LÍS og Viska í samstarf
Viska, stéttarfélag sérfræðinga, og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa undirritað samstarfssamning. Viska er nýtt stéttarfélag sérfræðinga sem lætur málefni háskólasamfélagsins sig varða og leggur áherslu á fræðslu og þjónustu fyrir háskólanema. Félagið hyggst eiga virkt samtal við hagsmunasamtök íslenskra háskóla á landsvísu og taka þátt í hagsmunabaráttu háskólanema.
Í janúar undirrituðu Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður Visku og Alexandra Ýr van Erven forseti LÍS samstarfssamning sem hefur það að markmiði að efla þekkingu háskólanema á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði og vinna saman að stefnumótun um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál.
Starfsfólk Visku og fulltrúar LÍS munu vinna að nánari útfærslu á samstarfinu með það að markmiði að fræðsla og námskeið verði komin í fullan gang í haust. Í framhaldinu verður skoðað hvernig hægt er fjölga leiðum til að styrkja stöðu háskólanema á vinnumarkaði og vinna að undirbúningi fyrir lífið á vinnumarkaði. Kjara- og réttindamál ungs fólks og fyrstu skref á nýjum vinnustað verða meginatriðin í þeirri vinnu.
„Það er mikið fagnaðarefni að Viska skuli vilja styðja við bakið á LÍS og þar með efla hagsmunabaráttu stúdenta á landsvísu. Fyrir liggur samningur við BHM og með þessum nýja samningi bætist enn frekari stuðningur við LÍS og samvinna stúdenta- og verkalýðshreyfingarinnar þéttist“ sagði Alexandra Ýr van Erven forseti LÍS.
86. stjórnarfundur ESU
Á dögunum fóru fulltrúar LÍS á stjórnarfund hjá ESU, eða European Students' Union. Stjórnarfundir, eða Board Meeting (BM), eru haldnir tvisvar á ári þar sem starf og stefna ESU er mótuð. Meðal annars er samþykkt starfsáætlun ESU, stefnur, tillögur og yfirlýsingar. Fulltrúar frá öllum 44 aðildarfélögum ESU mæta á fundina, en þessi aðildarfélög koma frá 40 Evrópulöndum. Hvert land hefur tvö atkvæði. Á stjórnarfundum að vori er einnig kosið í nýja framkvæmdarstjórn ESU, en hún sér um dagleg störf félagsins og sér um að framfylgja samþykktum ákvörðunum og stefnum. Þessi stjórnarfundur var 86. fundur sem haldinn hefur verið, og er því kallaður BM86, og í þetta skiptið var hann haldinn í Genf í Sviss. ESU og landssamtök stúdenta í Sviss, VSS-UNES-USU, skipulögðu fundinn. Sjálfur fundurinn er yfir þrjá daga, en einnig eru málstofur, pallborðsumræður og fyrirlestrar haldnir í tvo daga fyrir fundinn.
ESU var stofnað árið 1982 sem regnhlífarsamtök landssamtaka stúdenta í flestum löndum Evrópu, og þau eru í forsvari fyrir 20 milljón stúdenta í Evrópu. Í framkvæmdarstjórn ESU situr forseti og tveir varaforsetar, og eru þau búsett í Brussel og vinna á skrifstofu ESU þar í borg. Að auki sitja sjö almennir fulltrúar í framkvæmdarstjórninni.
Fyrstu tvo dagana voru haldnar hinu ýmsu málstofur og pallborðumræður. Fyrri daginn var haldið til í Campus Biotech, en það er stofnun sem hýsir rannsóknarstofnanir og líftæknifyrirtæki. Þar var haldin opnunarathöfn, pallborðsumræður og málstofur um Erasmus+, fyrirlestur frá starfsmanni UNHCR (United Nations High Commissioner for Refugees) um aðgengi flóttafólks og hælisleitanda að háskólanámi, fyrirlestrar frá landssamtökum stúdenta sem var verið að endurmeta ásamt fleiri fyrirlestrum. Á degi tvö var staðsetningin Maison Internationale des Associations og þar var meðal annars fjallað um ráðherrafund um Bologna samstarfið sem haldinn verður í Albaníu í lok maí þar sem ráðherrar frá löndum Evrópu funda um málefni háskóla og æðri mentunnar. Einnig var farið létt yfir skjöl sem verða nánar skoðuð á fundardögunum sjálfum. Deginum var svo lokað með kappræðum frá frambjóðendum í kjöri til framkvæmdarsjórnar.
Á fundardögunum sjálfum var meðal annars farið yfir og samþykkt tvær stefnur sem ESU mun vinna eftir, en þær voru um málefni og aðgengi flóttamanna og hælisleitenda að háskólanámi og réttindi stúdenta. Einnig var farið yfir starfsáætlun ESU fyrir komandi starfsár, fjárhagsáætlun samtakanna, samþykktar ytri yfirlýsingar sem ESU mun senda frá sér og innra verklag sem samtökin munu taka sér fyrir hendur. Einnig var kosið í nýja framkvæmdarstjórn. Iris Kimizoglu var kosin sem forseti samtakanna og Arno Schrooyen og Lana Par voru kosin sem varaforsetar. Einnig var kosið sjö manns í framkvæmdarstjórn.
Skiptafundur LÍS
Fimmtudaginn 23. maí frá kl. 17:00-19:00 verður haldinn skiptafundur LÍS.
Á fundinn mæta fulltrúaráð og framkvæmdastjórn nýliðins starfsárs auk þeirra sem taka við keflinu það næsta. Í fulltrúaráði LÍS sitja 2 fulltrúar frá hverju aðildarfélagi LÍS. Að LÍS standa átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis.
Fundurinn er skv. lögum LÍS opinn öllum stúdentum og hvetjum við alla háskólanema með áhuga á hagsmunabaráttu stúdenta að sækja fundina. Fulltrúar í fulltrúaráði geta nálgast fundargögn á heimasvæði fundarins. Staðsetning auglýst síðar
Opið fyrir framboð í embætti varaforseta LÍS 2024-2025
// English below //
LÍS óska eftir framboði í embætti varaforseta LÍS fyrir starfsárið 2024-2025. Framboðsfrestur er til og með 22. maí 2024. Hafir þú áhuga skaltu senda kynningarbréf og ferilskrá á kjorstjorn@studentar.is
Kosið er í embætti á skiptafundi LÍS sem haldið verður á Höfuðborgarsvæðinu 23. maí 2024.
Mikilvægar upplýsingar:
Við hvetjum frambjóðendur til þess að kynna sér lög og verklag samtakanna vel, en nánari upplýsingar um embættið má einmitt finna þar. Þú getur líka haft samband við S. Magga Snorrason, sitjandi varaforseta, í síma 693-7742 eða í tölvupósti á maggi@studentar.is. Á mynd má sjá helstu verkefni (alt-texti á mynd fyrir sjónskerta).
Starfsárið hefst í byrjun júní 2024 og er til lok maí 2025.
Vinnutungumál LÍS er íslenska
Efni til birtingar er bæði á ensku og íslensku en fundargögn eru almennt á íslensku
Kjörgengi hafa…
Öll sem stunda háskólanám á Íslandi og/eða eru meðlimir í aðildarfélagi LÍS
Frambjóðendur mega hafa lokið námi, ef það eru innan við tvö ár frá námslokum
// ENGLISH //
Dear students,
LÍS is opening the call for candidates for our Vice-President for 2024-2025.
The application deadline is 22nd of May, if you are interested, please send an introductory letter and CV to kjorstjorn@studentar.is
Elections are held at a meeting which will be held in the Capital Area (Reykjavík and surroundings), 23rd of May.
Important information:
We encourage candidates to familiarize themselves with the association's laws and procedures, but more detailed information about the position can be found there. You can also contact S. Maggi Snorrason, our current Vice-President, though phone (+354 693-7742) or email (maggi@studentar.is).
Vice-President’s tasks:
Contact person with the association's member companies.
President of the Law Amendment Committee.
Takes care of the structure of the organization's internal work.
Deputy President in his absence.
Attends meetings with the association's president and writes meeting minutes.
The working year starts at the beginning of June 2024 and ends in May 2025.
The working language of LÍS is Icelandic
Material for publication is in both English and Icelandic, but meeting documents are generally in Icelandic
Who can apply for the EC?
Everyone who is studying at an Icelandic university and/or is a member of LÍS's member associations.
Candidates may have completed their studies, if it is less than two years since the end of their studies
Umsögn um frumvarp um breytingar á Menntasjóði námsmanna
LÍS skilaði inn umsögn til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020. í ljósi þess að frumvarpið hefur ekki tekið breytingum frá því það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vísuðu samtökin að öllu leyti til fyrri umsagnar sem gerð var í samstarfi LÍS og BHM. Þá umsögn má finna hér.
Þá lögðu stúdentar til breytingartillögur á frumvarpinu sem þingmenn eru hvattir til að vinna áfram í þinglegri meðferð málsins. Tillögurnar eru eftirfarandi:
Námsstyrkir að norskri fyrirmynd. Horfa ætti til styrkjafyrirkomulagsins í Noregi; 25% niðurfellingar á höfuðstól eftir hverja önn og 15% niðurfellingar við námslok. Einnig ætti að hverfa frá tímamörkum námssstyrkja í anda norska kerfisins enda verður krafa um námsframvindu seint slitin í sundur frá hárri atvinnuþátttöku námsmanna.
Sanngjörn framfærslulán. Það er grundvallaratriði að framfærsla námsmanna sé byggð á traustum grunni og dugi til framfærslu og því þarf að festa útfærslu hennar í lög. Þá þarf að lækka lágmarksnámsframvindukröfu í lögum og taka upp norska útfærslu á námsframvinduviðmiðum en þar fá stúdentar lán fyrir einingum sem þeir þreyta óháð því hvort þeir standist námsmat.
Vextir. Stúdentar ítreka fyrri kröfu um að vaxtaþak námslána lækki og að vaxtaálag vegna væntra affalla verði afnumið enda ættu stúdentar ekki að bera alla áhættu á afföllum sjóðsins.