officer, collectively shape the committee’s activities for the upcoming academic year. There is one seat available in the international committee.
For further information you can contact Þóra Margrét Karlsdóttir, the International Officer of LÍS. Email: althjodafulltrui@studentar.is.
QUALITY COMMITTEE
Are you passionate about improving the Icelandic system of higher education? Then the Quality Committee is something for you. The Committee is responsible for the engagement of students in quality assurance nationwide and works closely with other units and institutions that work on the improvement of the quality of higher education. E.g. the Icelandic Centre for Research (RANNÍS) and the Quality Council of Icelandic Universities. All projects have a goal of promoting knowledge of quality matters among Icelandic students and inspire their participation. This is a unique opportunity to improve the quality of higher education in Iceland. There are three seats available in the Quality committee.
For further information you can contact Lilja Margrét Óskarsdóttir, the Quality Officer of LÍS. Email: lilja@studentar.is.
LAW COMMITTEE
The Legislative Committee reviews LÍS´s standing orders and procedures each year. It must be ensured that the standing orders are in line with the work of the organization and also that the organization follows them to the fullest. The Legislative Committee prepares amendments to the standing orders and proposes them to the Representative board. If they approve of the amendments, they get sent to the General Assembly for confirmation. Therefore the Legislative committee provides a great opportunity to improve the efficiency and general work of the association. The Legislative Committee wishes for applicants interested in law and legal amendments. Knowledge of law is not necessary, but beneficial. There are four available seats in the Law committee.
For further information you can contact Guðni Thorlacius, the Vice President of LÍS. Email: varaforseti@studentar.is.
EQUALITY COMMITTEE
The Equal Rights Committee is involved in and responsible for tasks and events that LÍS undertakes that involve social justice-related affairs. The committee is responsible for overseeing that everyone is equal in all of LÍS’ affairs and shall guide and advise the Executive Committee of LÍS in matters of equality and equal rights. The committee will be working with the equal rights committees and officers of member unions as well as participating in other projects. There are three available seats in the Equality committee.
If you would like further information, you can contact Íris Björk Ágústsdóttir, the Equality Officer of LÍS. Email: jafnrettisfulltrui@studentar.is.
Spennandi tækifæri fyrir doktorsnema: Úttektarnefnd á vegum Gæðamats háskóla // Exciting Opportunity for Doctoral Students: IAQA Review Panel Participation
LÍS auglýsa eftir doktorsnema og nýlega útskrifuðum til að taka þátt í úttektarnefnd sem meta mun umsóknir háskóla um heimild til að veita doktorsgráður.
LÍS are seeking a doctoral student or a recent graduate to participate in a review Panel evaluating applications for authorisation of a university to award doctoral degrees.
(ENGLISH BELOW)
LÍS barst þessi beiðni frá Gæðamati háskóla. LÍS mun velja tvo einstaklinga af ólíku kyni til að tilnefna í úttektarnefndina, en á endanum er það ákvörðun Gæðamats háskóla hver verður ráðinn og verður aðeins einn umsækjandi valinn.
Mikilvægar upplýsingar og dagsetningar:
Úttektarheimsókn fer fram á staðnum í viðkomandi háskóla 29. - 31. október.
Undirbúingur fer fram í gegnum tvo fjarfundi:
23. september kl. 9:00-12:00
14. október kl. 9:00-12:00
Meðlimir í úttektarnefnd fá greitt kr. 200.000 ISK fyrir vinnuna.
Umsóknarfrestur er til og með 13. september.
Sækið um með því að senda bæði ferilskrá og kynningarbréf á gaedastjori@studentar.is.
Skilyrði:
Doktorneminn skal vera laus allan daginn þá daga sem úttektin fer fram.
Doktorsneminn má ekki stunda nám við eða hafa náin tengsl við háskólann sem úttektin verður gerð á. Við getum veitt upplýsingar um hvaða háskóla um ræðir í tölvupósti, gaedastjori@studentar.is
Úttektarnefndin þarf að staðfesta með því að undirrita samning að engir hagsmunaárekstrar séu til staðar.
Einstaklingurinn má hafa útskrifast úr doktorsnámi en þá ekki fyrir meira en einu ári.
Einstaklingurinn skal vera vel talandi og skrifandi á ensku.
Einstaklingurinn skal hafa reynslu af því að vera stúdent í íslenskum háskóla.
Umsóknum og spurningum skal beina að gæðastjóra LÍS, Lilju Margréti, á gaedastjori@studentar.is.
//
LÍS are seeking a doctoral student to participate in a review Panel evaluating applications for authorisation of a university to award doctoral degrees.
LÍS received this request from the Icelandic Agency for Quality Assurance (IAQA). LÍS will select two individuals of different genders to nominate for the review Panel, but in the end IAQA will decide who will be hired and only one applicant will be selected.
Important information and dates:
The review will take place at the site of the university on the 29th - 31st of October.
Two online preparation meetings will be held:
September 23rd at 09:00 - 12:00
October 14th at 09:00 - 12:00
Panel members receive a payment of 200.000 ISK for their work.
The application deadline is September 13th.
Apply by sending both your CV and a cover letter to LÍS’ Quality Officer Lilja Margrét Óskarsdóttir via gaedastjori@studentar.is.
Requirements:
The doctoral student must be available all day on the days of the review.
The doctoral student may not study at, or have close ties with, the university in question. If you are interested in applying, email our Quality Officer via gaedastjori@studentar.is and we can give you more information on which university is being reviewed.
The review panel will need to sign a declaration of interest to confirm that there is no conflict of interest.
The individual may have graduated from doctoral studies, but no more than one year ago.
The individual must be fluent in spoken and written English.
The individual must have experience of being a student at an Icelandic university.
Please send any questions and/or applications to LÍS’ Quality Officer, Lilja Margrét, at gaedastjori@studentar.is.
Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra // The National Union of Icelandic Students seeks a new Executive Director
// English below //
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) eru regnhlífarsamtök allra háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. Hlutverk samtakanna er að standa vörð um hagsmuni stúdenta hérlendis sem og hagsmuni íslenskra stúdenta á alþjóðavettvangi og um leið skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög. Samtökin halda utan um verkefni af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að bæta hagsmuni stúdenta og tryggja jafnrétti til náms.
Samkvæmt lögum LÍS sinnir framkvæmdastjóri daglegum rekstri og hefur yfirumsjón með fjármálum samtakanna.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Umsjón með fjármálum samtakanna
Gerð fjárhagsáætlunar og ársreiknings
Umsjón með vefsíðu samtakanna
Hefur samningsumboð fyrir hönd samtakanna og sækir um styrki
Heldur utan um framkvæmd viðburða
Hæfniskröfur:
Þekking og reynsla af fjármálum og bókhaldi er skilyrði
Menntun sem nýtist í starfi er kostur
Góð samskiptahæfni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Áhugi og þekking á hagsmunabaráttu stúdenta er æskileg
Góð kunnátta í íslensku og ensku
Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi
Framkvæmdastjóri verður ráðinn í 80% starf til og með 1. júní 2025 og hefur vinnuaðstöðu á skrifstofu LÍS í Borgartúni 27, 105 Reykjavík.
Spurningum um starfið er hægt að beina til forseta LÍS:
Lísa Margrét Gunnarsdóttir, lisa@studentar.is, s. 863-2249.
Umsókn sendist á netfang samtakanna lis@studentar.is með kynningarbréfi auk ferilskrár. Umsóknarfrestur er til 23:59 miðvikudaginn 11. september.
//
The National Union of Icelandic Students seeks a new Executive Director
The National Union of Icelandic Students is the umbrella organisation for student unions at all universities in Iceland as well as the association of Icelandic students studying abroad. The union’s role is to safeguard student rights both in Iceland and regarding Icelandic students abroad. The organisation manages projects of various kinds, all of which revolve around advocating for student rights.
According to LÍS’s regulations, the executive director handles day-to-day operations and oversees the association’s finances.
Main tasks and responsibilities:
Overseeing the association’s finances
Preparation of the organisation’s annual report and budget plan
Overseeing the organisation’s website
Managing contracts and communication with various stakeholders
Event management
Qualification
Knowledge and experience of finance and accounting
An education that is useful in the job is an advantage
Good communication skills as well as independent and disciplined work methods
Interest and knowledge about student rights
Good knowledge of Icelandic and English
Other knowledge and experience that might prove useful to the job
The Executive Director will be hired for a 80% position until the 1st of June 2025 and will be situated in LÍS’s headquarters in Borgartún 27, 105 Reykjavík.
Any questions shall be directed to LÍS’s president Lísa Margrét Gunnarsdóttir, lisa@studentar.is, phone number: +354 863 2249.
Applications shall be sent to lis@studentar.is along with an introduction letter and CV. Applications are open until 11:59 PM on Wednesday, September 11th.
Fulltrúaráðsfundur LÍS 15. ágúst
Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17:00-18:30 verður fundur hjá fulltrúaráði LÍS.
Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fulltrúaráðsfundir eru skv. lögum LÍS opnir öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Að þessu sinni er fundurinn haldinn í Borgartúni 6., fjórðu hæð. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins.
Opið fyrir umsóknir í fulltrúa LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema
Landssamtök íslenskra stúdenta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til þess að sitja sem fulltrúar LÍS í áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema.
Nefndin starfar samkvæmt 20. gr. laga um háskóla nr. 63/2006 og reglum nr. 1152/2006. Hún fjallar um kærur og kvartanir stúdenta í háskólum á hendur skólanna vegna málsmeðferðar og/eða ákvarðana um þeirra mál.
Sótt er um með því að senda umsókn á lis@studentar.is. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. ágúst kl. 23:59.
Umsókn skal innihalda helstu upplýsingar, m.a.:
Nafn og aldur.
Ferilskrá.
Stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Menntunar- og hæfniskröfur eru eftirfarandi:
Umsækjendur þurfa að uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara sbr. 29. gr. laga nr. 50/2016.
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
Gott vald á íslenskri tungu.
Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi:
Reynslu af störfum kæru- og/eða úrskurðarnefnda.
Þekking á lagaumhverfi háskóla.
Reynslu af og/eða áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta.
Einn aðal- og einn varafulltrúi eru skipaðir til tveggja ára.
Lesa má nánar um störf nefndarinnar hér á heimasíðu Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS á lisa@studentar.is. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað.